Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 4
millj. kr. 1. Námskostnaður ............................. 6.0 2. Ferða- og dvalarkostnaður ............... 3.5 3. Sjúkrakostnaður ........................... 1.5 4. Vinnulaun ................................. 1.0 5. Eignayfirfærsla ........................... 0.1 6. Afborganir og vextir af lánum (annarra en bæjarfélaga) .............................. 7.0 7. Skipaleiga (fragt) ....................... 25.0 8. Tryggingar ............................... 17.0 9. Skipaviðgerðir ............................ 4.5 10. Umboðslaun ................................ 1.6 11. Vegna Bernarsambandsins ................ 0.3 12. Önnur gjaldeyrisleyfi ...................... 2.0 13. Til sendiráða, og aðrar ríkisgreiðslur . . 6.5 14. Ymsar greiðslur (án leyfa) ................ 8.0 15. Óviss gjöld, sem fjárhagsráð ráðstafar síðar 6.0 Samtals 90.0 Frá dregst: Áætlaðar duldar tekjur......... 59.0 Gjöld umfram tekjur ................. 31.0 Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að fram- an, er heildaráætlun ársins 1949 fyrir vöruinnflutning ............... millj. kr. 386.5 — duldar greiðslur umfram tekjur — — 31.0 Alls millj. kr. 417.5 Árið 1948 var heildaráætlunin kr. 389.3 millj. Kemur hækkunin frá áætlun síðasta árs einkum fram í því, að ríflegar hefur verið áætlað í flest- um neyzluvöruflokkum. I greinargerð fjárhagsráðs fyrir áætluninni segir að öðru leyti á þessa leið: Innflutningsáætlun þessi fyrir árið 1949 er gerð eftir sömu grundvallarreglum og áætlun s.l. árs, að því leyti að hún er áætlun um innflutn- ings- og gjaldeyrisþörf ársins. Hún segir því ekki til um væntanlegar leyfisveitingar, þ. e. útgefin innflutnings- og gjaldeyrisleyfi á árinu, því að inn á hana koma framlengingar levfa frá s.l. ári, og á hinn bóginn færist nokkuð af leyfisveiting- ttm þessa árs yfir til hins næsta. Þegar áætlun er gerð um innflutningsþörf, verður að styðjast við almennar staðreyndir, s. s. fólksfjölda, gildandi skömmtunarreglur, báta og skipastól á veiðum, framleiðslumagn, fyrirfram ákveðna fjárfestingu o. s. frv. Þá hefur verið höfð hliðsjón af meðalinnflutningsmagni s.i. fimm ára, samkv. verzlunarskýrslum hagstof- unnar. En nrest hefur verið stuðst við innflutnings- áætlun ársins 1948 og það, sem í ljós hefur kom- ið við framkvæmd hennar. Sú áætlun var að vísu frumsnríð, en In'-n stóðst þó í meginatriðum, og samning hennar og framkvæmd hefur því orðið gagnlegur undirbúningur þessa starfs. Sérstak- lega er vert að gefa því gaum, hve mikil gjald- eyrissala var á árinu í hverjum flokki, því að lrún fer næst því að sýna vörukaupin á árinu og er því hliðstæðust áætluninni, eins og hún er hér upp sett. Eftir þessum leiðum hefur tekizt að nokkru leyti að ákveða magn innflutningsins, í stað þess að í áætlun fyrra árs \'ar að langmestu leyti áætlað verðið eitt. Verðupplýsingar eru hér fengnar frá innflytjendum, sem flutt hafa vör- urnar inn nýlega, eða haft ný verðtilboð, og hef- ur upplýsingasöfnun verið hagað þannig, að verðsamanburður fengist. Eins og á s.l. ári hefur verið ákveðið að fram- kvæma áætlun þessa í þremur áföngum, þannig að heimildir til viðskiptanefndar verði miðað- ar við tímabilið janúar—apríl, maí—ágúst og september—desember. Eru ástæður til þess þær sömu og þá, að fylgjast. með afkomuhorfum og gjaldeyrisöflun og liaga innflutningnum eftir því. Hér að framan hefur verið gerð nokkuð ná- kvæm gxein fyrir áætlun fjárhagsráðs um inn- flutningsviðskiptin á þessu ári og önnur gjald- eyrisútlát. Trúlega þykir mörgum kaupsýslu- mönnum naumt skammtað í sumurn vöru- flokkum, en í þessu gjaldeyrisharðæri, sem nú ríkir, getur enginn búizt við að fá sína voð fullmælda og verður ekki svo fyrr en tekið er í tauma verðþenslunnar og hamlað móti storm- inum, í stað þess að láta lirekjast æ lengra út í foræðin. Þegar það er fram fengið, má aftur fara að vænta liinna heilbrigðu tíma frjálsrar verzlunar, sem eru alger andstæða við hömlu- búskap þann og spillingu, sem nú einkennir allt vort ráð. Eramkvæmd innflutningsáætlunarinnar er að mestu í höndum viðskiptanefndar, og kemur nú til kasta hennar að deila skammtinum rétt- látlega út til innflytjenda. Það er vandasamt og oft vanþakkiátt verk, og fylgir því mikill trún- aður, sem ekki má bregðast. 48 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.