Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 25
svo, að tekjuafgangur varð, og raunar sá mesti sem hefir verið í tíð Salazar. En þetta nýja fyrirkomulag var mikið átak og kostaði margar fórnir og þungar. Skornar voru niður opinberar framkvæmdir og lagðir á skattar, og það sem mest var um vert, að óþarfa útgjöld- um var kipt burtu og reynt að skapa grundvöll fyrir bættan hag framleiðslunnar með auknu öryggi í fjárhagsmálum. Árið 1934 voru greiddar allar lausaskuldir ríkissjóðs. Sumt var greitt með tekjuafgangi þeim, sem vai- á fjárlögum undanfarinna ára, en öðru var breytt í hagkvæm lán og föst. Seðlaumferð hafði verið óeðlilega mikil og voru þeir lítt tryggðir. Bankar og sparisjóðir áttu erfitt uppdráttar og vextir voru feikna háir. Reynt var að auka gullforða þjóðbankans og skiptimynt var gerð úr silfri. Árið 1936 nam gullforðinn 46% af seðlum í umferð. Enska pundinu var fylgt lengstum. Svo undarlegt sem það virðist, var hægt fyrir stríð að víxla seði- um í gull og erlendur gjaldeyrir var nógur. * Því verður náttúrlega ekki neitað, að það er einræði í Portúgal, en það er þó með nokkuð öðrum hætti en gerist í öðrum einræðislöndum Evrópu. Dr. Salazar hefir ekki myndað neinn sérstak- an pólitískan flokk og hefir ekki sér við hlið neinn persónulegan herafla. Raunar eru til æskulýðshreyfingar er viðhafa vopnaburð í æf- ingaskyni og lögreglan er á hælum „grun- samra“ manna. En hryðjuverk, aftökur og aðr- ar slíkar grimmdarráðstafanir þekkjast ekki á sama hátt og þar sem einræðið er í algleym- Portúgalskur tiskimaður. FRJÁLS VERZLUN Á markaðstorgi. ingi. Dr. Salazar er hámentaður maður og lærð- ur og skilur þar á milli hans og sumra amnarra einræðisherra. Hann hefir heldur ekki reynt að skapa ,,hreyfingu“ eða halda uppi ákveðnu pólitísku kerfi sem landslýðurinn verður annað hvort að gleypa við eða fara í tugthúsið ella. Aðgætandi er, að á hinu viðskiptalega sviði hefir verið beitt gagnólíkum aðferðum og þeim sem tíðkast hafa í öðrum einræðislöndum. Dr. Salazar er í rauninni af hinum frjálslyndari ,,skóla“ í þessum efnum, en hann er tilneyddur af hömlum og höftum annarra landa til þess að gera gagnráðstafasnir, sem hann þó telur alger óyndisúrræði. Við fslendingar þekkjum vel viðskipti við Portúgal og hafa þau á seinni árum verið mjög góð. Saltfiskur okkar var greiddur í frjálsum gjaldeyri og kom það sér vel. Annars eru við- skipti okkar við Portúgalsmenn efni í sérstaka grein. Um framtíð Portúgals er ekki hægt að spá neinu. Landið hefir nú nokkra sérstöðu í verzlun Evrópu, þar sem það er nær hið eina ríki þar sem raunverulega er hlutlaust. En hernaðar- lega þess er mjög mikilsverð fyrir Spán og Möndulveldin, því fram hjá strönd landsins liggur sjóleið Breta fyrir Góðravonahöfða og til Suður-Ameríku. Sumir ,,falangistar“ á Spáni hafa látið í veðri vaka að stefna beri að því að sameina allam Pyreneaskaga undir ein- um fána — þ. e. spænska fánanum. En Portú- gal er líka eins konar hlið fyrir Möndulveldin og gegnum það er hægt að fá töluvert af vör- um frá Suður-Ameríku. Vel getur þó farið svo, að Möndulveldunum sýnist réttara að taka landið traustataki og er þá ekki líklegt að mikið verði um mótspyrnu, því herinn er aðeins 30 þús. manns á friðartímum. 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.