Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 7

Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 7
Ólafur Björnsson hagfr. Adam Smiih Menn hafa gagnrýnt eldri sagnritun á þeim grundvelli, að hún geri of mikið úr áhrifum þeirra einstaklinga, sem á hverjum tíma hefir borið hæzt í valdabaráttu þjóða og stétta, en láti sig aftur minna skipta hin hagrænu og fé- lagslegu öfl sem liggja að baki hinni sögulegu þróun. I stað þess að gefa lýsingu á lífi þjóð- anna gegnum aldirnar, segja efnishyggjumenn nútímans, hefir sagan orðið safn af æfisögum herkonunga og stjórnmálaieiðtoga. Án efa mun gagnrýni þessi hafa við mikil rök að styðjast, þó á hinn bóginn beri að forðast að hin efna- lega söguskoðun leiði til hinna gagnstæðu öfga, að of lítið sé gert úr áhrifum þeirra afburða- manna, í sögu mannkynsins, sem gerst hafa brautryðjendur nýrrar tækni og nýrra þjóðfé- lagshátta, og þannig gert mögulegar efnalegar og andiegar framfarir, sem erfitt er að segja um, hvenær hefðu átt sér stað, ef þeirra hefði ekki notið við. Einn þeirra einstaklinga, sem jafnan mun verða getið meðal þeirra, sem öðrum fremur gerðust brautryðjendur þeirra nýju þjóðfélags- hátta, sem gerðu mannkyninu kleift að færa sér í nyt þróun tækninnar, sem skóp grund- völl að þeim stórfelldu efnalegu framförum, sem áttu sér stað á 19. öld, var Skotinn Adam Smith. Æfisaga Smiths skal sögð í fáum orðum, því að það er ekki stórviðburðum skreytt saga æfin- týramannsins, heldur lifði hann alla æfi kyrr- látu lífi embættis- og vísindamannsins, en af- rekum slíkra manna hættir fjöldanum einmitt til þess að gleyma. Hann fæddist í Kirkcaldy í Skotlandi árið 1723. Hann lagði stund á heimspeki við Oxfordhá- skóla, en að loknu námi þar árið 1746 lag'ði hann um skeið stund á enskar bókmenntir og hagfræði við Edinborgarháskóla. Árið 1751 hafði hann náð því áliti sem vísindamaður að hann var skipaður prófessor í heimspeki við FRJÁLS VERZLUN háskólann í Glasgow, fyrst í rökfræði en síðar í siðfræði. Árin 1764—66 ferðaðist hann er- lendis og dvaldi þá einkum í Frakklandi, þar sem hann varð fyrir miklum áhrifum af hinum svoneíndu frönsku ,,Fysiokrötum“, en eftir heimkomu sína til Englands vann hann mörg ár að samningu merkustu bókar sinnar „Wealth og nations" (auður þjóðanna), en hún kom út árið 1776. Árið 1778 varð Smith tollstjóri í Edinborg, sem þá var talin mikil virðingar- staða, og gengdi því embætti unz hann lést árið 1790. Enda þótt Adam Smith væri heimspekingur að menntun, og starfaði mestan hluta æfi sinn- ar þeim vísindum, eru það þó sem kunnugt er afrek hans á sviði hagfræðivísindanna, sem mest hafa haldið nafni hans á lofti. Hafa jafn- vel margir fræðimenn kallað hann „föður hag- fræðinnar". Og þær nýju kenningar, sem Smith setti fram á svið höfðu ekki eingöngu áhrif á skoðanir þeirra fræðimanna er þessi vísindi stunduðu, heldur áttu þær einnig mikinn þátt í þeim straumhvörfum, sem á fyrra helmingi 19. aldar áttu sér stað að því er snerti þá stjórn- arstefnu sem rekin hafði verið til þess tíma á sviði atvinnu- og viðskiptamála. Fram yfir miðja nítjándu öld ríkti á sviði atvinnu- og viðskiptamála stefna sú er nefnist „merkantilismus“ (kaupauðgiskenning). Merk- antilisminn ruddi sér til rúms jafnframt þeirri eflingu ríkisvaldsins sem átti sér stað í flestum löndum álfunnar á 17. öld. Samkvæmt þeirri kenningu bar hverju landi að leitazt við að safna sem mestum auðæfum í gulli og silfri, því undir þessu var velmegun landanna komin. Til þess að ná þessu marki bar að keppa að því að ná sem „hagstæðustum" verzlunarjöfnuði í utanríkisvertluninni, þannig að hvert land leitaðist við að selja meira til annarra landa en það keypti þaðan. í þessu skyni voru öll 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.