Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 29

Frjáls verslun - 01.12.1940, Page 29
uin að takmarka framleiðslu sína, og annarri er skip- að að selja ekki undir ákveðnu verði, þegar eigend- unum er bannað að starfrækja ákveðna námu, eða að reka búskap á ákveðinni landareign, ennfremur, þegar tala verzlana í ákveðinni grein er takmörkuð, eða þegar veittur er styrkur til ákveðinnar fram- leiðslu, ásamt fjöldamörgum likum fyrirskipunum. — Og það er einkum skipulagning í þessum skilningi, sem hlýtur að verða samfara öllum tilraunum til þess að endurskipuleggja þjóðfélagið á sósíalistiskum grundvelli. Nú er það ekki ætlunin að bera á móti því, að nokk- ur skipulagning á þessum grundvelli hlýtur ávallt að vera nauðsynlog. Á sumum sviðum, eins og t. d. að því er snertir baráttu gegn farsóttum, er ekki hægt að styðjast við verðmyndunarkerfið, annað hvort af því að ekki er hægt að verðlcggja suma starfsemi ■eða þá að ráðstafanir, sem yfirgnæfandi meiri hluti manna telur nauðsynjar, verða ekki framkvæmdar nema með því að beita þvingun við minni hlutann. En hér er ekki um að ræða, hvort ekki megi grípa til einhvers annars en verðmyndunarkerfisins, þar sem það samkvæmt hlutarins eðli er ónothæft, heldur hitt, hvort afnema eigi það á þeim sviðum, þar sem skilyrði eru fyrir hendi til þess að það geti starfað. Spurningin er sú, hvort við getum fundið annað betra hagkerfi, en hina sjálfkrafa samvinnu sem markaðurinn skapar, en ekki hitt, hvort sjá verði á annan hátt fyrir starfsemi, sem ekki verður metin til peninga og ekki fæst á markaðinum. Sú skoðun, að skipulagning í áðurgreindum skiln- ingi sé nauðsynleg til þess að tryggja skynsamlegri liagnýtingu framleiðslukraftanna — það er að segja til þess að auka framleiðsluafköstin þannig, að öll- um megi vegna betur — er þó aðeins ein af fleiri ástæðum til þess að kröfur um slíka skipulagningu hafa komið fram. það væri þess vert, ef rúmið leyfði, að sýna fram á, að þessi skoðun er komin fram vegna þeirra skrifa, sem hugsunarháttur verk- fræðinga og annara dýrkenda hinna svokölluðu „hreinu" vísinda hefir haft á umræður um þjóð- félagsmál á siðastliðnum 100 árum- Sú kynslóð, sern alin er upp í slíkum hugsunarhætti, hlýtur að líta þannig á, að allar hugmyndir um að regla og skyn- semi geti ríkt á þeim sviðum, þar sem ekki sé um viljandi skipulagningu að ræða, séu leifar frá mið- 'öldum, hlægilegar firrur, sem hljóti að vekja van- traust á öllum ályktunum, sem á slíkum hugmynd- um séu byggðar. Samt er hægt að sýna fram á það mcð rökum, sem enginn mun treysta sér til að mót- mæla, scm skilið hcfir röksemdafærsluna, að hin óafvitandi samvinna einstaklinga á markaðinum leysir sjálfkrafa þau viðfangsefni, sem leysa yrði á svipuðum grundvelli með viljaákvörðuðum ráðstöf- unum í skipulögðu þjóðfélagi. Ef verðmyndunarkerf- ið ríkir, er lausn þessara mála ópersónuleg og Þjóð- félagsleg í eiginlegri merkingu þess orðs, og við verðum aðoins að láta okkur nægja að benda á það einkennilega ósamræmi í hugsun, sem fram kemur hjá mörgum hugsandi mönnurn, þegar þeir, eftir að hafa hafið þjóðfélagið til skýjanna og lagt áherzlu á að það sé annað og meira en samsafn einstaklinga, korna frarn með kröfu um, að ekki megi láta það stjórnast af sínum eigin, ópersónulegu öflum, heldur verði að stjórna þvi af viljaákvörðun, þ. e. a. s. þegar allt kemur til alls eftir vilja einstaklings. það vinnst heldur ekki rúm til að sýna fram á, að þessi trú á yfirburði skipulagningarinnar verður ekki varinn með liagfræðilegum rökum. Að minnsta kosti er árangur þeirra umræðna, sem undanfarið hafa farið fram um þetta efni, sá, að slíkir yfir- burðir verða að álítast mjög vafasamir, og margir formælendur skipulagningar hafa látið sér nægja að láta í ljósi von um, að skapa megi slíkt skipulagt hagkerfi, að afköst framleiðslunnar muni ekki standa mikið að baki núverandi afköstum. En þetta er engan veginn aðalatriðið. Margir formælendur skipu- lagningarinnar mundu vilja fórna miklu, að því er afkastagetu snertir, ef slíkt gæti tryggt réttlátari skiptingu auðsins. Hér komum við að kjarna máls ins. Hagfræðilegar röksemdir geta ekki einar sam- an skorið úr um réttmæti sósíalismans, og í því cfni koma fleiri tillit til greina en það eitt, hvort sósíal- isminn eða núverandi þjóðfélacsskipulag tryggi meiri þjóðartekjur í heild. Markmið sósíalismans og það, sem fórna verður til að ná því, er öðru fremur siðferðilegs eðlis. Ágreiningurinn er hugsjónalegs eðlis ekki síður en efnalegs, og erfiðleikarnir eru i því fólgnir að þessar andstæðu hugsjónir lifa í hug- um manna, án þess að þeir geri sér grein fyrir and- stæðunni. það eru einmitt þau atriði, sem hér verða rædd, sem val okkar í þessu efni veltur á. því verður ekki neitað, að skipulagning í um- ræddum skilningi — þótt ekki sé nauðsynlcg til þess að gera framleiðsluna afkastameiri — er óhjákvæmi- leg, ef ákveða á kjör mismunandi þjóða eftir fyrir- fram setturn reglum og eins verður skipting tekn anna milli einstaklinga eftir fyrirfram ákveðinni skoðun á verðleikum þeirra aðeins framkvæmd með skipulagningu. í rauninni er það aðeins réttlætis- sjónarmið en ekki skynsemissjónarmið, sem hægt er að færa fram skipulagningu til stuðnings. þess vegna er það sem allar tegundir sósíalisma verða aðeins framkvæmdar með skipulagningu í þessum skilningi. „þjóðfélagið" getur ekki tekið framleiðslu- tækin í sínar hendur, nema það taki að sér um lcið að ákveða, í hvaða tilgangi og á livern hátt þau skuli nota. þetta á jafnt við, þó að um sósíalisma á samkeppnisgrundvelli sé að ræða, sem bent hefir verið á sem lausn á skipulagningái'örðugleikunum. Hér verður að bæta því við, að skipulagning i þessum skilningi verður ekki framkvæmd með ein- stökum lagfæringum á verðmyndunarkerfinu, ef hún á að ná tilgangi sínum. Meðan starfsemi hins opinbera er ekki viðtækari en það, að það fæst að- eins við að fullnægja nokkrum félagslegum þörf um, sem verðmyndunarkerfið ekki getur fullnægt, eða að tryggja menn gegn ofbeldi eða næmum sjúk- dómum, hindrar hún ckki störf verðmyndunarkerf- isins. (Meira). FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.