Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 31
Úr viðskiftalífinu
í brauSbúS.
— Eig'ið þér nokkrar fimmaura-kökur?
— Já, við höfum nokkrar tegundir.
— Hvað kostar stykkið?
¥
— Smjörkökurnar, sem ég fékk í g'ær, voru bragð-
vondar. Smjörið hefir verið þi'ánað.
— Ómög'uleg't — ég nota aldrei smjör í kökurnar.
*
— Ég’ ætla að fá nokkur fransk-brauð, en þau verða
að vera íslenzk. ^
í ostabúð.
— Hafið þið engan ost, sem er.lyktmeiri en þessi
hér?
— Jú — þessi er sá elzti og' dýrasti, alveg' skinandi
lykt.
— Tak, látið mig hafa fyrir 5 aura, ég ætla að setja
hann í rottug'ildruna.
Hjá grænmetissalanum.
— Hvað var það fyrir yður?
— Já, hvað var það nú annars. Ég var alveg áðan
með það í höfðinu-----------
• - Kálhöfuð ?
Hjá ,,SkipaútgerS ríkisins“.
— Hvað er þetta! Var appelsínan súr?
-— Nei, nei, ég er alltaf svona á svipinn.
*
í ávaxtabútS.
— Aðstoðarmaðurinn yðar hefir látið mig hafa níu
epli í staðinn fyrir heilt dúsin!
— Bannsettur aulinn — ég hef alltaf sagt honum að
hann ætti að minnsta kosti að láta tíu í dúsínið.
*
— Ég pantaði í gær og' borg'aði fyrir tylft af epl-
um, en fékk ekki nema átta!
— Já, ég' varð að kasta fjórum burt, sem voru dá-
lítið skemmd.
— Get ég fengið dálítið af vínþrúgum handa sjúkl-
ingi?
— Hér er heill klasi, 45 stykki.
•—-Nei, svo sjúkur er hann nú ekki.
*
— Mamma segir að brauðið, sem ég keypti í gær,
hafi verið gamalt.
— Heilsaðu mömmu þinni frá mér og segðu henni
að ég’ hafi kunnað að baka brauð áður en hún fæddist.
— Já, það hefir náttúrlega verið af þeim brauðum,
sem ég fékk.
— Bollurnar yðar eru of litlar. Ég kém þremur upp
í mig í einu.
— Það getur verið, en það er ekki bollunum áð
kenna.
*
Stríðsskopmyndir
Daily Mail, London.
Heima.
„Þessi fyrirlesari er ágætur. Hann er svo óhlutdrægt
hliðhollur Breturn".
„FRJÁLS VERZLU N“
Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. —f
Formaður: Friðþjófur O. Johnson.
Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf
Björnsson, Bergþór Þorvaldsson, Björn Ólafsson,
Pétur Ólafsson, Vilhjálmui' Þ. Gíslason.---Slcrifstofa:
onarstræti 4, 1 hæð. Áskriftargjald: 10 ki'ónur
á ári, 12 hefti. —• Lausasala kr. 1,00 heftið. —i
Prentsmiðja: ísafoldarprentsmiðja h.f.
Saturday Evening Post, U. S. A.
Villtir í frumskógi.
„Þegar ég1 segi að við séum langt frá öllum manna-
bústöðum og' menningu segja þeir bara: Skelfing- áttu
8'ott!“ .
h RJÁLS VERZLUN
31