Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 5
skrúðugastir. Það má segja um skóginn í haust-
skrúðinu, eins og regnbogann: „Gulur, rauður,
grænn og blár, gerður af meistara höndum.“
Það var ekki leiðinlegt að leika golf í slíku um-
hverfi í logni og sól. Erú þarna einhverjir
stærstu og beztu golfvellir í New York-fylki-
Flestir fulltrúanna bjuggu þarna í klúbbnum,
meðan á þinginu stóð.
Frelsi og mannréttindi.
Þetta er nú orðinn all langur inngangur og
mál til komið að tala um ráðstefnuna sjálfa.
Þá er í upphafi þeirrar frásagnar rétt að geta
þess, að vegna þess „ástands“, sem nú ríkir í
heiminum, þá var þetta ekki hin venjulega al-
þjóðaráðstefna kaupsýslumanna, sem halda á
fjórða hvert ár, heldur gengust fyrir þessari
ráðstefnu þessar stofnanir, eða voru verndarar
hennar:
1. Verzlunarráð Bandaríkjanna,
2. Deild Bandaríkjanna úr Alþjóðaverzlunar-
ráðinu,
3. Iðnrekendafélag Bandaríkjanna og
4. Utanríkisnefnd Bandaríkjanna í verzlunar-
málum.
f móttökunefndinni voru 44 menn, og var for-
maður hennar Thomas I. Watson P.I.B.M.C., sá
sem var formaður í alþjóða verzlunarráði fram
til 1939, er Sigfried Edström var kosinn í hans
stað. Hann var sá eini af amerískum iðjuhöldum,
er fékk leyfi til að liafa móttöku fyrir forseta
fslands, er hann var á ferð í New York- Var ráð-
stefnan opnuð með því, að hann bauð öllum full-
trúunum til hádegisverðar í Westchester Club.
Hófinu stýrði Eliot Wadsworth, form. Banda-
ríkjadeildar alþjóða verzlunarráðsins. Byrjaði
liann á því að lesa upp ávarp, er þinginu barst
frá Roosevelt, forseta Bandaríkjanna.
En ræður fluttu:
1. Robert Gaylord, form. iðnrekendafélagsins,
2. Eric A. Johnston, form. verzlunarráðs
Bandaríkjanna, og
3. E. P. Thomas, form. utanríkismálanefndar
Bandaríkjanna í verzlunarmálum.
Eric Johnston er glæsilegur maður og mál-
snjall. Hann kom til fslands á leið sinni til Rúss-
lands. Viðtal hans við Stalin hefur birzt í Al-
þýðublaðinu undanfarna daga.
Þótt vel væri veitt í hófi þesu, var ekki lengi
til setunnar boðið, því að nú hófust störfin. Var
fyrst skipað í þær 8 nefndir, sem ákveðið hafði
verið að störfuðu á ráðstefnunni. En þær voru
þessar:
1. Samsteypur og hringar (Cartels),
2. Verzlunarstefnur þjóða,
3. Gjaldeyrisviðskipti þjóða í milli,
FRJÁLS YERZLUN
4. Vernd og efling arðbærra fjárframlaga
(Investments),
4. Investeringseflingar og vernd.
5. Iðnreisn á nýjum svæðum,
6. Einstaklingsframtak og vernd þess,
7- Hráefnalindir og matvæli,
8. Siglingar og flugmál.
f flestum nefndum voru 35 menn. íslendingar
áttu sæti í þeim öllum. Fundir þessir stóðu
venjulega frá kl. 9.30 til 12 eða 12.30 og svo
aftur frá kl. 14 til 16. Blaðamenn fengu ekki
aðgang.
Nefndarskipun okkar félaga féll eins og hér
segir:
IJallgr. Benedíktsson: 1. Samsteypuroghring-
ar (Cartels),
8. Siglingar og flugmál,
Magnús Kjaran: 2. Verzlunarstefnur
þjóða,
7. Hráefni og matvæli,
Dr. Oddur Guðjónsson: 3- Gjaldeyrisviðskipti
þjóða í milli,
Eggert Kristjánsson: 4. Vernd og efling arð-
bærra fjárframlaga
(Investments).
5. Iðnreisn á nýjum
svæðum,
Haraldur Árnason: 6. Einstaklingsframtak
og verndun þess.
Nú væri það að sjálfsögðu of langt mál að
lesa hér þær tillögur nefndanna allra, sem sam-
þykktar voru fyrst í nefndunum sjálfum og svo
að lokum á allsherjarfundi allra fulltrúanna. En
til þess að gefa ykkur þó nokkurt sýnishorn af
því, hvaða andi sveif yfir vötnunum á þessai’i
ráðstefnu, vil ég leyfa mér að lesa hér í íslenzkri
þýðingu tillögur þær, er samþykktar voru í þeim
nefndum, er við Haraldur Árnason áttum sæti í.*
Af ályktununum er augljóst, hvað í nefnd-
um þesum hefur verið efst á baugi: Frelsi og
mannréttindi. Frelsi til athafna og réttur allra
til að njóta gæða lífsins. Það er afurða móður
jarðar í hollu fæði og góðu klæði og þeirra þæg-
inda, sem tæknin getur veitt fyrir árangur
mannsandans.
En verzlunarmálaráðstefnur eru ekki löggjaf-
arþing. Þær láta aðeins í ljósi skoðun sína og
óskir. Það er svo starf fulltrúa hvers lands að
koma þeim á framfæri við stjórn sína, afla þeim
þar skilnings og brautargengis. Lokaárangur
slíkra „þinga“ er því undir ríkisstjórnum hverr-
ar þjóðar kominn- En þótt svo að hann verði
enginn, sem alveg eins má gera ráð fyrir nú,
*) Eins og vikiö cr að í forystugrein blaðaíns, nvun verða
skýrt frá efni þessara tillagna í nœsta blaði. Ritstj.
5