Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 9

Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 9
Hafa ýmsii' talið þróun þessa geigvænlega og haldið því fram, að ofþensla væri komin i suma atvinnuvegi af þessum ástæðum. Enginn dómur anir, hásetum, svo og starfsmönnum og daglauna- skal á það lagður hér, en á hitt vil ég benda, að fyrirbrigði þetta er ekkert sérkenni fyrir ís- lenzkan þjóðarbúskap, lreldur hefur þetta verið almenna reglan í flestum öðrum löndum á svip- uðu stigi efnahagsþróunarinnar. Tölur, sem ég lief séð frá Danmörku og fleiri nágrannalöndum, að vísu ekki nákvæmlega frá sama ári, sýna, að heldur hærri hundraðshluti íbúa þeirra landa hefur framfæri sitt af verzlun og flutningum en á sér stað hérlendis. Einnig má benda á, að í Bretlandi er tala þeirra, sem framfæri sitt hafa af starfsgreinum, sem tengdar eru blaðaútgáf- unni, hærri en þeirra, sem lifa af skipabyggingar- iðnaðinum, og eru Bretar þó mesta skipabygg- ingaþjóð í heimi. Vert er og að athuga það, að höfðatalan ein segir lítið til um þýðingu eða l'ramleiðslugetu hinna einstöku atvinnuvega, eins og sjá má af því að á sama tíma og þeim, sem vinna landbúnaðarstörf, hefur farið fækk- andi hér á landi, þá hefur landbúnaðarfram- Jeiðslan stóraukizt, vegna vaxandi vélanotkunar og aukinnar framleiðslutækni. Hafi á annað borð hlaupið ofvöxtur í ein- hverjar starfsgreinar liér á landi á síðustu árum, er sjálfsagt helzt því um að kenna, að reynt hefur verið að gera ýms hinna almennu viðskiptalög- mála óvirk, en slíkt getur hæglega af sér ýmis- konar vanskapnað í atvinnulífinu. Þjóðartekjunum er aðallega varið með tvenn- um hætti, til kaupa á neyzluvörum og til fjár- festingar. Með neyzluvörum er átt við vörur, sem neytt er fljótlega eftir að þær hafa verið framleiddar, eins og t. d. matvæli og fatnaður. Ráðstöfun neyzlufjárins fer að langmestu fram í gegnum heimilin. Það eru húsmæðurnar, sem gera kaupin á fatnaðinum, matvælum og ýmsum öðrum neyzluvörum. A Islandi eru um 24.000 fjölskylduheimili, auk einbýlisfólks og félags- heimila. Ég hef látið mér detta í hug, án þess að ég viti til að slíkt hafi verið rannsakað, að þær 24.000 íslenzku húsmæður, sem veita heirn- i'lum þessum forstöðu, ráðstöfuðu a. m. k. 30% af þjóðartekjunum eða um 300 milljónum króna á ári. Má af því rnarka, hversu þýðingarmikið lilutverk húsmóðirin vinnur sem nokkurskonar gjaldkeri þjóðarbúsins, og að undir hagsýni, sparsemi og nýtni íslenzkra húsmæðra er afkoma þjóðarinnar að verulegu leyti komin. Jafnframt ætti það og að vera ljóst, að nútíma tæki, sem auðvelda heimilisstörfin og auka betri nýtingu matvæla á heimilunum, eru engu síður nauðsyn- leg en til dæmis vélar, sem auka framleiðsluna sjálfa. Nokkur hluti af þjóðartekjunum er ekki not- aður til kaupa á neyzluvörum, heldur lagður til hliðar og sparaður, eins og það er kallað. Síðan er fé þetta undir eðlilegum kringumstæðum, ým- ist af eigendum þess eða fyrir milligöngu láns- stofnana, notað til fjárfestingar, til kaupa á vél- um, farartækjum og byggingum. Ef vel á að vera verður að vera jafnvægi milli sparnaðarins og' fjárfestingarinnar. Fjárfestingin er þjóðarbú- skapnum nauðsynleg til þess að hægt sé að við- halda og auka neyzluna og framleiðsluna. Og þjóð eins og íslendingar, sem fjölgar nú árlega um 2500 manns, þarf að auka framleiðslu sína hlutfallslega að sama skapi, ef lífskjör manna eiga ekki að versna. Fjárfesting þjóðarinnar og öflun hennar á varanlegum neyzluvörum, eins og fatnaði og inn- anstokksmunum, verða til þess að hjá þjóðinni myndast eignir, eða það sem við köllum þjóðar- auð. Með þjóðarauð er átt við samanlagðar allar eignir þjóðarinnar, þ. e. a. s. samanlagt allt land- verð, húsaverð, verðmæti skipastóls, símakerfis, hafnarmannvirkja, vatnsveitna, raforkuvera, bú- penings, verkfæra og véla, bifreiða, fatnaðar, innanstokksmuna, vörubirgða, krafna lands- manna erlendis og gullbirgðir, ef einhverjar eru, og ýrnsar fleiri verðmætar eignir, sem of langt mál yrði að telja hér upp. Fyrsta tilraunin til eignakönnunar hér á landi var gerð fyrir um það bil 850 árum. Var hún gerð árið 1097 af undirlagi Gissurar biskups Is- leifssonar. Og segir svo um það í íslendingabók: „var þat í lög leitt, að allir menn tölðu og virðu allt fé sitt og sóru, að rétt virt væri, hvárt sem var í löndum eða lausum aurum, ok gerðu tíund af síðan“. — Síðar hafa nokkrum sinnum verið gerðar tilraunir til þess að meta þjóðarauð Is- lendinga. Fyrst af Jóni Þorlákssyni í bók hans Lággengið, sem út kom árið 1924. Árið 1930 fékk milliþinganefnd í skattamálum Indriða Einars- son hagfræðing til þess að áætla þjóðarauðinn fyrr og síðar. Reiknaðist lionum svo til, að um 1880 myndi þjóðarauðurinn liafa numið 33 millj- ónum króna, en árið 1930 vera kominn upp í 373 milljónir. FRJÁLSVERZLUN 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.