Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 1
íslenzkir stórkaupmenn haia langflestir að-
setur sitt í Reykjavík, og er það í sjólíu sér
ofur skiljanlegt, enda þótt vafalaust vœri œski-
legra að þeir veldu sér samastað á öllum að-
alhöfnum landsins, fleiri en einn eða tveir í
stað. En til þess þurfa að breytast til batnaðar
skipagöngur til landsins og frá, og það er blátt
áfram lífsnauðsyn héraðanna og réttlœtiskrafa
þeirra, að siglingum flutningaskipa vorra verði
komið í það horf, að þau séu fermd og affermd
á helztu höfnum landsins, án þess að vörun-
um sé umskipað í Reykjavik. Þetta er eitt af
mestu hugarmálum þriggja landsfjórðunga,
og virðist vera rammasta ósvinna að standa
gegn því og hafast lítt eða ekki að.
Fyrir utan fjárhagshliðina er sá mikli ókost-
ur við núverandi fyrirkomulag í þessum efn-
um, að hœtt er við að kaupsýslumönnum í
Reykjavík sjáist yfir eða gleymist hinar sérstöku
þarfir sveitanna, sem enn eru nœsta frábrugðn-
ar kröfum hins nýja og hraða tima borgar-
lífsins. Séu veruleg brögð að þessu, hlytur
svo að fara, að heildsalastéttin bíði álitshnekki,
enda þótt að einhverju Ieyti megi kenna inn-
flutningsyfirvöldunum um ástandið. Stórkaup-
menn munu líka hafa af þessu beinan fjárhags-
legan óhag, þvi að það dregur óhjákvœmi-
lega úr öðrum viðskiptum jafnframt og fleygir
þeim í fang kaupfélaganna, sem standa betur
að vígi gagnvart Samb. isl. samvinnufélaga
en kaupmenn gagnvart heildsölum til útveg-
unar á þeirri vöru, sem sveitafólkinu hentar.
Það er t. d. ávirðing á innflytjendur, SÍS þó
allra frekast, að sveitafólkið skuli þurfa að sitja
í myrkrinu á vetrum, af því að hvergi er að fá
olíulampa, lampaglös eða kveiki, eins og raun-
in mun sumstaðar hafa verið í vetur sem leið.
Að þessari vinsamlegu bendingu skulu hag-
sýnir kaupsýslumenn hyggja.
Frá þvi striðinu lauk, hafa verið mikil brögð
að því, að útlendingar hafi leitað vinnu hing-
að til lands og fengið leyfi stjómarvaldanna
til að stunda hana. Alloft hafa þetta verið góð-
ir kunnáttumenn í ýmsum sérgreinum, svo
reynzt hefur ávinningur að fá notið starfskrafta
þeirra, því að hörgull er víða á mannafla. Get-
ur þetta timarit sem bezt minnst eins manns
úr þessum hópi. Það er danskur prentari, sem
um tvö ár hefur unnið að vélsetningu blaðsins
og leyst verk sitt af hendi með mestu ágœtum,
nákvœmni og smekkvísi. enda þótt prentiðnin
krefjist eflaust mun meiri árvekni aí útlending-
um en flest önnur iðnfög. Á hinn bóginn hafa
œrið margir þeirra, sem hér hafa fengið at-
vinnu reynzt liðléttingar og ónytjungar eða orð-
ið til að bola íslenzku fólki frá vinnumarkaðinum.
þótt þeir raunar hafi verið hœfileikum búnir.
Verzlunarstéttin hefur ekki farið öldungis
varhluta af ásókn útlendra manna, þó að henn-
ar hafi þar gœtt mun minna en í mörgum
^öðrum greinum. Þessvegna hefur Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur nýlega ritað félags-
► málaráðuneytinu og atvinnuleyfanefnd bréf,
þar sem eindregið er hvatt til stöðvunar á inn-
r flutningi útlendra til verzlunarstarfa. Vœnt-
“ anlega verður þessi réttmœta ósk félagsins
fyllilega tekin til greina, en sjálfsagt er samt
U
að verzlunarfólk sé vel á varðbergi um þetta.
^Að undanförnu hefur orðið mikill samdráttur
í verzlunarrekstri og mörgu ágœtlega starf-
»hœfu fólki verið sagt upp vinnu þessvegna.
£ Það nœr þvi ekki nokkurri átt að erlendir menn
"'gíni yfir þeim stöðum, sem til kunna að falla
pendrum og sinnum. Kaupsýslumenn verða líka
t að minnast þess, að þeim ber, samkv. samn-
£ingsskráðum bókstai, að ráða til sin félags-
febundið verzlunarfólk öðrum fremur. Undan-
"brögð frá því eru refsiverð.