Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 28
íslcmd.
Þann 16. febr. s. 1. var undirritað-
ur viðskiptasamningur við Tékka og
gildir hann til aprílloka 1950. Gert
er ráð fyrir að viðskiptin á hvora
hlið muni nema um 30 millj. ísl. kr.
Við munum selja Tékkum ýmis kon-
ar fiskafurðir, lýsi, mjöl, gærur og
loðskinn, en fá í staðinn svipaðar
vörur og síðastliðið ár.
Vöruskiptajöfnuðurinn í marz var
óhagstæður um 5,1 millj. kr. Inn-
flutningurinn til landsins nam 27,3
millj. kr., en útflutningurinn 22,2
millj. kr.
Á tímabilinu jan.-—marz nam út-
flutningurinn 70,2 millj. kr., en inn-
flutningurinn 83,4 millj. kr., og er
því vöruskiptajöfnuðurinn á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs óhagstæður
um 13,2 millj. kr.
Á sama tíma í fyrra var jöfnuður-
inn óhagstæður um 19 millj. kr.
Nam innflutningurinn 101,1 millj.
kr,. en útflutningurinn 82 millj. kr.
Þann 13. apríl s.l. var undirritað-
ur í London viðskiptasamningur við
Breta fyrir árið 1949.
Við munum selja Bretum hrað-
frystan og ísaðan fisk, svo og nokkr-
ar aðrar fiskafurðir, síldarlýsi og
síldarmjöl.
Frá Bretlandi munum við fá ýms-
ar vörutegundir, sem venja er að
kaupa þaðan, svo sem járn- og stál-
vörur, kol o. fl., og er gert ráð fyrir
að þessi innflutningur verði ekki
minni en á árinu 1948.
Viðbótarsamningur við íslenzk-
pólska viðskiptasamninginn frá 14.
júní 1948 var undirritaður í Varsjá
2. apríl s.l. Viðskiptin á hvora hlið
samkvæmt þessum viðbótarsamningi
munu nema nálægt 10 millj. kr.
íslendingar selja Pólverjum 650
smál. af gærum og 20 þús. tunnur
af éaltsíld, en fá í staðinn 60 þús.
smál. af kolum, 600 smál. af rúgi
(ómöluðum), 3 þús. smál. af rúg-
mjöli, 1 þús. smál. af sykri og nokk-
uð af járn- og stálvörum.
Noregur.
Eins og kunnugt er varð stærsta
járnnáma landsins í Kirkenes í
Norður-Noregi fyrir mjög miklum
skemmdum í síðustu styrjöld, og var
talið vafasamt að hægt yrði að Iag-
færa hana.
Fyrir nokkru síðan var hafin end-
urbygging námunnar og verður
henni hraðað svo sem verða má. Bú-
izt er við, að vinnsla í námunni geti
hafizt á árinu 1951 og þá verði fram-
leidd 500 þús. tonn af málmgrýti,
en full nýting námunnar, 1 millj.
tonn á ári, náist ári síðar.
Utflutningur landsins á niðursoðn-
um matvælum á árinu 1948 nam
33.855 smál., að verðmæti 6 millj.
sterlp. Árið 1947 nam útflutn.
33.809 smál., og seldist fyrir 5,6
millj. sterlp.
Otflutn. síðasta árs var aðeins
minni en árið 1939. Skortur á dósa-
blikki var niðursuðuiðnaðinum fjöt-
ur um fót á s.l. ári.
}
Svíþjóð.
Svíar og Frakkar hafa nýlega gert
með sér viðskiptasamning, og er í
honum gert ráð fyrir viðskiptum,
sem nema muni um 40 millj. sterlp.
á hvora hlið.
Svíar munu m. a. selja Frökkum
pappír og pappírsvörur, trjákvoðu,
timbur, eldspýtur, kúlulegur, tæki til
námugraftrar og landbúnaðartæki.
Frakkar munu selja Svíum vín og
áfenga drykki, landbúnaðar- og ný-
lenduvörur, feiti, efnavörur, gler-
vörur, járn og stál, vefnaðarvörur,
bifreiðir og rafmagnstæki.
Bretland.
Margir brezkir útflytjendur bú-
azt við, að Norðmenn muni innan
skamms stinga upp á tollabandalagi
milli Noregs og Bretlands. Talið er,
að brezk-norsk hagfræðinefnd, er nú
situr á rökstólum til að ræða 'mögu-
leika á nánari samvinnu milli land-
anna, hafi mál þetta til athugunar
og muni koma fram með tillögu um
tollabandalag.
Bretar fluttu úr heimilisþvottavél-
ar á s.l. ári fyrir 1,1 millj sterlp.,
en árið 1938 nam þessi útflutningur
aðeins 10.500 sterlp. Nú framleiða
16 fyrirtæki í Bretlandi þvottavélar
til útflutnings, en árið 1938 var
varla hægt að telja þessa iðngrein
eiga tilverurétt, eins og útflutnings-
verðmætið það ár ber sér.
Ford-verksmiðjurnar í Dagenham
fluttu úl 3.654 traktora í febrúar s.l.
til 30 landa fyrir um 1 millj. sterlp.
Utflutningur á brezkum bifreiðum
til Bandaríkjanna minnkaði á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs frá því sem
var á s.l. ári. í jan. voru t. d. fluttar
út til Bandaríkjanna 1.845 bifreiðir,
en í des. s.l. 2.824. Framleiðendur
72
KRJÁLS VERZLUN