Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Side 27

Frjáls verslun - 01.12.1940, Side 27
V. HAYEK: Frelsi og fjárhagsmál FRAMHALDSGREIN Munurinn á þvi fyrirkomulagi, sem byggist á skyn- samlegu lagakerfi, sem veitir almenningi svigrúm til að velja og hafna, og skipulagi sem byggist á ákveðnu boði eða banni er að vísu almennt nægilega ljós, en þó er ekki auðvelt að skilgreina hann nákvæmlega og jafnvel oft erfitt að skýra þennan mun í sambandi við ákveðin atvik. þetta hefir orðið til þess að menn rugla svo oft saman skipulagi, sem veitir möguleika til frelsis og hinu sem byggt er á stöðugum opinberum afskiptum. Að vísu er hér ekki rúm til að taka þessi atriði til hinnar ýtarlegustu meðferðar, en þau skulu þó athuguð nokkru nánar. Með setningu almennra fyrirmæla um framleiðsl- una, er henni aðeins beint í vissar áttir, en þó ekki ákveðið neitt sérstakt markmið, sem framleiðslu- starfsemin miðist við. Reglurnar miða aðeins að því að skapa öryggi, þar sem hægt er að tryggja slilct, og vernda monn gegn svikum. þessar reglur byggjast ekki á því að A skuli græða á þeim á kostnað B.. Bæði A og B hafa nægilegt svigrúm fyrir sína starfsemi innan þessa ramma, sem er byggður upp af reglum einkaréttarins og refsiréttarins og á jafnt við alla, en hindra þó enga í að ná þcim eðlilegu mismunandi markmiðum, sem þeir hafa sett sér að ná. Hér er ekki um reglur að ræða sem rniðast við ákveðnar heildir eða flokka, heldur ganga hin settu lög jafnt yfir alla. Sökum þess að ekki er hægt að segja fyrir um, hvaða áhrif þær liafa á hagsmuni hvers einstaklings, vegna þess hve víðtæk þessi áhrif eru, og til þess er ætlast, að reglurnar séu í gildi mjög langan tíma, er ekki nauðsynlegt að skera úr hagsmunaágreiningi stétta og einstaklinga við setningu slíkra regla. Nú skal það játað, að hinir gömlu frjálslyndu stjói-nmálamenn höfðu ekki fullkomnað þessi al- mennu lagafyrirmæli. þeir lögðu aðeins grundvöll að þeim í stórum dráttum, en gerðu engar nánari tillög- ur um það, hve víðtækar reglur eignar- og kröfurétt- arins, ættu að vera á hverjum stað og stund. Er þó augljóst mál, að hin nánari ákvæði um það, hve víð- tækur eignarrétturinn eigi að vera, ásamt því, hve langt ríkisvaldinu beri að ganga í því, að knýja mem' til þess að standa við gerða samninga, eru ekki síður þess verð að vera rædd, en hin almennu grundvallar- stefnuatriði um réttmæti eignarréttarins yfirleitt. Til allrar óhamingju létu samt hinir hinir frjálslyndu stjórnmálamenn 19. aldarinnar sér nægja að tjá sig fylgjandi nauðsyn eignaréttarins sem grundvallar- atriðis, þó að þeir gerðu sér ljóst, að ha-nn byggðist ekki á neinu náttúrulögmáli, og slógu þessu grund- vallaratriði svo föstu, sem því eina hugsanlega og eðlilega. Eins konar kreddufesta í þessu tilliti, sem oft hefir litið út, sem skortur á vilja til umhugsunar um þessi nauðsynjamál, hefir orðið til að skapa kyrr- stöðu á þessu sviði skipulagningarinnar, og auk þess orðið til þess að skapa vantraustið á hinum frjáls- lyndu kenningum. „Skipulagning" í hinni þrengri mei’kingu, sern ein- vörðungu er átt við í umræðunum um þessi mál nú á dögum, vreður bezt táknuð með franska orðinu „economie dirigée", eða liagkerfi, þar sem atvinnu lífinu er stjórnað með valdboði. það sem einkennir slíkt lagakerfi er það, að stjórnarvöldin taka ákvarð- anir utn það, hvernig nota skuli framleiðslutækin, og jafnframt því hverjum þörfum borgaranna skuli full- nægt og á hvern hátt. Hér takmarkast skipulagning- in ekki við þær ákvarðanir, sem ná árangri sínum vegna þess að einstaklingunum er kunnugt um þær fyrirfram og haga sér þar af leiðandi í samræmi við þær. Fyrirskipanir eru gerðar, með tilliti til síðari endurskoðunar og breytinga í samræmi við breyttar ástæður, en slíkar breytingar hcfðu undir hinu skipu- laginu komizt á fyrir atbeina þeirra framleiðenda, er hlut áttu að máli. Forsjá einstaklinganna er ekki framar notuð til þess að láta sér hverja breytingu að- stæðna koma fram í verðmynduninni óðar en ein- liver býst við henni. Sú þckking, sem notuð er t.il þess að stjórna framleiðslunni, er ekki framar sanp einuð þekking hinna einstöku framleiðenda, sem hver hefir sitt sérstaka hlutverk af hendi að inna á þessii sviði, heldur er það þelcking hinna fáu manna, sern hafa á liendi að gera áætlun um skipulagninguna og framkvrema hana. Hið eina viðskiptakerfi, sem gerir það kleift að nota þekkingu allra á sviði framleiðsl- unnar, verðmyndarkerfið, er afnumið, og í staðinn teknir upp framleiðsluhættir, þar sem skoðanir og þekking fárra manna verður einráð. það er skipu- lagning í þessum skilningi, sem nú á dögum fer óðum í vöxt, þegar einni atvinnugrein er gefinn fyrirskipun FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.