Frjáls verslun - 01.12.1940, Qupperneq 33
Tilgangurinn er að hjálpa hver öðrum. Ánægju-
legast er að geta sem lengstan tíma æfi sinnar lagt
í sjóð þenna, án þess að þurfa að leita til hans um
hjálp handa sjálfum sér, og með því móti lagt fram
nokkra hjálp til starfsbræðra sinna, þeirra er verða
fyrir því að veikjast og máske falla frá, annaðhvort
þeim sjálfum til styrktar eða ekkjum þeirra og
börnum.
Ekki er það heldur óhugsanlegt að þeir, er á yngri
árum eru velmegandi og frekar veitandi en þiggj-
andi, verði fyrir einhverju því óhappi eða slysi í
lífi sínu, er orsaki það að þetta snúist við og sér þá
enginn eftir að hafa styrkt sjóðinn og í staðinn geta
fengið styrk úr lionum. Enginn veit sína æfina fyr
en öll er.
Til þess að þetta megi framkvæma og þá helzt
svo að um muni, verður sjóðurinn að eflast enn
meir og það gerir liann með þátttöku sem flestra
verzlunarmanna.
Með því að vekja athygli á sjóðnum og tilgangi
hans, vill stjórn hans hvetja kaupmenn og verzl-
unarmenn hér í Reykjavík, sem ennþá eru ekki fé-
lagar sjóðsins, að ganga í hann sem fyrst. þar ættu
þcir allir að vera.
í nóvember 1942 verður minnst 75 ára afmælis
hans. Sjóðstjórnin vill því sérstaklega leiða athygli
starfsfólks þess, er hér um ræðir, á sjóðnum og þess
um tímamótum hans.
Fundur er aðeins haldinn einn á ári og er það i
janúarmánuði.
í 2. gr. laga sjóðsins stendur auk annars:
Félagar eru þeir verzlunarmenn í Reykjavík sem
í félagið eru teknir á aðalfundi með 2/3 — tveim
þriðju — hluta atkvæða þeirra félagsmanna, er fund
sækja.
Skyldir eru innsækjendur að senda beiðnir sínai'
um inngöngu í félagið, til formanns þess, eigi síðar
en 3 dögum fyrir aðalfund, svo að stjórn félagsins
geti kynnt sér hagi innsækjanda.
Formaður sjóðsins er nú Ilelgi I-Iclgason.
Dr. Jón Helgason:
Reykjavíkurkaupmenn. Framk a( bls. 6.
„heldri menn“ á loftinu uppi yfir búðinni. Hitt-
ust þar einatt á kveldin bæði embætismenn og
verzlunarforstjórar og aðrir „betri“ borgarar
og ræddu þar „yfir glösum“ bæði bæjarmál og
landsins gagn og nauðsynjar. „Uppi hjá Möll-
er“ þótti allt rólegra en á hinum aðalgildaskála
höfuðstaðarins, sem rekinn var af Niels Jörg-
ensen og seinna Halberg gestgjafa, þar sem
nú er „Hótel ísland“ eða réttara vesturálma
„Vöruhússins".
Það var í þann tíð trú manna, að ekki væri
til neins að fást við verzlunarrekstur annars
staðar en í Hafnarstræti. Þó voru þrjár verzl-
anir reknar annars staðar, tvær í Austurstræti
og ein í Aðalstræti. Austurstrætisverzlanirn-
FRJÁLS VERZLUN
„FRJÁLS VERZLUN“
Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. —
Formaður: Friðþjófur O. Johnson.
Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf
Björnsson, Björn Ólafsson, Pétur Ólafsson, Pétur 0.
Johnson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa:
Vonarstræti 4, 2. hæð. — Áskriftargjald: 5 krónur
á ári, 12 hefti. — Lausasala: 0,50 aura heftið. —
Prentsmiðja: ísafoldarprentsmiðja h.f.
ar voru annars vegar „Veltan“, hins vegar
verzlun Eyþórs Felixsonar, báðar í smáum stíl.
Veltan var eins konar kaupfélagsverzlun, sem
Jón ritstj. Guðmundsson hafði komið á fót;
faktor þar var síðastur Jón Pálsson bróðir sr.
Jens í Görðum). En Eyþór verzlaði, þar sem
nú er bókabúð Péturs sál. Halldórssonar, unz
hann keypti Veltuna, reif hana og byggði hús
það, sem enn stendur þar á lóðinni og flutti
verzlun sína þangað. I Aðalstræti settu þeir
frændur Jón Vídalín og Páll Eg&erz verzlun á
fót í Hákonsenshúsi um 1879, en fluttu síð-
an yfir götuna og verzluðu fáein ár í húsi, sem
þeir reistu þar og síðar eignaðist Br. H.
Bjarnason.
En fyrir „ofan læk“ veit ég ekki til að nokk-
ur áræddi að byrja verzlun fyr en Jón Þóröar-
son hóf verzlun sína á horni Þingholtsstrætis
og Bankastrætis, nálægt 1890, sem enn er rekin
þar.
Þótt alls ekki sé lengur um neitt kaupmanns-
vald að ræða hér í bæ, þegar hingað er komið
sögunni, þá verður því ekki neitað, að fram-
þróun bæjarins er í þakkarskuld við þá kaup-
mannastétt, sem hér starfaði á þessu tímabili.
Það má sem sé ekki gleymast hver bjargvættur
stéttin einatt reynist efnalausum almenningi,
bæði með atvinnu á sumrin og vörulánum á
vetrum, þegar að þrengdi, vegna þess að ekki
gaf á sjó. Einnig megum vér minnast þess, að
það voru kaupmenn, sem hjálpuðu til að koma
á fót bæði barnaskóla fyrir bæinn og sjúkra-
húsi, með því að gefa bænum hús til hvors-
tveggja, og að sumir þeirra hafa stofnað hér
styrktarsjóði, sem komið hafa í góðar þarfir.
Loks er skylt að minnast þess, hversu verzlan ■
ir kaupmanna þessara urðu á þeim tímum, er
enginn var verzlunarskólinn hér í bæ, hinn
bezti undirbúningsskóli fyrir fjölda ungra
manna, sem seinna urðu hinir nýtutsu menn
manna, sem seinna urðu hinir nýtustu menn
þjóðfélaginu sem verzlunarstjórar og sjálfstæð-
ir kaupsýslumenn, bæði hér í bæ og í kaupstöð-
um út um land.
31