Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 19

Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 19
þess hafði verzlunin líka leiguskip. Öll skipin voru skonnortur. Að áliðnu sumri söfnuðu skip- in saman fiski úr hinum ýmsu verstöðvum og Uuttu þangað þær vörur, svo sem salt, sem þang- að áttu að fara, en sjaldnast var það mikið. Eft- ir 31. ágúst mátti ekkert skip liggja á Kefla- víkurhöfn því þá hækkaði vátrygging skipanna stórlega. Þótti hættulegt að láta skip liggja fyr- ir landi við Reykjanes eftir að kom fram í sept- ember. Aldrei kom það fyrir meðan ég var í Keflavík, að skip slitnaði upp, en áður hafði það komið fyrir. Ef slíkt bar við varð oftast lítið um björgun. Menn horfðu ráða- og að- gerðalausir á mennina drukkna uppi við land- steina. Oft var svalksamt við upp- og útskipun í Keflavík og annars staðar við Reykjanes. Var erfitt að standa í slíkum verkum dag og nótt meðan á þeim stóð. Á haustin fluttu skipin síðan út þær afurðir, sem um var að ræða, en það var venjulega mestrpegnis saltfiskur, lýsi og hrogn og aðrar slíkar fiskafurðir. Eins og áður er sagt, var mikið fiskileysi milli 1890 og 1900 og hagur manna suður með sjó þröngur. Bætti þó nokkuð úr að þá kom mikið af enskum togurum í Faxaflóa, sem hirtu ekk- ert nema flatfisk, en köstuðu öllum þorski. Fóru karlar þá með brennivín eða eitthvert matar- góðgæti út í togarana, en fengu í staðinn full- fermi af þorski. Menn lifðu svo að segja ein- gengu á fiski árið út og árið inn. Kjöt var nær ekkert og kýr voru aðeins til hjá stórbændum. Ekki var mikill drykkjuskapur meðal sjó- manna. Að vísu var stundum svallsamt um lok- in, þ. 11. maí, en annars að jafnaði ekki. Margir góðir bændur og aflamenn voru á þessum tíma á Reykjanesi. Meðal þeirra má nefna Ketil í Kotvogi og syni hans Ólaf, Eirík og Ketil. Ennfremur má nefna þá Árna Geir Þóroddsson, sem enn lifir, Sigurð bróðir hans og Jón og Bjarna Ólasyni í Keflavík. Alkunnir eru einnig þeir Einar í Sandgerði, Einar hrepp- stjóri í Vörum í Garði, Guðm. Þórðarson í Garði, sem er nýlátinn og Hákon í Stafnesi í Miðneshreppi. N.B. þótti gott í Keflavík að vera.Hann kunni vel við fólkið og það var honum gott. Guðbrandur Finnbogasen dó 1898, en þá seldi Fischer verzlunina í Keflavík og N. B. tók við stjórn Reykjavíkurverzlunarinnar árið 1900. í Reykjavík var stór verzlun og þar verzlað með allskyns vörur. Árið 1905 seldi Fischer verzl- unina en Duus keypti. Árið 1906 byrjaði N. B. sjálfur að verzla í Austurstr. 1. Hafði hann af- greiðslu flóabátsins „Ingólfur“ og tók við af- greiðslu Bergenska. Hafði N. B. hana á hendi þar til 1930. * Þann langa tíma, sem Nieolai Bjarnason hef- ir dvalið hér í bæ, hefir hann notið trausts og álits samborgara sinna, enda hefir hann verið hinn skylduræknasti í störfum sínum og strang- ur við sjálfan sig og aðra. En kátur er hann og hefir verið í vinahóp og uppfyllir í sannleika orð Hávamála: „Glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana“. Hið íturvaxna glæsimenni hefir nú um margt ár prýtt þennan bæ og mun vonandi gera það enn um stund. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar nú ursfélaga sínum allra heilla á áttræðisafmæl- inu. — Sjúkrasamlag verzlunarmarma á Isafirði Sjúkrasamlag verzliinarmanna á Isafirði átti 50 ára afójæii fyrir stuttu síðan. Afhenti samlagið þá Háskóla íslands 10 þús. kr. gjöf og skal henni varið tii styrktar ísfirzkum námsmönnum. Sjúkrasamlagið var stofnað 29. nóv. 1890 og liefir j)að veitt mikla stoð mörgum verzlunarmönnum, sem við veikindi áttu að stríða. Á afmælisfagnaðinum var sungið eftirfarandi kvæði eftir Hreiðar E. Geirdal: íslands verzlunarstétt, þú skalt verja þinn rctt og með vaskleika berjast í sérhverri þraut; þvi hin mannlega dáð getur mætti þeim náð sem að megnar að skapa þér hamingjubraut. Okkar félag er smátt, cn það finnur sinn rnátt eftir fullkominn sigur við byrjunarstríð. Ekki er iiikað í kvöld eftir hálfnaða öld. Nú skal iiorfast i augu við komandi tíð. PRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.