Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.01.1945, Qupperneq 6
eins og á „friðarþinginu" 1939, þá er ekki þar með sagt, að unnið sé fyrir gýg. Að minnsta kosti verð ég að telja vafasamt, að nokkur full- trúanna sjái eftir þeim tíma og fé, er hann eyddi til þess að geta sótt fundi þessa. Þar sem blaðamenn fengu ekki aðgang að nefndarfundum, gátu menn óhræddir og í ein- lægni rætt vandamál sín af gagnkvæmum skiln- ingi og vinarhug. Persónuleg sambönd, sem myndast á slíktim fundum, vara oft ævilangt. Mér komu í hug orð Gunnars Nielsen ritstj., er var í hópi hinna 9 blaðamanna, dönsku, sem heimsóttu land vort 1939. Hann hafði ferðazt um landið með félögum sínum og hinum íslenzku starfsbræðrum, og nú féll það í hans hlut að halda ræðu í Þrastarlundi. Hann sagði: „fsland á nú hér eftir ekki aðeins einn sendiherra í Danmörku, heldur 10.“ Ég er sannfærður um það, að engin þjóð af þessum 52, sem þarna áttu fulltrúa, hefir verið svo illa skipuð, að hún hafi ekki eignazt nýjan sendiherra í einhverju landi. Þetta er oft sá mesti og bezti árangur, sem næst á slíkum ráð- stefnum. Mrs. Vanderbilt í húsnæðishraki. Nú langar mig til að lesa fyrir ykkur kafla úr bréfi, sem ég skrifaði kunningja mínum frá New York. Það eru örfáar augnabliksmyndir þaðan: „Ég er nú búinn að vera hér miklu lengur en ég ætlaði, en sé þó ekki eftir því. Hér er margt merkilegt að sjá og mörgu nýju að kynnast. Ameríka er fyrir mér nýr heimur- Hér hefi ég liitt rnarga hina ágætustu menn. En það, sem ég dái mest, er hið brosandi fólk. Hvar sem ég kem og um hvað sem ég spyr, er mér ávalt svarað með brosi, hlýlegu og vinalegu. „Keep smiling“ er ekki aðeins orðtak í þessu landi, heldur. veruleiki. Og það er ómetanlega góður siður. Það hefur ekki aðeins áhrif á þann, sem brosað er til, heldur einnig á þann, sem brosir, því það fer varla hjá því, að brosið sé endur- goldið. í mínum augum er Ameríka því hið „Brosandi land“. Hinu ber svo ekki að leyna, að þrátt fyrir hina brosandi menningu, kunni hér enn að slæðast einhverjar leifar af hreinum „negra-kultur“, en sleppum því. Ameríka er í 100% hernaði. Hver sér það hér í New York? Ég, sem kom frá Reykjavík, gleymdi því eftir viku dvöl hér, að heimsstyrj- öld geisaði. Að vísu er hér lítið um smjör, og molasykur sést ekki. En þetta er aðeins á yfir- borðinu. Ég hefi hitt hér tvenn hjón, sem eiga sinn soninn hvor, liðlega tvítuga, og eru báðir í stríðinu og koma ef til vill aldrei heim aftur. En þetta sér ferðamaðurinn ekki og yfirleitt ekki unga menn. Það, sem mér fellur verst hér, er þessi taumlausi hraði á öllum og öllu. Hvað liggur á? Við erum öll á sömu leið — til grafar. Og maðurinn með ljáinn kemur venjulega nógu snemma, að flestum finnst. En ef til vill er þessi sífelldi hraði og' troðningur orðinn einn þáttur í lífi fólksins. Það getui- vart án hans verið. Þó er það einstaka maður, sem enn hefur rúmt um sig og seinagangurinn á stjórnarskrifstofum er sízt minni hér en annars staðar. Ég var nýlega í teboði hjá frú Cornelíus Van- derbilt á hinu fræga heimili hennar, 640 Fifth Ave., liúsi, sem nú á að fara að rífa. Hún barm- aði sér yfir því, að verða að flytja í íbúð, sem væri aðeins 86 herbergi. Ég sagðist skilja það og sárvoi'kenndi henni. (Hvað ég og gerði, því þetta er ekki heimili, heldur ,,Museum“.) Ég gat ekki verið að segja henni frá því, að við hefðum verið alin upp 8 systkinin í einu her- bergi í Skothúsinu, heldur ekki víst, að hún hafi þekkt Skothúsið. Ég nam staðar í bókasafninu. Ég bað bóka- vörðinn að sýna mér elztu og mei'kustu bæk- urnar. Ég spurði hann svo, hvort það gæti verið, að frúin ætti enga bók eldri en frá 1702. En þegar ég sá, lwe andlit hans fraus, sagði ég, að það væri afsakanlegt í svona ungri heimsálfu. Ég sagðist nú hafa haft gaman af að senda frúnni bók frá 1538, ef hún væri ekki að flytja í svo litla íbúð. Jæja, svona getum við látið. Er- um við ekki öll meiri og minni börn ? Ég bý hér á Waldorf Astoria, fínasta gistihúsi heimsins og nýt þess að vera „konungur einn dag“. Laugardaginn 18. nóv. er lokafundurinn hald- inn úti í Rye. Þar lögðum við, eins og margar aðrar þjóðir, fram fjölritað plagg til dreifingar á meðal fulltrúanna, þar sem við lýsum í stuttu máli starfsemi V.I., látum í ljós ánægju okkar yfir að hafa sótt þing þetta og þökkum þá gestrisni og velvild, er við mættum í hvívetna. En mánudaginn 20. nóv. var þinginu slitið með kveðjumáltíð á Waldorf Astoria í New York, sem þá var orðið bústaður okkar. f önd- vegi sat þar Thomas J. Watson og ávarpaði hann fulltrúana kveðjuorðum, þakkaði þeim komuna og ánægjulegt samstarf og óskaði þeim góðrar heimferðar, sem h já sumum væri all löng. Við Haraldur vissum þá ekki, hve langt og erfitt ferðalag beið okkar, er við urðum að halda jól á flækingi milli tveggja heimsálfa. En það er svo önnur saga. Magnús Kjaran. 6 FRJALS YERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.