Frjáls verslun - 01.12.1940, Síða 17
vinna mikið af hans verki, en átti þó aðallega
að vera í búðinni. Eggers fór þó bráðlega utan
aftur.
I búðinni var staðið frá kl. 7 á morgnana,
þar til kl. 9—10 á kvöldin, oftast var lokað kl.
8 en svo þurfti að taka til í búðinni, hreinsa
og sópa. Aldrei var ofn í búðinni og sátu búð-
arþjónarnir við skriftir sínar og reikninga með
vetlinga á höndum frammi í búðinni, þegar
kalt var. Oft og einatt var unnið einnig lengi
eða skemmri tíma á sunnudögum. Nokkrir
kaupmenn, helzt danskir, gáfu starfsfólkinu
viku eða hálfsmánaðarleyfi. Var oft farið í út-
reiðartúra um helgar og þá glatt á hjalla, eink-
um á heimleiðinni.
Valdimar Fischer, eða gamli Fischer, dó
1888 en sonur hans, Friðrik, tók við verzlun-
inni. Gamli Fischer hafði þá undanfarið lítið
dvalizt hér á Islandi, en fyrrum var hann van-
ur að dvelja hér langdvölum. Hann var mjög
brjóstgóður maður prúðmenni og stofnaði sjóð
til styrktar ekkjum drukknaðra sjómanna. —
Lagði hann til sjóðsins 20 þúsund krónur, sem
var stórfé í þá daga, og kona hans arfleiddi
síðar sjóðinn að öðrum 20 þúsund krónum. —
Þessi Styrktarsjóður W. Fischers, sem svo er
nefndur, hefir orðið mörgum að liði. Nicolai
var í stjórn sjóðsins í um 80 ár. Nú er hann
undir stjórn þess opinbera.
Stundum var farið í hina svonfendu „spekú-
lantstúra“. Fischer átti skip, sem hét To Söstre,
og svo hafði hann einnig leiguskip. Var sett-
ur allskonar varningur í skip og því siglt upp í
Borgarnes. Var slegið upp búð í lestinni. Skip-
ið lá úti á Brákarpolli en ferjumaður var hafð-
ur til að ferja viðskiptavinina milli lands og
skips. I Borgarnesi var þá Thor Jensen og
verzlaði hann þar fyrir erlendan mann að nafni
Lange.
Þegar Fischer var heima á sumrum og var
við „púltið“, kallaði hann oft til Nicolai, þegar
einhver kom og vildi fá krít, hvort óhætt væri
að lána þessum. Fischer var ókunnur almenn-
ingi, því að hann var hér ekki nema stuttan
tíma í einu.
Árið 1888 skrifaði Bartels, sem stjórnaði
verzlun Fischers í Keflavík til hans, að sig
langaði til að fara utan til að hitta skyldfólk
sitt. Fischer skrifaði Finnbogasen, og sagði, að
ef hann gæti sent einn af sínum þjónum til
Keflavíkur, til þess að annast verzlunina í fjar-
veru Bartels, þá mætti hann sigla. Það varð úr,
að Nicolai fór til Keflavíkur og var þar meðan
Bartels var ytra.
Árið 1893 kvæntist N. B. konu sinni, Önnu
FRJÁLS VERZLUN
Thorsteinsson, og árið eftir varð hann faktor
[ Keflavík, er Bartels lét af því starfi.
Árið 1902 bauð Fischer Nicolai til utanfarar
og fóru þeir saman um England og Þýzkaland.
Fischer var vellauðugur maður og ósinkur á
fé. I Hamborg hittu þeir m. a. Ludvig David,
þiann sem kaffibætirinn er kenndur við, og
bauð hann þeim til matar. Nicolai man eftir
að Ludvig David sagði við Fischer: Þú þarft
ekki vera hræddur, Fischer, meðan þú hefir
hann Nicolai hjá þér!“
Fischer var hræddur um, að Nicolai kynni
að villast frá sér og fór ofan í vasa sinn, þeg-
ar þeir komu til London eða Hamborgar og
fékk Nicolai nokkra gullpeninga, og sagði að
hann skyldi hafa þetta til þess að geta bjargað
sér, ef svo kynni að fara að þeir misstu sjónar
hvor af öðrum, en til þess kom aldrei.
Keflavík var á þessum tíma í eigu Duus-verzl-
unar en það var stærsta verzlunin þar. Fyrir
utan Fischer og Duus var þar einnig Knudsens-
verzlun, en hún var minnst. Jón Gunnarsson,
síðar Samábyrgðarstjóri, var þá faktor hjá
Duus, en Ólafur Norðfjörð, faðir Valdemars
kaupm. Norðfjörð, var fyrir Knudsens-verzlun.
Fischers-verzlun átti all-stórt verzlunarhús í
Keflavík og var mikið skipt við verzlunina, en
í henni fjkkst allt mögulegt, sem nöfnum tjáir
að nefna, frá koltjöru til silkivara. Sjósókn var
þá mikil frá Reykjanesi, eins og nú er, en
þessi ár, sem N.B. var í Keflavík, fyrir aldamót-
in, var fiskileysi og þar af leiðandi þröngur
efnahagur hjá alþýðu mannna. Ibúar í Kefla-
vik munu hafa verið 2—300. Róið var eingöngu
á opnum bátum og voru þeir flestir í Garðinum,
en einnig margir í Keflavík og öðrum verstöðv-
um. Verzlun var hvergi nema í Keflavík, og
þurftu sjómenn þá að sækja allt, sem þeir þurftu
til Keflavíkur. Oft komu þeir gangandi til að
fá sér hitt og annað. Reikningsviðskipti voru
algengust. Sjómenn höfðu ekki peninga fyrr en
að vertíð lokinni. Margir fóru til Austfjarða á
vorin og reru þar yfir sumarið. Peningar þekt-
ust varla. Sjómenn voru vanir að kaupa í
Reykjavík fyrir peninga þá, sem þeir fengu á-
vísun á eftir Austf jarðatúrinn. Fluttu þeir vör-
urnar með sér suður með sjó. N. B. benti þeim
á að þetta væri þeim til óhagræðis og það varð
úr, að sjómenn fóru að koma með ávísanir sín-
ar til Keflavíkur og keyptu þar. Þótti Fischer
það undur og stórmerki, að hægt væri að verzla
fyrir peninga í Keflavík. Hann hafði aldrei
dreymt um að sjá peninga í Keflavíkurverzlun.
Á vorin komu skip frá Danmörku með vörur
handa verzluninni. Átti Fischer þrjú skip, sem
nefndust Valdemar, Nancy og Hermóður. Auk
15