Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 12

Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 12
hafi á síðastliðnu ári farið nokkuð í hina sömu farvegi og árið á undan og í öllum meginatrið- um verið með sama fyrirkomulagi. Vonir ein- staklinganna um að losað yrði um ýmsar hömlur á útflutningsverzlun hafa ekki rætzt. Svipað má segja um innflutningsverzlunina, en þó hefur allt til þessa verið rík ástæða til þess að halda, að hún gæti færzt á eðlilegri braut- ir en verið hefur. Þar á ég fyrst og fremst við, að viðurkenning fjárhagsráðs hefur fengizt fyr- ir því, að ekki væri i'ært, að lengur héldist það mikla ósamræmi, sem orðið var í innflutningn- um á milli þeirra vara, sem almenningur notar í daglegum búskap og hinna, sem nefndar hafa verið „kapital“-vörur. Skorturinn á brýnum notavörum almenning var og er enn tilfinnan- legur og það má hiklaust segja, að í svo góð- um gjaldeyrisárum og verið hafa undanfarið, þrátt fyrir ýms áföll, þá var ekki á nokkurn hátt fært að láta það haldast við, að ekki væri lands- mönnum séð fyrir nauðsynlegum erlendum varn- ingi til fæðis og klæðis. V.í. hóf markvisst starf til að fá þessu breytt, og það starf leiddi til þess, að í innflutningsáætlun þessa árs, hefur fengizt viðurkenning fjárhagsráðs á því, að stefnubreyt- ing skyldi nú verða í þá átt, sem tillögur V.f. hnigu að. Viðskiptin innanlands eru reyrð í sömu höftin og fyrr, og sést lítið rofa til í því efni. Að hálfu V.í. hafa verið bornar fram ákveðn- ar óskir og tillögur, og enn eru þau mál öll til stöðugrar athugunar og þeim fylgt eftir. En við- skiptin innanlands fara eðlilega mjög eftir því livert frelsi er í öðrum greinum verzlunarinn- ar, þar er því raunverulega við sömu meginörð- ugleika að fást. Okkur þykir að vonum illt á það að horfa, að á sama tíma, sem ýmsar nágrannaþjóðir okk- ar losa um skömmtun og önnur höft á innan- landsverzlun sinni, þá skulum við fremur herða á böndunum heldur en hitt. Þetta finnst okkur því óeðlilegra, ef á það er litið, að þessar þjóðir áttu um sárt að binda eftir styrjöldina og virtust á ýmsan hátt hafa fremur lakari aðstæður en betri til þess að koma verzlunarmálum sínum í eðlilegt horf aftur, held- ur en við íslendingar. Örðugleikar iðnaðarins eru nátengdir við- skiptakreppunni. Innflutningshöft og aðrar tálmanir þess opinbera hafa komið hart niður á iðnaðinum. Hann hefur búið við skort á hrá- efnurn og skort á fjármagni. Framkvæmdadug- ur iðnaðarmanna hefur verið hnepptur í fjötra með neitunum um opinber leyfi og fé til margs þess, sem iðnaðarmenn hafa viljað gera. Á tímum mikillar óvissu er oft erfitt að marka fastar stefnur í málum. En þótt mikil óvissa sé um alla afkomu verzlunar og iðnaðar á kom- andi ári, hlýtur V. í. að halda einbeittlega áfram þeirri viðleitni sinni að gera tillögur um bætta verzlunarhætti og fylgja þeim fram. Það loka- takmark, sem aldrei má missa sjónar á, er frjáls verzlun, frjáls verzlunarstétt og frjáls iðnrekstur. Þótt ekki horfi vænlega í bili, eins og nú, má aldrei gleymast, að þetta er markið, sem stefnt er að og að lokum hlýtur að nást. Hallgrímur Benedik tsson. ÍSLENZK MYNTSLÁTTA Framh. af bls. 51. Nr. 15. — Mynd nr. 5. — Brauðpeningur. Framhlið: Rúgbrauð — J.R.B.L. Bakhlið auð. 31 mm. — Nr. 16. — Mynd nr. 2. — Ávísun á kaffi. Framhlið: J.R.B.L. - Kaffe. Baklilið auð. 25 mm. — Þessi mynt mun hafa verið notuð á þann hátt, að er sveitamenn komu í kaupstaðinn til að verzla hjá útgefanda, var Jreim afhentur slík- ur peningur. Gátu þeir síðan framvísað peningn- um í tjaldi nálægt verzluninni og fengið sér kaffisopa á kostnað kaupmannsins. — Útgefnir af verzlun J. R. B. Lefolii árið 1900. Seyðisfjörður. Nr. 17. — Mynd nr. 8. — Framhlið: V.T. Thostrup — Seyðisfjörður. Bakhlið: Mynd af Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. 24 mm. — Ekki er mér kunnugt um gildi þessarar myntar eða á hvern hátt hún var notuð. — Gefin út af V. T. Tbostrup kaupmanni á Seyðisfirði, árið 1892. Þingeyri. Nr. 18. — Mynd nr. 10. — Brauðpeningur. Framhlið: Thingeyrarbakarí — Rúgbrauð. Bak- hlið eins og á nr. 4. 24 mm. — Gefin út af Sam- vinnubakaríinu á Þingeyri 1905. Nr. 19. Árið 1902 lét Niels Christian Gram búa til nokkrar myntir í Þýzkalandi, eins og áð- ur segir. Myntir þessar voru allar eyðilagðar, og er ekki frekar kunnugt um útlit þeirra. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, ern sem næst í réttri stærð. Sigurgeir Sigurjónsson. 56 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.