Frjáls verslun - 01.07.1941, Side 2
VígbúnaSu rinn íær yfir hönd ina
í Bandaríkjunum
Formaður V. R., Friðþjófur O. Johnson, er
nýkominn heim eftir fimm mánaða dvöl í
Bandaríkjunum, þar sem hann starfaði á
skrifstofu föður síns, Ólafs Johnson, í veik-
indaforföllum hans. „Frjáls verzlun“ hefir
haft viðtal við Friðþjóf, sem fer hér á eftir:
— Hvað cr að segja um viðskipti íslend-
inga og Bandaríkja nú að undanförnu?
— Um þessi viðskipti má ýmislegt segja,
en eftir þá breytingu, scm nú er orðin á af-
stöðu þessara landa hvors til annars, er ekk-
ert vitað um hvaða breytingum þessi við-
skipti taka. Mikið hefir borið á því undan-
farið að erfitt hefir verið fyrir innflytjendur
frá Bandaríkjunum að fá bindandi tilboð í
sumar vörur, svo sem járnvöru. Verðlag hefir
breyzt frá degi til dags og símskeyti héðan
eru lengi á leiðinni, þannig, að þegar svar
kemur að heiman, er tilboðið oft orðið úrelt.
Stundum missa innflytjendur jafnvel af vör-
unum fyrir þessar sakir, vegna þess að þær
hafa orðið ófáanlegar. Markaður í Banda-
ríkjunum er nú afar óviss, þannig, að alltaí
má búast við snöggum breytingum á verðlagi
vara og framboði á einstökum vörutegundum.
Verksmiðjur eru nú margar hverjar farnar aö
krefjast langs afgreiðslufrests, sumar heimta
jafnvel árs afgreiðslu fyrirvara og bjóða vör-
urnar með föstu verði eftir langan tíma eða
þá, að miðað er við verð, sem tilteknir hringar
ákveði á hverjum tíma, svo sem stálhringur-
inn. Má búast við að markaðsóvissan vestra
fari sízt minkandi, enda er nú framleiðslan
Viðtal við Frið|ojóf O.
þar alltaf meir og meir tekin í þágu vígbún-
aðar Bandaríkjanna.
Verðlag á matvöru er nærri óbreytt og var
fyrir stríð, en búist er við, að slíkar vörur
hækki ört á næstunni.
Erfiðleikar hafa verið miklir á skipagöng-
um undanfarið milli Islands og Bandaríkj-
anna og mikið af vörum liggur nú í New York,
sem bíða flutnings til fslands. Þessar vörur
voru pantaðar fyrir ákveðinn tíma og liggja
því á kostnað og ábyrgð kaupanda. En von-
ast er eftir, að þau þrjú skip, sem ríkisstjórn-
in hefir nú fengið á leigu, fyrir milligöngu
Thor Thors, aðalkonsúls, muni grynna mjög
á þessum vörubirgðum.
— Hvernig hafa ísl. niðursuðuvörur líkað
vestra ?
— Yfirleitt þóttu þessar vörur ágætar. En
svo kom það fyrir, að send var skemmd vara á
markaðinn, og þeir sem við verzlun fást vita, að
það þarf ekki nema fá tilfelli til að spilla því
áliti, sem menn höfðu áður myndað sér um gæði
vörunnar. f framtíðinni þarf því að gæta þess
að slíkt komi ekki fyrir. Ameríkumenn eru vand-
látir, samkeppnin er hörð, og íslenzkar vörur
lítt þekktar.
— Hvernig er fyrirkomulag á lokunartíma
og kaupgreiðslum vestra?
— Það er algerlega ólikt því, sem hér tíðk-
ast. Eins og kunnugt eru Bandaríkjamenn
mjög fastheldnir á frjálsræði í öllu, sem við-
kemur viðskiptum og í New York er engin
reglugerð til um lokunartíma sölubúða. Ef
ohnson formann V. R.
■^RJÁLS VERZLUN