Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 8
ISLENZKUR DJOÐARBUSKAPUR
________________Fjárhagsþáttur
eftir
Þjóðarbúskapur, eða atvinnulíf þjóðarinnar,
eins og hann venjulega er nefndur í daglegu
máli, er heildarheitið á öllum atvinnurekstri eða
starfsemi allra fyrirtækja innan marka einnar
ríkisfieildar og þá einnig á höfum úti. — Þjóðar-
búskapur Islendinga er því rekinn á um 6000
bújörðum, 600 fiskiskipum, 1400 verzlunarfyrir-
tækjum, 800 iðnaðar- og iðjufyrirtækjum, 25 far-
skipum og fjölda fyrirtækja í öðrum greinum.
Oll eru þessi fyrirtæki beint eða óbeint þátt-
takendur í framleiðslunni, því að framleiðsla er
sérhver aukning á nytsemi, hvort sem hún fer
fram með því að afla hráefna úr skauti náttúr-
un-nar, breyta formi þeirra, koma hinni fullunnu
vöru á neyzlustaðinn, eða á annan hátt. Fram-
Jeiðslan ein er þó ekki tifgangur búskaparstarf-
seminnar, lieldur er Jtað neyzlan, sem er loka-
markmiðið, og framleiðslan, svo þýðingarmikil
sem lnin er, aðeins nauðsy-nlegur undirbúningur
þess, að menn fái þörfum sínum fullnægt.
Menn taka því þátt í þjóðarbúskapnum til
[jcss að fá fyrir það tekjur. Tekjurnar eru sant-
kvæmt. eðli sínu mismunanadi, og nefnum við
þær eftir uppruna þeirra ýmist verkakaup, fjár-
rentu, jarðrentu, liagnað eða öðrum nöfnum.
Samanlagðar tekjur allrar þjóðarinnar eru nefnd-
ar þjóðartekjur. Þær eru fundnar með því að
leggja saman árlegar tekjur allra lifandi persóna
í landinu og persóna að lögum, svo sem hlutafé-
faga, samvinnufélaga, og annarra fyrirtækja, sem
einhverskonar sameign er um.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að
áætla þjóðartekjur íslendinga. Til dæmis áætl-
aði skipulagsnefnd atvinnumála þjóðartekjurnar
árið 1935 uni 100 milljónir króna. — Nýlega fief-
ur Hagstofan birt áætlun sína um þjóðartekjur
íslendinga árið 1946 og komizt að þeirri niður-
stöðu, að þær lvafi verið um 1025 milljónir króna.
Athugun þessi er byggð á skattaframtölum
manna, og ]>á áætlaðar tekjur þeirra, sem eru
Birgi Kjaran
fyrir neðan skattskyldulágmarkið. Telur Hag-
stofan þó líklegt, að þessi áætlun um þjóðartekj-
urnar sé of lág.
Samkvæmt þessum tölum æt.tu þjóðartekjur ís-
lendinga í krónum að hafa tífaldazt á röskum
tíu árum. Aukningin á krónutölunni er þó eng-
inn mælikvarði á notagildi teknanna fyrir þjóð-
ina, vegna þeirra miklu breytinga, sem orðið
Iiafa á verðlagi og kaupmætti peninganna á þessu
tímabili. — Ýmsar aðrar merkilegar breyti-ngar á
þjóðartekjunum munu liafa átt sér stað á sama
tíma, sérstaklega þó á tekjuskiptingunni. Tel ég
t. d. líklegt, þótt ég haf'i ekki töluleg sönnunar-
gögn fyrir því, að veruleg tekjujöfnun hafi átt
sér stað á þessum árum, og er mér nær að halda
að meiri tekjujöfnuður sé nú hér á landi en
víðast hvar annarstaðar.
Þjóðartekjurnar á hverjum tíma ákvarðast af
því, hversu mikil framleiðsla-n er, og af því, iivaða
verð fæst fyrir hinar framleiddu vörur. Til þess
að auka framleiðsluna og þá um leið þjóðartekj-
urnar, skipta þegnarnir með sér verkum og
mynda atvinnuvegi, atvinnugreinar og starfsslétt-
ir. Fer hér á eftir atvinnuskipting íslendinga
eins og hún var árið 1940, en það eru síðustu
handbærar tölur um þetta efni. Á því ári höfðu
30,6% þjóðarinnar framfæri sitt af landbúnaði,
21,3% af iðnaði, 15,9% af fiskveiðum, 8,7% áf
samgöngum, 7,2% af verzlun, 5,8% af opinberri
þjónustu, 5,3% af persónulegri þjónustu og
5,2% óstarfandi.
Á síðustu áratugum hafa verið talsverð brögð
að því, að fólk flyttist úr frumframleiðslunni,
sjávarútvegi og sérstaklega þó landbúnaðinum,
yfir í þá atvinnuvegi, sem viinna að því að form-
breyta hráefnum eða dreifa fullunum vörum,
þ. e. a. s. í iðnaðinn, verzlun og samgöngur.
52
FRJÁLS VERZLUN