Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 3

Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 3
kaupmönnunum sýnist, geta þeir haft opið allan sólarhringinn og til er það, að búðir eru nær alltaf opnar. — Einkum eru Gyðingar þekktir að því, að hafa lengi opnar búðir. Ég talaði við einn kaupmann, sem lagðist til svefns í kompu inn af búðinni, þegar lítið var að gera, en opnaði svo strax og hann hafði hvílt sig um stund. Allar stærri verzlanir og ,,maga- sín“ hafa opið ákveðinn tíma, sem þau ráða sjálf. Kaupgreiðslur fara allar fram vikulega. Kaup er hátt, og yfirleitt ber mjög á því, að rnenn hafi mikla peninga handa á milli og njóti hinna margvíslegustu lífsþæginda, sem nútíma tækni getur vcitt. — Hvað er um íslendinga vestra? — Þeir landar, sem ég hitti, létu allir ^el af líðan sinni. Miðstöð alls þess, sem viðkemur landinu, er á skrifstofu og heimili Thor Thors aðalkonsúls. Ræðismaðurinn er, ekki sízt nú, störfum hlaðinn og verður hann að líta í mörg horn. Ræðismaðurinn er íslendingum hin mesta hjálparhella, enda gegnir hann starti sínu með ágætum. Má geta þess, að það er ekki smáræðis viðbót við starf ræðismanns- ins að þurfa að annast hina margvíslegustu upp- lýsingastarfsemi í sambandi við ísland og ís- lendinga. Þegar Bandaríkin tóku að sér her- vernd íslands, jókust störf ræðismannsskrif- stofunnar á þessu sviði. Blaðamenn gera sér nú far um að birta sem réttastar fregnir af íslandi og íslendingum, enda mótmælti konsúlatið jafn- harðan því sem rangt var og vann ræðis- mannsskrifstofan þjóðnytjastarf með þessu. Blöðin og ýmsir aðilar aðrir leita nú þangað um allar upplýsingar varðandi ísland og er áríðandi að slíku sé hægt að sinna sem bezt. Væri vafalaust nauðsynlegt að senda blaða- fulltrúa aðalkonsúlnum til aðstoðar, og sæi hann um þessa upplýsingastarfsemi. Margir blaða- menn vestra vilja nú fá að komast til íslands, Bifreiðar framleiddar til hernaðarþarfa í U. S. A. Friðþjófur Ó. Johnson en er bannað það, og verða þeir því að leita til ræðismannsskrifstofunnar. Iívernig litu Bandaríkjamenn á ísland og hervernd þess, Eftir að Bandaríkin tóku að sér hervernd- ina hér virtist mér að hjá mörgurn vaknaði nýr áhugi fyrir landinu og íslendingum var alstaðar tekið vel. Annars eru útlendingar illa séðir í Bandaríkjunum vegna óttans við njósn- ir og skemmdastarfsemi. Hitt mun annað mál, hvernig almenningur lítur á það spor, sem stigið var og þátttöku U. S. A. í stríðinu almennt. f New York munu menn almennast fylgjandi því, að Bandarík- in taki sem duglegast í taumana, en í vestur- hluta landsins eru menn almennt mótfallnir beinni þátttöku í styrjöldinni. Almennt eru menn sammála um að styðja beri Breta með ráðum og dáð að öllu öðru leyti en því, að fara í styrjöldina og eins og kunnugt er lofaði Roosevelt forseti því hátíðlega, að engir her- menn frá Bandaríkjunum skyldu sendir til vígstöðva utan álfunnar. Ýmsum, sem vilja að Bandaríkin haldi sér utan við stríöið, er mein- illa við það skref, sem stigið var í áttina til Evrópu með því að flytja hingað her manns. Hinir, sem vilja aukin afskifti ríkjanna af styrjöldinni, fagna því. Heimferðin? Hún gekk vel. Við urðum ekki vör neinna hernaðaraðgerða í nokkurri mynd. Á leiðinni fréttum við í útvarpinu á ,,Goðafossi“ um af- drif „Heklu“, og sló þá óhug á skipshöfn og farþega, enda var þá verið að sigla inn á hættu- svæðið. FRJÁLS VERZLUN S

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.