Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 31
SIIGHD SKILDIÍ |Líknar o. s. frv. Í arfleiðsluskrá hennar var kveðið á, að eftirlátnar eignir hennar renni í sjóð til asvo jjgþtyrktar ættingjum hennar, að undanskilinni ákveð- 'inni up])hæð, sem verða skal sjóður til styrkveiting- [T'ar stúlkum, er stunda verzlunarnám. Halldóra var "'riddari Fálkaorðunnar og hlaut þá sæmd fyrir stuðn- ing sinn við mannúðarmál ibarnlaus. Hún var ógift kona og Halldóra Ólafsdóltir kaupkona í Reykjavík lézt 28. nóv. f. á., eftir lang- varandi vanheilsu. Hún var fædd 21. maí 1861 í Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi, dóttir Ólafs Guðmundssonar bónda þar og fyrri konu hans, Karít- asar Runólfsdóttur. Hall- dóra dvaldi í föðurgarði til sevtján ára aldurs, og voru bá hvorttveggja foreldra hennar látin. Dvaldi hún þá um 10 ára skeið í Kaup- mannahöfn, fyrst við ýmiskonar nám, einkum í saumum, en síðari árin rak hún þar saumastofu. Er heim kom að þessari útivist lokinni, setti Halldóra á fót saumastofu í Reykjavík, sem hún rak allmörg ár, jafnframt því sem hún kenndi stúlkum sauma. í byrj- un fyrra heimsstríðsins keypti hún húseignina nr. 12 við Bankastræti og opnaði þar álnavöruverzlun. Veitti Halldóra henni forstöðu fram til ársins 1921, er hún gat ekki lengur sinnt starfinu fyrir veikinda sakir. Leigði hún þá verzlunarhúsið frú Ragnheiði Bjarna- dóttur, sem síðan hefur rekið Silkibúðina á þeim sama stað. Halldóra náði aldrei fullri heilsu eftir þetta, enda þótt hún gæti varizt fyrir sárasta sjúkdómsbrodd- inum svo lengi, með því að gæta ítrustu varkárni. Sýndi hún mikið þrek og skapfestu í þessum raunum sínum. Halldóra Ólafsdóttir var kona mjög vel látin, enda hafði hún til að bera margar mætar dyggðir. Hún var góðum gáfum gædd, hæglát, reglusöm og skyldu- rækin. Með ráðdeildarsemi auðgaðist hún talsvert af fé, og beitti hún margoft miklu örlæti og sýndi í því mikinn rausnarskap. Má þar tilgreina 70 þús. kr. sjóðsstofnun, er hún gaf í minningu föður síns til byggingar skólakapellu við Mýrarhúsaskóla. Auk þess styrkti Halldóra vel ýmsa félagsstarfsemi, er til þjóðþrifa horfir, var m. a. ævifélagi í Skógræktar- félagi lslands og Blindravinafélaginu. Hún var meðal stoinenda Landspítalasjóðsins, hjúkrunarfélagsins I Magnús Gu'örnundsson ■skipasmiöur í Reykjavik andaðist á heimili sínu 10. febr. s.L, og bar dauða hans brátt að. Magnús var fæddur á Úlfl jótsvatni í Grafningi 24. jan. 1888, sonur Guð- mundar Magnússonar bónda og hreppstjóra, og konu hans, Ingveldar Pét- ursdóttur. Magnús fluttist til Reykjavíkur með for- eldrum sínum árið 1901. Lagði hann fljótt stund á smíðar, því að hann var mikill hagleiksmaður sem faðir hans, er veitti syni sínum fyrstu tilsögn í iðn- inni. Að svo búnu gekk Magnús í Iðnskólann, lauk þar námi vorið 1908 og tók sveinspróf í trésmíði sama ár. Gaf hann sig eftir það að skipasmíðum. sem hann helgaði krafta sína alla tíð þaðan í frá. Vann hann fyrst í skipasmíðastöð Ellingsens og smíðaði vélbáta. Árið 1912 setti Magnús á fót eigin stöð og smíðaði á næstu þremur árum sjö vélbáta, 10—20 smál. hvern. í janúar 1915 stofnaði Magnús Skipasmíðastöð Reykjavíkur og starfrækti hana samfleytt um þrjátíu ára skeið. Árið 1916 fór hann til Danmerkur til að kynna sér skipasmíðar nánar og dvaldi ytra um tíma. Ilann fór seinna nokkrum sinum utan til að fylgjast með nýjungum í iðngrein sinni. Síðustu árin beitti Magnús sér fyrir stofnun nýrrar skipasmíðastöðvar, Skipanaust h.f., og var hann í stjórn hennar. Skipa- smíðar Magnúsar voru feiknalega umfangsmiklar á okkar mælikvarða. í stöð hans voru byggðar flestar tegundir búta, allt að 40 smál., auk þess uppskipunar- prammar, bílferjur o. s. frv. Skipaviðgerðir voru að sjálfsögðu stór þáttur í starfseminni, og svo var stöð Magnúsar stór, að hún rúmaði um 20 skip samtímis í viðgerð. Þá rak hann og viðgerðarstöð í Hafnarfirði og verzlaði um langt skeið með allskonar smíðaefni. Enn er ógetið hjörgunarstarfa Magnúsar, en fyrir þau fór af honum mikið frægðarorð. Hann náði á flot meira en 30 strönduðum og sokknum skipum af ýms- FRJÁLS VERZLUN 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.