Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.01.1945, Qupperneq 21
leit að nýjum ritstjóra. Tókst henni að lokum, eftir að hafa þreifað nokkuð fyrir sér, að fá Bárð Jak- obsson, lögfræðing, til að taka að sér ritstjórnina. Hafði hann svo starf þetta með höndum þar til síðla júlímánaðar, er hann sagði starfinu lausu, vegna brottflutnings úr bænum. Hafði hann þá ann- azt ritstjórn á 1.—6. tbl. Var þá aftur reynt að koma auga á nýjan ritstjóra, en án árangurs. En þar eð mál þetta var mjög aðkallandi, varð það að samkomulagi innan ritnefndarinnar, að formaður hennar, Einar Ásmundsson, lögfr., er áður hafði verið ritstjóri blaðsins, annaðist útkomu þeirra 6 tölublaða, sem eftir voru að koma út á árinu 1944, með aðstoð ritnefndar. — Nú hefur það atvikazt þannig, bæði vegna sumarleyfa í prentsmiðjum allan ágústmánuð og fram í september, og prentara- verkfallsins, er hófst 1. október og stóð yfir allan þann mánuð, — að útkoma blaðsins hefur tafizt úr hófi fram, svo að vafi er á að hægt verði að koma út á þessu ári meiru en þeim 4 tölublöðum, nr. 7 —10, sem eru að verða tilbúin til prentunar og koma út í einu lagi. — Hér er því um þau atvik að ræða, scm ekki verða umflúin og við verðum að sætta okkur við. Viðvíkjandi þeirri hlið félagsstarfseminnar, sem snýr að viðhaldi, verklegum framkvæmdum og öðrum kostnaði varðandi húseignina, félagsheimilið og starfsemi félagsins í heild, munu hinar starfandi nefndir gefa skýrslur um afkomu hverrar greinar fyrir sig og gjaldkeri lesa upp heildaryfirlit yfir fjárhag félagsins. Frh. af bls. 9. Louis Zöllner tók viö forsæti skáksambands Norðymbralands af hertoganmn af Norðymbra- landi. Zöllner hefir gefið hinn afburða fagra verðlaunagrip, sem hér fylgir mynd ?.f. Er betta. farandgripur og taflkongur Norðymbralands hverju sinni handliafi hans. Þegar við förum að athuga skákirnpr, sem hann hefir teflt, þá verð- ur þar fyrir okkur víkingsandi og ævintýralund. Skyldu skákirnar, sem tefldar eru í dag, koma, mönnum eftir fimmtíu ár fyrir sjónir með jafn dýrðlegri dirfsku, slíkum leik að ótrúlegustu flækjum. Ilugsi hver sitt! Tlér birtist skákin. milli Zöllners og Aljekine. f næsta blaði verða birt eitt eða tvö sltákdæmi til viðbótar“. EVANS-BRAGÐ Hvítt: Aljelcine. Svart: L. Zöllner. 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl—f3, Rb8—c6; 3. B— c4, B—c5; 4. b2—b4, BXp; 5. 0—0, d7—d6; 6. d2—d4, pXp; 7. RXp, R—f6; 8. B—b2, 0— FRJÁLS VERZLUN 0; 9. R—f5, BXR; 10. pXB, H—e8; 11. R—c3, R—e4; 12. B—b4, B—c5; 13. h2—h3, h7—h5; 14. K—hl, D—d7; 15. f2—f4, R—f6; 16. g2-g4, H—e3 ; 17. K—g2, h5—h4; 18. R—a5, D—e7; 19. RXB, pXR; 20. H—f2, H—g3+ ; 21. K— h2, D—e3; 22. D—fl, I4Xp+; 23. DXH, DXH+; 24. K—hl, R—e4; 25. D—g2, DXf4; 26. H—el, R—g6+ ; 27. K—gl, H—d8; 28. f5 —f6, H—d7 og vinnur. Rakarar voru í svo miklum metum hjá Forn- Rómverjum, að þeir reistu glæsilegan minnisvarða til heiðurs þeim manni, sem fyrstur lagði stund á rakstur sem atvinnugrein. En rakaraiðnin á sér lengri forsögu. Sagt er, að Filipus Makedoníu-kon- ungur hafi tekið það mjög nærri sér, að sjá her- menn sína keyrða niður á skegginu, enda auðveld- aði það f jandmönnunum allar hernaðaraðgerðir. Af þessum ástæðum skipaði hann fasta menn til að sjá um að allur herinn væri skegglaus. Rakara- iðnin var, sem sagt, í upphafi innleidd af „hernað- arlega mikilvægum" ástæðum. „FRJÁLS VERZLUN” Utgefandi: Verzlunarinaimafélag Reykjav íkur. Formaffur: Oddur Helgason. Ritstjóri: Jónas Árnason. Ritnefnd: Einar Ásmundsson, Pctur Ólalsson, Baldur Pálmason, Ivar Guðinundsson, Lúðvíg Hjúlmtýsson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík, Sínii 5293. fsaloldaritrenlsmiSja h/f. 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.