Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 25
Nottingham og spurði um verð þeirra. Það
var hátt, miklu hærra en hann vildi greiða.
Hann fór því með næstu lest til Liverpool og
heimsótti forstjóra Ogden. Þeir tóku tilboði
hans, en vildu þó leita samþykkis hluthafanna.
Þá urðu allir brezkir tóbakskaupmenn
skelkaðir. Þeir slóg'u sér saman í enskan
hring, Imperial Tobacco Company, og buðu
Ogden hærra verð, en Duke hafði gert. En
forstjórar Ogdens stóðu við orð sín og seldu
Duke, en þá hófst stríðið fyrir fyrir alvöru.
Ensku fyrirtækin beindu nú skeytum sínum
að Ogdens-verksmiðjunum. Stórkaupmenn og
smásalar útilokuðu vörur þeirra, en blöðin
þrumuðu um ,,svikin“ og hvöttu hvern föður-
landsvin meðal reykingamanna til að hjálpa
til við að sigra Bandaríkjamanninn. En hann
hopaði hvergi, enda þótt umsetning Ogdens-
verksmiðjanna minnkaði um 50%. Hann lét
það ekki á sig fá, en það var einmitt um þetta
leyti, að Duke-pakkarnir fóru að innihalda
smágripi af ýmsu tagi. Margar þessara gjafa
kostuðu jafnmikið og sigaretturnar og verðið
fór niður í næstum ekki neitt. Pakkinn kostaði
aðeins 10 aura eða jafnmikið og sumar ódýrari
sigaretturnar núna. Hver dagur þessarar sam-
keppni kostaði 3000 dollara. En áður en árið
var á enda, var Duke búinn að sigra. Honum
fannst þó hyggilegra að selja Imperial Tobac-
co Co. eigur fyrirtækis síns í Englandi með
margra milljóna hagnaði, en stofnaði bráðlega
British-American Tobacco Company og náði
valdi á útflutningi enska hringsins, svo að
hann varð mestur valdamaður í tóbaksfram-
leiðslu heimsins.
Bretar sigruðu þó að lokum, því að Duke
eignaðist fjandmann í föðurlandi sínu, stjórn-
ina í Washington, sem öfundaði hringana fyrir
auð þeirra og völd og fékk hún samþykkt rót-
tæk lög um starfsemi þeirra. Það varð því að
leysa hring Dukes upp í marga smáhluta, og
afleiðing þess var sú, að fjölda hlutabréfa var
dembt á markaðinn, en Bretar keyptu þau, því
að ríkisstjórn þeirra lét þá alveg afskipta-
lausa. Fyrir bragðið varð American Tobacco
Company fremur enskt fyrirtæki en ameríkst,
en Duke réði því ennþá, þótt það missti mik-
inn hluta viðskipta sinna. Fyrir einveldi Am-
eríkumanna, var ameríkst tóbak mest notað,
en Englendingar byrjuðu að nota kínverskt,
tyrkneskt og egipzkt tóbak.
James Duke, sem var jafnframt forstjóri
British-American Tobacco Co. var oftast í
ferðalögum. Hann hafði eigi að síður áhuga
FRJÁLS VERZLUN
fyrir fylki því, sem hann fæddist 1 — Norður-
Carolina — og sömuleiðis systurfylki þess,
Suður-Carolina. Hafði hann á prjónunum mikl-
ar ráðagerðir um iðnaðarþróun þeirra og var
mörgum þeirra hrundið í framkvæmd.
En hann náði að lokum þeim aldri, þegar
mestu dugnaðargarpar vilja njóta hvíldar. Síð-
ustu árin starfaði hann lítið og lézt í október
1925, 68 ára að aldri. Hann hafði gefið um 40
milljónir auðæfa sinna til trúarlegra stofnana
og menntamála. Þrátt fyrir það lét hann eftir
sig margar milljónir og erfði Doris dóttir hans
þær.
Sovéi-verzlun. Framh. af bls. 10
verzlun nr. 7 í Leningrad, starfa 12 menn við
afgreiðslu. Þessari verzlun er ,,stjórnað“ af
íorstjóra, varaforstjóra, þrem deildarstjórum
og tveim varadeildarstjórum, eða með öðrum
orðum, að þessir 7 menn stjórna 12 afgreiðslu-
mönnum. Það má skilja það á ,,Pravda“, að
þetta ástand einkennir margar verzlanir. I
matvöruverzlunum í sumum hverfum Lenin-
grad eru hinsvegar 4—5 afgreiðslumenn fyrir
hvern stjórnarmeðlim. í Moskva er það hins-
vegar þannig, að stjórnendur verzlananna eru
tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri en afgreiðslu-
mennirnir.
Yfirleitt er þetta ástand að kenna hinni
slælegu skipulagningu starfsmannahaldsins.
Sökina bera hinar æðstu ríkisstofnanir, því
að þær setja verzlununum reglurnar. Skort-
urinn á skipulagningu vinnunnar erjafnmikili
í verzluninni sem í iðnaðinum og vöntun veru-
lega lærðs starfsfólks gerir illt verra. Þar við
bætist, að enginn vill bera ábyrgð á nokkrum
sköpuðum hlut. Hver og einn reynir að velta
ábyrgðinni á aðra.
Það er mjög venjuleg skoðun, að hægt sé
að auka afköstin með fjölda ,,sérfræðinga“,
forstjóra og stjórnenda. En þessir menn hafa
oft ekkert til brunns að bera, fá stöður sínar
vegna þess að þeir eru pólitískir gæðingar
valdhafanna, en ekki vegna kunnáttu sinnar
eða kosta. Ef menn hafa í fórum sínum fé-
lagsskírteini flokksins, þá er hægur vandi að
komast í þægilega stjórnaraðstöðu.
Að lokum má benda á þá villu valdhafanna,
að hægt sé að leysa þetta stax-fsmannavanda-
mál á sama hátt og svo mög önnur, með áróðri.
Það er fásinna og ekkert annað.
(Handelsarbetaren.)
25