Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 29

Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 29
landbúnaðarlöndum er alstaðar mikið til af afgangsmjólk, sem oft hefir verið notað mið- ur en skyldi og hafa þessar rannsóknir eink- um miðast við það hvernig þessi afgangsmjólk verði hagnýtt. Tekizt hefir að vinna úr mjólk efni, sem þjappa má saman með miklum þrýstingi og má smíða úr því hina margvíslegustu hluti, svo sem sköft á allskonar muni, lykla, hand- föng og prjóna. Það var ítalskur maður, Ferr- etti að nafni, sem fyrstum tókst að vinna ull úr mjólk, en þýzkum efnafræðingum hafði mistekizt að gera það. Þetta efni var fyrst þekkt undir nafninu „refsiaðgerða-ull“, því framleiðslan jókst fyrst þegar Þjóðabanda- lagið hóf refsiaðgerðir gegn Italíu vegna Abb- essiníu-stríðsins 1936 og lokaði með því fyrir ullarinnflutning til landsins. Framleiðsla þessa efnis hefir síðan aukizt mjög í Ítalíu. Hol- lenzkt félag hefir einnig starfrækt slíka gerfi- ullarframleiðslu og er talið að aðferð þess sé einfaldari en hin ítalska. Er það efni nefnt ,,Lactofil“. Nú er víða unnið að tilbúningi ullar úr mjólk. Vefarar í Englandi nota hana saman við ull. Hægt er að búa til úr mjólkurull alls- konar vefnaðarvörur, allt frá fíngerðustu nær- fötum til þykkasta vetrarfrakka. Þótt mjólkurull sé mjúk er hún ekki að öllu leyti af sömu gerð og venjuleg ull. Ef í'öt úr henni blotna verða þau kaldari en venjuleg föt. Hins vegar hlaupa ekki fötin úr henni og hægt er að lita gerfiullarklæði með sömu lit- um og venjulegt ullarklæði. * Undanfarin ár hefir víða verið unnið að til- raunum til að nota margvísleg afgangsefni, sem annaðhvort hefir verið fleygt eða þótt lít- ið verðmæti. Einnig hefir verið reynt að finna Ullarsjnmi úr mjólk. nýjar aðferðir til að nota á nýjan hátt ýmsar landbúnaðarafurðir, sem offramleiðsla var á. Á síðustu 10 árum hefir verið brennt meira en þrem milljónum smálesta af kaffi í Brazilíu og nam tjónið af því meira en hálfri milljón dollara. Nú er tekið að nota kaffibaunirnar þannig að þær eru muldar, en síðan þrýst saman í hart efni, sem síðan er smíðað úr gólfflísar, húsgögn, útvarpskassar og því um líkt. f mörgum löndum er offramleiðsla á ávöxt- um. Hefir orðið að fleygja ógrynnum af epl- um og appelsínum, en nú er tekið að nota þessa úrganga til að vinna úr þeim ýms efni. Úr maís hefir tekizt að vinna efni, sem nefnt er ,,zein“, og er það notað til pappírsgerðar. Þannig er hægt með hjálp nútímatækni að nota margt, sem áður var lítils nýtt. Raunar er margt af þessu á tilraunastigi, en vel má vera að slík efnaframleiðsla valdi byltingum í bú- skap mannkynsins þegar fram líða stundir. Eftir CASSON: Lítil, en áhrifa- Mjög lítil auglýsing, endurtekin í rík auglýsing. sífellu reynizt oft mjög áhri'faniikil. þaksmiður einn hefir látið þessa sjö-orða standa í dagblaði heimilisborgar sinnar dag- lega í eitt ár: „Lekur þakið? .Tolian Barton. Síminn er 4682". Hver einasti bœjarbúi kann nú auglýsinguna utan að og Barton hefir nóg að gera. Hinar litlu verk- Henry Ford á engan sinn líka sem smiðjur Fords. framleiðandi, því að hann á bæði gríðarstórar verksmiðjur og litar verksmiðjur, sem er dreift um þorp og smáborgir. þegar allt. er talið á hann 16 af þessum litlu verk- smiðjum. Allar eru þær við ár, svo að vatnsaflið rek- ur vélarnai'. Auk þess er Ford nú að undirbúa bygg- ingu átta slíkra verksmiðja í viðbót. Verkamennirnir sem vinna í litlu verksmðjunum fá sömu laun og þeir, sem vinna í þeim stóru. Ford hefii' nefnilega komizt að því, að framleiðslukostn- aðurinn getur veilð jafnlítill í lítilli verksmiðju eins og stórri. þessa staðreynd eiga allir eigendur lítilla verk- smiðja að hagnýta sér. Hún sannar, að stærðin er ekki aðalatriðið í þessu efni. Ef lítil verksmiðja gef- ur ekki hagnað, er það ekki af })ví, að liún sé lítil. Orsökin er sú, að hún framleiðir meira en eina vöru- tegund. Reksturskostnaðui' lítillar verksmiðju er ekki lág- ur, ef hún vinnur að framleiðslu fimm eða tíu vöru- tegunda. í hverri hinna litlu Ford-verksiniðja er að- eins unnið að framleiðslu einnar tegúndar. þá er liœgt að notast við fjöldaframleiðsluaðferðir. Lit.il verksmiðja verður að einbeita sér við ein- hverja vöru. það er regla, sem er læra af Ford. FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.