Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 19

Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 19
Marshall-fengurinn. — Sleifarlaq og slœmt ástand. — Hið óhreina pokahorn samvinnumanna: „Timinn". — Komið við kýlin. — Fyrsti hlekkurinn brostinn. ÞANN 3. APRÍL S.L. var eitt ár liðið frá því að Marshallaðstoðin kom til framkvæmda. Á þessu fyrsla ári efnahagssamvinnu Evrópuþjóðanna hefur þegar mikið áunnizt í viðreisnarmálunum. Þjóðir, sem áður liðu skort, liafa nú nóg að bíta og brenna. Verksmiðjur, sem hættar voru framleiðslu sökum véla- eða hráefnaskorts, framleiða nú nauð- þurftarvörur eða vélar og tæki. Framleiðslan hefur aukizt og er í sumum löndum orðin jafnmikil eða meiri en hún var fyrir styrjöldina. í mörgum lönd- um er viðreisnin komin það langt, að skömmtun ýmsr- ar nauðsynjavöru hefur verið niður lögð og gjald- eyrishömlur linaðar eða afnumdar með öllu. Andstæðingar þessarar aðstoðar frá Bandaríkjunum, í öllum þátttökulöndum efnhagssamvinnunnar, héldu því fram, að með því að gerast aðilar að beinni að- stoð, væru þjóðirnar í Evrópu að ganga „auðvalds- hagkerfi“ Bandaríkjanna á hönd og yrðu háðar þeim um aldur og ævi. Að órannsökuðu máli gætu ókunn- ugir freistast til að halda að svo yrði. En staðreynd- irnar sýna nú, að slíku fer víðs fjarri. Efnahagssam- vinnan hefur þvert á móti gert Evrópulöndin stór- um óháðari Bandaríkjunum og gjaldeyri þeirra, eins og einn aðaltilgangur hennar frá upphafi var. Þessu til sönnunar má geta þess, að vöruskipti þátttöku- þjóðanna við Bandaríkin voru óhagstæð um 400 millj. dollara á mánuði hverjum fyrstu þrjá mánuði árs- ins 1947, en aðeins um 243 millj. dollara í árslok 1948. En hverju hefur Marshallaðstoðin komið til leiðar til hagsbóta fyrir íslenzku þjóðina á þessu eina ári, sem hún hefur starfað? I stuttu máli verður því svar- að þannig: ísland hefur á þessu fyrsta ári fengið 10 millj. doll- ara samkvæmt aðstoðinni, þar af 2,5 milli. dollara sem framlag án endurgjalds. Fyrir þessa uj)phæð höf- um við getað keypt margvíslegar nauðsynjar, sem við ella hefðum orðið að vera án. Við höfum fengið mat- væli og nauðsynjavörur, svo og vélar, verkfæri, land- búnaðartæki og olíur í þágu framleiðslunnar. Við höfum einig selt á vegum Marshallaðstoðarinnar framleiðsluvörur okkar fyrir tugi millj. króna og fengið þær greiddar í dollurum. þeim gjaldevri, sem okkur vanhagar mest um. En efnahagssamvinnan á eftir að hafa enn meiri þýðingu fyrir þjóðina. Víðtækar áætlanir hafa verið gerðar um ýmsar nauðsynlegar og stórfelldar fram- kvæmdir fyrir fjárframlög á vegum Marshallaðstoð- arinnar. Þessar framkvæmdir eru svo fjárfrekar á er- lendan gjaldeyri, að þær væru óhugsanlegar og of- vaxnar getu okkar nú og næstu árin, ef ekki nyti aðstoðar þessarar mikilvirku efnahagssamvinnu þjóð- anna. Við verðum að gæta þess vendilega að nota þessa aðstoð rétt, svo að hún skili landi og þjóð sem mest- um arði á komandi tímum. FJÁRHAGSRÁÐ birti loks innflutningsáætlun árs- ins um miðjan marz, og finnst flestum að fvrr hefði átt að vera. Áætlun ráðsins gerir ráð fyrir 386,5 millj. kr. inn- flutningi á þessu ári, en í fyrra var innflutningurinn 310 millj. kr. Duldar greiðslur eru áætlaðar 90 millj. kr., en á móti koma duldar tekjur, 59 millj. kr. Mis- munurinu á duldum gjöldum og tekjum er því 31 millj. kr. Alls gerir áætlunin því ráð fyrir 417,5 millj. kr. gjaldeyriseyðslu, á móti 401 millj. kr. s.l. ár. Á þessu ári er áætluð mun ríflegri upphæð til almennra neyzluvara en var 1948, enda ekki vanþörf á. Vöruskorturinn í landinu er orðinn svo alvarlegur, að til stórvandræða horfir. Fólk hefur ekki getað fengið vörur út á skömmtunarseðlana, af því að þær hafa ekki verið til. Á þessu ófremdarástandi þarf að ráða bót, sumpart strax og sumpart smám saman og stefna að því, að nóg sé til af nauðsynjavarningi í landinu, svo og að afnema sem fyrst alla skömmtun, 63 frjAls verzi.un

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.