Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 7
Arni Jónsson frá Múla:
Háífníræður maður mátar Aíjekin.
Framhaldsgrein inn Louis Zöllner.
Þess hefir verið getiö að Louis Zöllner var á
yngri árum mikill íþróttamaður. Hann var alla.
daga mjög grannholda, en stæltur og léttur á sér
að sama skapi. Um tíma stundaði hann mjög
hjólreiðar, enda var það mikil tízka undir lok 19.
og í byrjun 20. aldar. Var það eitt sinn að þeir
Zöllner og vinur hans einn voru saman í Porths-
mouth, en áttu báðir heima í Newcastle. Hélt
Zöllner því fram að hann gæti verið eins fljótur
að fara þá leið á hjóli og hinn með gufuskipi.
„Allright vinur“ sagði hinn „far þú á þinn hjóla
gæðing um leið og skipið fer. Ég legg undir
hundrað pund að skipið verður á undan þér“.
Svo tókust þeir í hendur og veðmálið var afgert.
Segir ekkert af ferðum veðj enda, En þegar skip-
ið renndi upp að bryggju í Newcastle stóð þar
prúðbúinn maður og allsólíkur því að hann hefði
nokkurn tíma hjólað hundruð kílómetra eftir
rykugum þjóðvegum. Hinn tók ósigri sínum vit-
anlega eins og enskum gentlemanni sæmdi, fékk
Zöllner hundrað pundin brosandi, tók í hendina
á honum og sagði „Óska þér til hamingju, vinur,
þú ert vel að þessu kominn“.
Ég veit ekki livort Zöllner lék nokkurn tíma
knattspyrnu, en hann hafði brennandi áhuga á
þeirri íþrótt. Hann var mjög lengi í stjórn
„Knattspyrnufélagsins“ í Newcastle, — New
castle Football club. — Þetta er ekki frekar en
aðrir slíkir klúbbar í Englandi, félagsskapur
knattspyrnumanna, heldur, ef svo mætti segja
knattspyrnuútgerðarmanna. í Englandi eru þeir
menn, sem hafa knattspyrnu að atvinnu all f jöl-
menn stétt og fá þeir sem framarlega standa í
íþrótt sinni geysihá laun. Nú er þa«> hverri borg
hið mesta metnaðarmál að eiga góða knatt-
spyrnusveit. Og „útgerðárfélaginu“ hið mesta
hagsmunamál að stjórnendur þess séu veiðiklær,
natnir að koma auga á efnilega menn í íþróttinni
og útsmognir að klófesta þá á undan öðrum.
Svona félög eru rekin eins og hver önnur kaup
FR.TÁLS VERZLUN
sýsla og mest undir því komið að stjórnendurnir
séu árvakrir og slyngir kaupsýslumenn. Zöllner
haföi mikla ánægju af að horfa á knattspyrnu.
En hitt var honum þó fyrst og fremst keppikefli
að klúbburinn hans hefði altaf úrvalsliði á að
skipa, svo að þeir sem héldu félagsskapnum uppi
þyrftu hvorki að bera kinnroða fyrir sinni sveit
nú vera alltaf að „spýta í byssuna“.
Til íþrótta má það sennilega teljast að vera
listaskrifari, en það var Louis Zöllner einhver
hinn mesti, enda til hans jafnað í þeirri grein.
Iíöndin var svo hreinleg, jöfn og áferðafalleg að
undrum sætti. Og skipti ek'ki máli, að því levti,
hvort hann skrifaði snarhönd í orðsins réttu
merkingu eða tók sig til og skrifaði fegurðar-
skrift. Hann var einnig mjög eftirgangssamur
um að allt sem skrifstofan sendi frá sér, svo sem
reikningar, bréf, eða hvað sem var, væri hrein-
legt. Það hafði komið fyrir framan af árum, að
hann tók nýráðna skrifara jafnvel bókhaldara
og sendi þá til skriftarkennara, ef honum líkaði
ekki handbragð þeirra eða frágangur- Ég var
alltaf á nálum að ég yrði sendur til kennslukonu
næsta dag, ao læra að skrifa. En það slarkaðist
þó einhvern veginn sí. Enda var þá mikið farið
að nota skrifvélar. En svo var líka þannig búið í
hendurnar á mönnum, að það var eins og sjálf-
gefið að vanda sig. Allur pappír, sem notaður
var, hvort sem var bréfapappír, vörureikningar,
farmskrár, eða hvað sem var, var af fínustu teg-
und, marg-falt dýrara en venjulegt er að nota á
skrifstofum.
Hálfníræður maður mátar Aljekin.
Að endingu ætla ég svo að minnast örfáum
orðum á þá íþrótt, sem lengi mun halda nafni
lians á lofti og það langt út yfir takmörk þeirrar
borgar sem ævistarf hans hefur verið unnið í
Það er skákíþróttin. Þykir mér rétt að þar tali,
þeir sem vel fróðir mega teljast í þessum efnum.
7