Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 16
En mikið er komið undir því, aS hinn rétti blær næðist á slíkt íyrirmyndar kaupmannsheimili, svo að það bæri með sér þann siðmenningarblæ og yndis- leik (Charme), sem hvíldi yfir þessum horfnu heim- ilum. — Heimili fyrstu kaupmanna frjálsrar verzl- unar á Islandi voru orðlögð fyrir gestrisni og mynd- arbrag, enda oft menningarmiðstöðvar heilla héraða. Þangað komu hændur t. d. oft dætrum sínum til CuSbrandur Finnbogason var einn af hinum gömlu forvígis- mönnum verzlunarmálanna. Hann var lengi forstjóri Fichers- verzlunar í Reykjavík og fyrsti útibússtjóri hennar í Kefla- vík. Vinsæll maður og útsjónarsamur. Hann dó árið 1899, fimmtugur að aldri. kennslu hannyrða og góðra heimilishátta hjá kaup- mannsfrúnum, enda mönnuðust stúlkurnar þar vel, en þá var ekki völ á neinum skólum. — Það féll líka í hlut kaupmannsheimilanna að taka á móti og hýsa innlenda og útlenda gesti, og eru margar frásagnir frá fyrri tímum í ferðabókum útlendinga um glæsi- legar móttökur á slíkum heimilum, t. d. getur Gemaird hinn franski þess í hinni miklu ferðabók sinni, hversu glæsilega hafi verið tekið á móti sér og fylgdarliði sínu hjá kaupmönnunum í Olafsvík og Stykkishólmi. Munirnir, sem varðveita ber. Hverju skal þá safnað í minjasafnið? Því er fljótsvarað. -— Safna skal öllu, sem hefur menningarsögulegt gildi fyrir íslenzka verzlun. Skal þar fyrst telja allskonai verzlunaráhöld, svo sem vigtir, lóð, lagarmál, kvarða o. fl Vigtir eða vogir voru notaðar af ýmsu tagi og mun nú verða erfitt að ná í þær elztu, svo sem Bátsenda- pundarann fræga, sem Skúla fógeta þótti nokkuð lak- ur forðum, en gaman hefði verið að geta haft liann til sýnis. í vörupakkhúsunum gömlu og fiskskúrun- um voru stórar vogarskálar, þar sem á var vigtað skip- pund (160 kg.) í einu. Þessar vogir voru stórar og öflugar. Á annarri vogarskálinni var trékassi, sem skippund af blautfiski var látið í, en á hini voru lóð- in. Það voru tveggja vætta lóð (80 kg.), vættarlóð (40 kg.), og svo lýsipundslóð (14 kg.), og loks punds- lóð (1/2 kg.). — Stærri lóðin voru úr járni en kopar eða eir þau smærri. — Stundum voru notaðar reyzl- ur, einkum fyrir léttari varning, og voru þær ýmist úr járni eða kopar. Slíkar reyzlur notaði ég til þess að vigta á féð, þegar ég var í fjárkaupum á fyrsta áratug þessarar aldar. Ollum þessum vogartækjum ruddu decimalvogirnar úr vegi, þegar þær komu til sögunnar, en það var ekki fyrr en á seinni hluta síð- ustu aldar. Enn mundi verða hægt að smala saman allmiklu af gömlum vogartækjum, svo sem Ióðum, reyzlum o. fl. — Á einum elzta verzlunarstaðnum á Snæfellsnesi, þ. e. í Grundarfirði, voru gömul járnlóð, ferhyrnt, og höfðu verið þar frá því á miðöldum, en þegar sá staður komst í niðurlæginguna, voru lóðin flutt þaðan. Bóndi í nágrenninu, á Eiði við Kolgrafar- fjörð, fékk þau til þess að nota fyrir sig á heyin sín, og þóttu þau tilvalin til þess, því að þar er veðra- samt og svipvinda ofan af fjöllunum. Fyrir 40 árum sagði mér maður af þessum lóðum, og einu sinni svipaðist ég eftir þeim, en þá voru þau horfin og ef- laust komin í jörð undir fornt torf við tóftarvegginn og þar mætti finna þau, ef haft væri fyrir því að grafa eftir þeim. Lagarmálin voru: Ámur af ýmsum stærðum, lag- artunnur (180 lítr.), hálftunnur (90 lítr.), heilanker (40 lítr.), hálfanker (20 Iítr.), og kútar. — Á þess- um ílátum kom allur fljótandi varningur, svo sem vínföng og málningarvökvar, en mjölið kom í tunnum af annarri gerð, sem þá voru notaðar undir saltkjöt, sem sent var út að haustinu. —■ Kornið kom laust í leslum seglskipanna. ■— Til þess að mæla með brenni- vín úr tunnum, voru höfð mál úr tini eða eir, og þá tinhúðuð að innan. Þessi mál voru í hverri búð og voru löggilt með stimpli konungs; þau voru af ýmsum stæ-ðum, frá y2 pela upp í pott. Þau minnstu voru allmikið notuð meðan brennivín var selt í snöps- um í öllum kaupmannabúðum, en sá ósómi var bann- aður með lögum Alþingis fyrir rúmum 80 árum. — Mikið er til af þessum málum enn í eigu einstakra manna, og mætti smala þeim saman með lítilli fyrir- höfn. Kvarðarnir eða alinmálin voru líka löggilt, og væri sjálísagt að þau yrðu til sýnis í minjasafninu. — Ýms minni áhöld voru notuð, t. d. lítið áhald til þess að mæla með styrkleik brennivíns. Það var kúla með staut upp úr, sem á var merki um gráðutal. Þessi 60 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.