Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 20

Frjáls verslun - 01.05.1949, Page 20
hverju nafni sem nefnist. Slíkt verður ávallt affara- sælast fyrir þjóðarheildina. Eins og málum er nú háttað, ber tafarlaust að afnema alla skömmtun á matvælum, og alla aðra skömmtun er hægt að leggja niður mjög fljótlega, ef rétt og viturlega er haldið á málunum. Þær þjóðir, sem komið hafa á hjá sér skömmtun í einhverri mynd, eru sem óðast að hverfa frá henni, og meira að segja Englendingar ganga á undan öðrum í þeim efnum. öll skriffinnska í sambandi við skömmt- unina er of seinvirk og dýr fyrir okkar litla þjóðfélag, auk þess sem hún hefur á mörgum sviðum algjörlega misheppnast. Fjárhagsráði ber að ljúka við innflutningsáætlun ársins og birta hana alþjóð strax í janúar ár hvert, svo að fyrirtæki og einstaklingar geti gert sínar ráð- stafanir eftir henni, þar sem núverandi seinlæti hnepp- ir næstum öll viðskipti í viðjar, fyrstu 3—4 mánuði ársins eða lengur. • VIÐSKIPTAMÁLIN hafa eins og kunnugt er verið mjög ofarlega á baugi á Alþingi því, sem nú er ný- lega lokið. Jafnframt hafa hatrammar árásir verið gerðar á verzlunarstéttina, aðallega af hendi nokkurra Fram- sóknarmanna, og blað þeirra „Tíminn“ látinn halda uppi skefjalausum áróðri, þvættingi og lygum í mál- um þessum. Allt er þetta gert til að villa almenningi sýn á hinni raunverulegu réttlætishlið málanna. Dag eftir dag hamrar blaðið á því, að verzlunarfrumvarp Framsóknarmanna um skömmtunarseðlakapphlaupið sé eina úrlausnin í verzlunarmálunum. Og svo mikið er í húfi fyrir flokkinn í máli þessu, að sjálfur form. flokksins, Hermann Jónasson, geysist fram á ritvöll- inn og skrifar um verzlunarmálin af sinni alkunnu þekkingu! Hann er þó svo seinheppinn, að einn af fulltrúum Alþýðuflokksins í fjárhagsráði, Óskar Jóns- son, fann sig knúðan til að reka ósannindin í grein Hermanns heim til föðurhúsanna, bæði í Alþýðublað- inu og Tímanum, vegna þess hve „mjög er hallað réttu máli“, svo að orð Óskars sjálfs séu notuð. Fram- sóknarflokkurinn veigrar sér ekki við að halla réttu máli, þegar forréttindi kaupfélagnna eru annars vegar. Sí og æ er „Tíminn“ að tönnlast á því, að verzl- unarstéttin hér í bæ sé braskaralýður, sem vilji alla uppbyggingu og framfaramátt kaupstaða og kauptúna úti um landsbyggðina feiga. Þessir menn séu í Sjálf- stæðisflokknum, sem sé flokkur gróðastéttanna, for- réttindafólkið, sem miðar hagsmuni sína við það að ódrýgja tekjur almennings sem mest! Auðvitað á að fá fólkið úti á landsbyggðinni, sem sér kannski ekk- ert annað blað en „Tímann“, til þess að trúa þessu og þess vegna sé um að gera að hampa því nógu oft framan í lesendur. Margsinnis hefur „Tíminn“ verið spurður að því í dálkum þessum, hvort hann gæti nefnt dæmi þess, að kaupmenn seldu vörur sínar dýrara verði en kaup- félögin. Ennþá hefur „Tíminn“ ekki getað svarað þessu, sem vonlegt er. Blaðið telur, að meðlimir kauj)- félaganna fái afslátt af viðskiptum eftir árið, og þessi afsláttur sé lækkun á vöruverðinu til almennings. Við skulum nú athuga þetta nánar og taka handbærl dæmi, eitt af mörgum. Aðalfundi „Kron“ hér í bæ er nýlokið. Vörusala félagsins nam 15,5 millj. kr. og tekjuafgangur varð kr. 351.066,93. Maður skyldi nú halda, að meðlimir félagsins fengju eitthvað af tekjuafganginum útborgaðan í arð. Nei, lesandi góður, því er nú ekki að heilsa. Að vísu kalla þeir það arð eða afslátt, það er að segja, 2% af ágóðaskyldum viðskiptum félagsmanna skal leggjast í stofnsjóð. Þetta er það eina, sem félags- menn heyra hvað verður um þennan afslátt þeirra, en peningana gefst þeim ekki að líta. Á máli „Tím- ans“ heitir þetta lækkun á vöruverðinu. Með frumvarpi Framsóknarmanna er eingöngu stefnt að því að skapa kaupfélögunum forréttindi, vegna ríkjandi öngþveilis í skömmtunarmálunum. Vöruskortur er og hefur verið um land allt, vegna þess að vörur hafa ekki verið til í landinu í samræmi við útgefna skömmtunarseðla. Nú ætla kaupfélögin að notfæra þennan skort sér til framdráttar, enda er það eina leiðin, sem þau sjá til að hamla móti samkeppninni við kaupmenn. Þegar engin skömmtun var á vefnaðarvöru, skó- fatnaði og búsáhöldum, gátu kaupfélögin ekki einu sinni selt það magn, er þau fengu af þessum vörum, sem þá var 10—14% af heildarinnflutningi í þeim vöruflokkum. Þá höfðu kaupfélögin sama rétt og kaupmenn í samkeppninni, en þau biðu Iægra hlut. Kaupfélögin sátu eftir með töluvert magn af þessum vörutegundum og gátu ekki selt, meðan kaupmenn seldu alla sína vöru. Fólkið trúði kaupmönnum bet- ur en kaupfélögunum til að gera kaup á þessum vör- um fyrir sig. En þegar alla skortir áðurnefndar vöru- tegundir, þá svífast forkólfar Framsóknarmanna einskis í baráttuaðferðum fvrir sérréttindahagsmunum S.Í.S. Flestir hafa fengið smjörþefinn af fyrirkomulagi því, sem Framsóknarmenn berjast fyrir að upp verði tekið, og er þá átt við seðlakapphlaupið um epla- stofnaukann hér um árið, sem þekkt er að endemum. Og að láta fjárfestingarleyfin gilda sem innflutnings- heimild er svo seinvirk og hæpin ráðstöfun, að undr- un sætir að nokkrum manni skuli detta slík regin- heimska í hug nú á tímum. Auðvitað felldi Alþingi frumvarpið. • ÞINGSÁLYKTIJNARTILLÖGUR SJÁLFSTÆÐIS- MANNA á Alþingi, Björns Ólafssonar, um minnk- aða íhlutun í atvinnurekstri landsmanna, og þeirra 64 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.