Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 39
Prédikarmn, hvíslarinn, herrann, leikarínn og leikkonan. hún mjög hugfangin af framkomu og orðfæri Þreytta mannsins, án þess þó aS fá ráðið hvað fyrir honum vakir eða hverskonar maður hann er í raun og veru. —• Ungfrú Hildur Kalman var í þessu hlutverki og fór með það af látleysi og innileik, svo sem nauðsyn- legt var. Ekki verður sagt að persónan, er hún lék, dæmist mikil leikkona, enda á hún vafalaust ekki að vera það. Mér finnst fara einkar vel á því að hún sé það ekki. Með það í huga hlýtur leikur ungfrú Hildar að teljast góður, því þá er hann líka orðinn snöggt- um vandasamari. Leikarinn er hinn ráðvillti maður, sem skortir ein- urð og greind til að beita atvikin réttum fanghrögð- um. Hann ber ást til leikkonunnar og lendir í mikilli klípu, þegar honum verður ljós kennd hennar til Þreytta mannsins. Hugur hans er í uppnámi, en hann þorir ekki annað en að sitja á sér af ótta við að fremja einhver fíflskubrögð. Hvert hálmstrá er hon- um stuðningur. — í þessu hlutverki var Gu'öjón Einarsson (form. V.R.) og stóð sig með mestu prýði. Það er mjög svo erfitt, ekki sízt fvrir tiltölulega óvan- an leikara, að leiða fram þessa „týpu“ á viðeigandi liátt, svo að ekki brökkvi upp að hnokkunum. Ég tel að hlutverk leikarans sé hið þriðja vandamesta í sjón- leiknum, og því megi Guðjón og áhorfendurnir vera hæstánægðir með frammistöðuna. Hvíslarinn er hinn mildi og góði andi leiksins, sem fær þó ekki alltaf að njóta sín fyrir hinum háværu stormhvinum. — Arndís Rjörnsdóttir hlaut þetta hið góða hlutskipti og brást heldur engum í nærfærni sinni og hlýju, sem henni lætur svo afar vel að gæða þesskonar persónur. Bóndahjónin eru lítilvirkir þáttlakendur í leiknum en gefa honum þó náttúrlegra líf á vissum blettum í atburðarásinni. Veikindi og síðan dauði konunnar eru til undirstrikunar á fallvelti tilverunnar, og ótti hennar við sjúkrahúsið er ótti fjöldans við hið ókunna. — Herdís Þorvaldsdóttir og Karl Guörnundsson fóru með þessi hlutverk, sem í rauninni gera næsta litlar kröfur ti) hæfileika. svo að ekki verður nm þá dæml af þessu. ÖkumaSurinn er liinn rólyndi og staðfasti þjón- ustumaður, sem heíur gaman af að taka herra sína til prófs og gefa þeim einkunnir. Þetta er stutt hlut- verk en svo einstaklega laggott til formáls að leikn- um, að vart verður á betra kosið. — Það var heldur enginn viðvanings- eða losarabragur á )eik Alfreös Andréssonar. Hann var hnitmiðaður og rökréttur svo sem framast má. StöSvarstjórinn er minnsta hlutverkið og ekkert sér- stakt um það að segja, né heldur leik Þorgríms Einars- sonar, eða réttara sagt raddblæ, því að það eina, sem af honum sést, er nef og skegg í gegnum gat á þilinu. Leikstjórnina hafði Indriði Waage á hendi, og hætti ég mér alls ekki út í að leita að snöggum blettum á henni, af því að ég held að þeir hafi engir verið. Leiktjöldin gerði Sigfús Halldórsson, og hefur oft þyngra lagzt fyrir kappann. Ljósunum stjórnaði Hall- grímur Bachmann vel og vendilega. Tómas Guðmunds- son þýddi leikinn með heiðri og sóma. Sjónleikurinn „Meðan við bíðum“ er í hæsta máta athyglisverður að efni og frumlegur að ytra formi. Sjálfsagt er hann ekki sem hollastur bili fyrir böl- sýnismenn, því að hann er á stundum allt að því sjúk- lega tilfinningaríkur og grátlega ömurlegur. En það frýr honum samt enginn sambands við mannlífið, enda hefur Johan Borgen samið hann til umhugsunar um það og til skýringar á inngrónum meinum þess. — Leikurinn endar þegar lestin loks kemur. Fólkið tygj- ar sig til ferðar. tveir ætla hvergi að fara, tvennt er þegar komið á leiðarenda. — Ég lýk þessu spjalli með annarri tilvitnun í Rubaiyat: Ein stundarhvíld á hólma í auðnarnótt. Ein hestaskál í lífsins brunna sótt. Svo fölna stjörnur. Lestin býst á brott mót bleikri dögun einskis. —• Komdu fljótt. Ég þakka „Fjalakettinum“ fyrir minnisstætt kvöld í leikhúsinu. B. P. FRJÁLS VERZLUN 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.