Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.01.1945, Blaðsíða 10
Frá aðalfundi V H Aðalfundur V. R. fór fram fimmtudaginn 30. nóv. s. 1. að heimili félagsins. Formaður félagsins, Hjörtur Hansson, setti fund- inn og bauð fundarmenn velkomna. Konráð Gíslason var kosinn fundarstjóri. Tók hann við stjórn fundarins og skipaði Baldur Pálma- son sem fundarritara. Að svo búnu var gengið til svofelldrar dagskrár; 1. Ritari las fundargerð síðasta fundar. 2. Form. félagsins flutti skýrslu um félagsstörf- in á liðnu starfsári. Er skýrsla hans birt hér að aftan. 3. GjaJdkeri húsbyggingarsjóðs, Sigurður Árna- son, las upp reikninga sjóðsins. 4. Form. veitinganefndar, Egill Guttormsson, flutti skýrslu um rekstur íélagsheimilisins. 5. Form. skemmtinefndar, Jóhann Möller, flutti yfirlit um skemmtanahöld félagsins og fjár- hagsútkomu af þeim. 6. Fyrir hönd bókasafnsnefndar gerði Hjálmar Blöndal grein fyrir ásigkomulagi safnsins og bar fram tillögu frá nefndinni um skipulagn- ingu þess. Nokkrar umræður urðu um bóka- safnið, og var að lokum samþykkt tillaga um að bókasafnsnefnd skuli taka rekstur safnsins til nákvæmrar íhugunar, sem leiði til úrbóta. 7. Gjaldkeri félagsins, Bergþór Þorvaldsson, las upp heildarreikninga félagsins. Voru þeir sam- þykktir í einu hljóði. 8. Stjórnin kom fram með tvær minni háttar lagabreytingar, sem ekki náðu fram að ganga. 9. Áður en hafizt væri handa um stjórnarkosn- ingu kvaddi formaður félagsins sér hljóðs og kvaðst ekki mundu gefa kost á sér að nýju, hvorki í formannssæti né til annarra stjórnar- starfa, þar eð hann hefði nú óslitið um 25 ára skeið átt sæti í sjórn og nefndum félagsins. Þakkaði hann öllum samsarfsmönnum sínum í stjórn og á öðrum vettvangi innan félagsins Fundarstjóri þakkaði fráfarandi form. ágætt starf í félagsins þágu. Síðan risu fundarmenn úr sætum og hylltu Hjört með ferföldu húrra- hrópi. 10. Stjórnarkosning. Oddur Helgason stórkaupm. var kjörinn form. til eins árs, með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörnir: Konráð Gíslason kaupm., endurkosinn, Guðjón Einarsson verzlm. og Pétur Ólafsson forstjóri. Lárus Bl. Guðmundsson bóksali var endur- kosinn til eins árs í stað Odds Helgasonar, sem átti sæti í stjórninni: Fyrir eru í stjórninni Ludvig Hjálmtýsson verzlm. og Baldur Pálmason verzlm. í varastjórn voru kjörnir: Gunnar Ásgeirsson stórkaupm., Sveinn Ólafsson skrifstofum. og Gunnar Magnússon verzlm. 11. Kosning nefnda: í húsnefnd: Egill Guttormsson stórkaupm., Gunnar Jónsson verzlstjóri, Oddur Helgason stórkaupm., Sigurður Árnason kaupm. og Tómas Pétursson fulltrúi. í bókasafnsnefnd: (endurkosnir): Hjálmar Blöndal fulltrúi, Lárus Bl. Guðmundsson bóksali og Páll Jóhannsson verzlm. 1 heiðursfélaganefnd (endurkosnir): Guðm. J. Breiðfjörð blikksm., Guðm. Kr. Guðjónsson verzlstj., Ilalldór Jónsson kaupm., Jón Guðmundsson kaupm. og Sigurjón Jónsson kaupm. í fulltrúaráð Verzlunarráðs íslands: I-Ijörtur Hansson stórkaupm. og Oddur Helgason stórkaupm. 12. Önnur mál Meðan á stjórnarkosningu stóð, ílutti fráfarandi formaður félagsmönnum þau tíðindi, að Thor Jensen hefði ákveðið að gefa félaginu kr. 30.000,00, sem renna skulu í sjóð þann, sem ber heitið „Námssjóður Thors Jensen“ og stofnaður var fyrir 1—2 árum með kr. 50.000,00 framlagi frá sama gefanda. Sjóður þessi er sem kunnugt er til styrktar efnilegum mönnum til náms í verzlunar- fræðum. Er hann nú að upphæð kr. 80 000,00. — Fundarmenn fögnuðu þessari fregn með dynjandi lófataki. I lok fundarins kom fram svohljóðandi tillaga frá Ágústi Ármanni: „Aðalfundur í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, haldinn 30. nóv. 1944, lýsir megnri óánægju sinni yfir þeirri ráðstöfun fráfarandi ríkisstjórnar að heimila Viðskiptaráði að veita fámennum flokki manna' einkaleyfi á innflutningi vefnaðarvöru til landsins frá Bandaríkjunum. — Skorar fundurinn jafnframt á núverandi ríkisstjórn að kippa þessu í lag aftur hið bráðasta og gefa þessa verzlun al- gjörlega frjálsa.“ Tillaga þessi var samþykkt að undangengnum töluverðum umræðum. Lauk síðan fundi. 10 FRJAJ.tí VEKZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.