Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 15
Vestmannaeyjar á æskudögum Nicolai Bjarnasonar.
var setzt að snæðingi og var veizlan oftast hald-
in í fiskgeymsluhúsi, sem tjaldað var innan
með fánum og öðru og reynt að gera það vist-
legt. Voru þar höfðingjar, þ. e. embættismenn
og „betri“ borgarar við háborð og var
þeim oftast veitt kraftsúpa og steik og lag-
kaka til eftirmatar. Við lágborðið sat allur al-
menningur og fékk hann hrísgrjónagraut og
steik og ef afgangur var af lagkökunni af há-
borðinu, var hún líka borin fram við lágborðið.
Púns var drukkið á eftir og síðast var dansað
eftir harmonikuspili. Sjómenn höfðu enn þann
sið að lesa sjóferðabæn. Þegar farið var í
fyrsta róður á vertíðinni var sérstök athöfn.
Las þá formaður upphátt sjóferðabæn og var
hún öllu lengri en venjulega. Annars lásu menn
bænina í hljóði, en tóku ofan á meðan.
Þegar bræður Nicolai eltust, tóku þeir einn-
ig til starfa við verzlun Thomsens, og var nú
ekki nóg að starfa fyrir þá alla. Varð það úr,
að Nicolai fór til Kaupmannahafnair til að læra
FRJÁLS VERZLUN
verzlunarfræði og var þar 1879—1880. Var
hann þar í húsi H. Thomsen kaupmanns.
Thomsen var ekki vel við að Nicolai sækti mik-
ið félagsskap íslendinga í Höfn. Þeir þóttu
svallsamir. Neðan N. B. var í Höfn, andaðist
Jón Sigurðsson, og var Nicolai í kirkju, er
hladin var kveðjuathöfn yfir líki Jóns. Fjöldi
íslendinga var þar viðstaddur.
Það varð úr fyrir tilstilli yngri Thomsen í
Vestmannaeyjum, að N. B. réðist að verzlun
Fischers í Reykjavík, þá 22 ára að aldrei. —
Fischer vantaði hann í stað Guðm. Olsen, sem
ætlaði í verzlunarfélagsskap við Jón Steffen-
sen. Guðbrandur Finnbogason, sem var faktor
Fischers vildi að Nicolai tæki við aðal-
bókhaldi verzlunarinnar, en hann treysti sér
ekki, sökum óvana til að takast svo mikið starf
á hendur sem bókhaldið var við svo stóra verzl-
un, og varð það úr að danskur maður, Egg-
ers, tók við því starfi, en hann var lítið gef-
ínn fyrir skrifstofusefur og varð N. B. að
13