Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 13

Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 13
Brezka iSnsýningin, hin 28. í röðinni, var haldin 2.—13. maí s.l. Til hægri er Olympíu-höllin, þar sem Lundúnadeild sýn- ingarinnar hefur aðsetur. Að ofan er nýtízku eldhús frá sýn- ingunni, en uppi í horninu er mynd af íótknetti úr plasti. Brezta iðnsýningin „Export or ciie“, — sagði Sir Stafford Cripps viðskiptamálaráðherra Breta árið 1947, þegar fyrsta brezka iðnsýningin eftir stríðið var opnuð. Síðan eru liðin tvö ár, og þeir, sem fylgzt liafa með þróuninni í Bretlandi síðan stríðinu lauk, vita að þessu boðorði ráðherrans hefur verið fylgt eftir eins og framast var auðið. Þrátt fyrir harða samkeppni um hina ýinsu markaði, gjald- eyrishöft víða um lönd og allskonar erfiðleika, sækja Bretar á brattann, bæði í viðreisninni heima fyrir og uppbyggingu útflutningsverzlun- arinnar. Eins og undanfarin ár var iðnsýning brezka iðnrekendasambandsins haldin í London og Birmingham í maímánuði þ. á. Var henni sem fyrr hagað á þá lund, að vélar og þungavara var sýnd í Birmingham, en vefnaðarvara og léttari iðnaður í London. Vegna bættra flugsamgangna við England, var íslendingum að þessu sinni auðveldara en áður að sækja þessa sýningu, enda fjölmenntu íslenzk- ir kaupsýslumenn til London, meðan sýningin var opin. Mun láta nærri að nálægt 100 íslend- ingar hafi nú átt þess kost að kynna sér vörurn- ar, sem þar voru á glámbekkjum. Er það vel, því að ekkert er innflytjendum nauðsynlegi'a en fylgjast sem bezt með öllum nýjungum í fram- leiðslu í viðskiptalöndum okkar. Þegar gjald- eyrir er takmarkaður til vörukaupa, er hvað nauðsynlegast að fylgjast sem bezt með, svo tryggt sé að vel verði ráðstafað þeim litla gjald- eyri, sem veittur er til vörukaupa hverju sinni. FRJÁLSVERZLUN 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.