Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 12

Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 12
Áttræður: Nicolai Bjarnason Þann 22. des. n.k. verður Nicolai Bjarnason, fyrrum kaupmaður, áttræður. Ekki er hægt að sjá á útliti hans að aldurinn sé svo hár, — en kirkjubækurnar segja að hann sé fæddur dag- inn fyrir Þorláksdag það herrans ár 1860. N. B. hefir látið „Frjáls verzlun" í té nokkur atriði viðvíkjandi hinum langa kaupmannsferli sínum. Efalaust á N. B. miklu meira í poka- horninu, ef hann vildi leita vel — en hann hef- ur ekki trú á að nokkrum þyki gaman af að halda slíku til haga, enda margt annars staðar til — segir hann. Fer frásögn hans hér á eftir: Nicolai fæddist í Vestmannaeyjum og er sonur Péturs A. Bjarnasen faktors hjá Bryde. Faðir hans var Jóhann Bjarnason, sem andað- ist 1845 en ættin var skaigfirzk. Móðir Nicolai var dönsk að ætt og hét Jóhanna Karolína. — N. B. var í Vestmannaeyjum til 22 ára aldurs. Á unglingsárunum var hann í verzlun stjúpa síns, er Thomsen hét. Þá var flest í Eyjum ólíkt því sem nú er. Aldrei var raunar matarskortur, en oft var þurrð á erlendri vöru, svo sem kaffi og sykri. Einu sinni vantaði Thomsen stein- olíu og var þá sendur flöskupóstur til Sigurðar bónda á Skúmstöðum og hann beðinn að út- vega olíu. Bréfið komst til skila. Þessi flösku- póstur var þannig, að bréf var sett í glas og þar með alin af munntóbaki handa þeim, er glasið fyndi. Flöskupóstinum var svo kastað í sjó í austanstormi með réttu falli. Þannig var oft komið boðum til lands og gekk það furðu fljótt. Pétur faðir N. B. var dugnaðarmaður hinn mesti, en hann andaðist 1869, aðeins 37 ára að aldri. Á þessum tíma var mikið af frakk- neskum skipum, sem veiddu við ísland og komu sum þeirra oft í Vestmannaeyjar. Einn af hin- um frönsku kunningjum Péturs ætlaði eitt sinn að liggja af sér veður í Eyjum og hitta Pétur um leið, en þá tókst ekki betur til en svo ,að skipið strandaði við Eyrina. Þetta var fyrsta ferð skipsins. Skipsmenn héngu utan á skipinu og treystist enginn úr 10 Eyjum til að leggja út og reyna að bjarga, þar til Pétur gaf sig fram. Fékk hann sér stærsta skipið og gat með mönnum sínum bjarg- ayð hinum skipreika Frökkum. Skipstjóri var þá hálfsturlaður og vildi ekki skilja við skip- ið, en Pétur tók hann með valdi úr káetu hans. Fékk Pétur franskan heiðurspening fyrir af- rek sitt. Margir einkennilegir siðir voru á þess- um tima enn við lýði í Vestmannaeyjum. Má þar t. d. nefna brúðkaupssiði. Brúðkaupsdag- inn var boðið fólki á morgnana klukkan 10 til glaðnings, en þegar gengið var til kirkju, gengu allir í halarófu á eftir brúðhjónunum, en á undan gengu brúðarsveinarnir. Á eftir FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.