Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 37
ÚR LEIKHUSINU Meðan við biðum a Höfurulur: JOHAN BORGEN. Ifebrúar og raarz flutti IeikfélagiS „Fjalaköttur- inn“ í Reykjavík sjónleik eftir norska rithöfundinn Johan Borgen, og vakti leikurinn mikla athygli og umtal, svo að slíks eru fá dæmi. Með tilliti til þessa og svo til hins, að margir starfskraftanna í „Fjalakettinum“ eru einmitt úr verzlunarstétt, þykir „Frjálsri verzlun“ bera vel í veiði og vill í fyrsta skipti á ferli sín- um gera ofurlitla tilraun til að lýsa því, sem fram fór á „senunni" Leikritið ..Með- an við biðum“, sem hér um ræð- ir, er samið laust fyrir heimsstríðið síðara en ber þess þó engin sérstök merki. Það gæti allt að einu verið ritað á þessu ári eða árið sem eim- vagninn var fund- inn upp. AHur at- burður leiksins fer fram í biðsal á járnbrautarstöð upp til dala. Ég segi atburður, af Jjví að andrúmsloftið í biðsalnum er að Iangmestu leyti metlað af þremur nátengdum við- horfum: ráðleysi, vonleysi og lánleysi. Boðskapur sá, sem höfundurinn flytur í þessu verki sínu, er fyrst og fremst í því fólginn, að mannkindin komist aldrei yfir um þá múrveggi, sem forlögin og sjálfskapaðir álagadómar reisa í veg hennar. Hún verður nauðug- viljug að heyja sitt lífsstríð innan þessara múra, án Jjess að fá umbreytt innsta eðli sínu eða hnikað til hespunni á þeim keng, sem nefnist köllun. í Rubaiyat stendur (þýð. M. Ásg): Einn vísifingur hreyfist, skrifar hægt en heldur sínu striki. Engri nægt af trú né speki tekst að fipa hann né tár þín geta einn stafkrók burtu fægt. Leikstjóri: INDRIÐI WAAGE. Persónurnar í sjónleiknum „Meðan við bíðum" eru einmitt slíkir óstöðvandi fingur, sískrifandi með blóði sínu — í öskuna. En höfundurinn finnur til með manneskjum sínum, og vill að hver þeirra hafi rétt til að lifa lífinu eftir eigin höfði og leita alls þess, sem hugurinn kýs, óáreittur af kreddum og hleypidómum. Sjálfur segir hann á þessa lund um Joennan leik sinn: „Það var ekki ætlun mín að lofsyngja nei- kvæði og klofnun mannssálarinnar, heldur hitt, að sýna fram á þetta, vegna þess að það er hlutverk vort að vera eins heilir og oss er unt, að horfast í augu við sannleikann og hafa samúð með manninum í öll- um hans einmana- leik.“ Fólkið, sem safnast saman i biðsalnum á brautarstöðinni er næsta sundurleitur hópur, bæði að ytri og innri gerð, er eigi að síður meistaralega sam- rýmdur í mörgu tilliti. Ókunn kona, valdsmaður, þreyttur maður, þrír leikarar (tvær konur og einn karlmaður), farandprédikari og bóndahjón. Auk þeirra bregður svo íyrir ökumanni og stöðvarstjór- anum. Ókunna konan er samvizkan sjálf holdi klædd, hin illa og góða jafnt, en verkar þó hér fremur særandi en græðandi. Hún situr í skuggsælasta horni salarins liðlangan tímann að kalla og segir fátt eitt, en er samt sem áður alltaf virk persóna, og það þótt þeir tveir, sem hafa af henni mestan beyg, gleymi þrásinnis nær- veru hennar — svæfi samvizku sína. — 1 þessu hlut- verki var frú Inga Þór'Sardóttir, og gerði hún því Hvíslarinn, þreytti ma'ðurinn og leikarinn. ERJÁLS VERZLUN 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.