Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 40

Frjáls verslun - 01.05.1949, Side 40
Bókadálkur Maxim Gorki: Barnœska mín. I. bindi. (Bókaútg. Reykholt). Þetta er stórmerkileg bók, sem engum dvlst að er listaverk, mikið og gott listaverk, enda er hún fræg- asta bók heimsfrægs höfundar. Bókin hlýtur að vera kærkomin í hendur öllum þeim, sem eru nokkuð vandlátir um, hvernig }>eir verja tíma sínum til lest- urs. Þessi útgáfa er líka að því leyti merkileg, að liún er fyrsta rússneska bókin, sem íslendingur þýðir beint úr frummálinu, en það gerði Kjartan Ólafsson hagfræðingur. — Gorki var hinn seinasti af stórskáld- um Rússa, er uppi voru á seinni hluta síðustu aldar og fram á þessa öld. Með honum hneig skáldaöld í átt á Rússlandi. Einar Asmundsson. Skeyti til Garcia, eftir Elbert Hubbard. Otg. Guðmundur Jóhannesson. Þetta er lítið kver, aðeins 29 bls., og hefur að inni- haidi blaðagrein, sem höfundurinn reit fyrir meira en hálfri öld. Enginn skyldi þó ætla að hér sé um ó- breytta grein að ræða, því að hún hefur verið sérprent- uð og gefin út á flestum tungumálum menningarþjóða. Hún er áhrifaríkur boðskapur til allra um vinnugleð- ina og skylduræknina, — og eiginlega algilda mann- rækt. Það er ekki úr vegi að taka hér upp örlítinn kafla: „Sjáið þér bókhaldarann þarna?“ sagði ráðsmaður- inn í stórri verksmiðju við mig. —- ,.Já, livað er at- hugavert við hann?“ — „Sjáið þér nú til. Honum ferst bókfærslan sæmilega úr hendi. En ef ég sendi hann út í borgina í einhverjum erindum, er vel mögu- legt að hann Ijúki þeim eins og vera ber, en líklegt er að hann komi við í einu eða tveimur kaffihúsum á leiðinni og sé svo búinn að gleyma hvað hann átti að gera, þegar hann kemur aftur út á götuna.“ Þessi litla bók á erindi til sérhvers manns. Hún er fallega útgefin. Formáli um höfundinn fylgir, ásamt mynd. Vér mælum með henni við verz.lunarfólk. skrá um opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra, svo og yfir íslenzk sendiráð og ræðismenn erlendis og samskonar aðilja hérlendis. Birtur er útdráttur úr íslenzkum lögum varðandi verzlun, fiskveiðar o. fl„ sömuleiðis er þarna tollskrá ríkisins, listi yfir skipa- stólinn og margt annað, að óglevmdum auglýsingum. sem eru nauðsynlegur þáttur í slíkum bókum sem þessari. Auglýsendur eru bæði innlendir og erlendir. — Þessi viðskiptaskrá veitir erlendum kaupsýslu- mönnum margar hagnýtar ujiplýsingar, og ættu firmu hér að senda hana viðskiptamönnum sínum. Bókin er hin snvrtilegasta að öllum frágangi. Sells National Directory & British Ex- porter's Register 1949. Otg.: Business Dictionari.es Ltd., 133—137 Fetter Lane, London E.C.4. Núgildandi árgangur þessarar viðskiptahandbókar hefur verið sendur blaðinu, og er það 32. útgáfa henn- ar. Efni hennar er m. a. þetta: Skrá um auglýsendur, raðað eftir firmaheitum og verzlunargreinum, staf- rófsskrá um brezka út- og innflytjendur og vöruskrá sömu aðilja, skrá um brezk símnefni og vörumerki. Af öðru efni má sérstaklega geta tveggja kafla, sem fjalla hvor í sínu lagi um flugmál og leðurvörur. Þetta er hin viðamesta bók. yfir 800 bls., og hefur að geyma mikinn viðskiptalegan fróðleik, einkum að því er snertir brezka verzlun. íslenzkir kaupsýslu- menn mundu vafalaust hafa af henni hið mesta gagn og ættu því gjarnan að afla sér hennar. ,,Oft var þörf, en nú er nauðsyn“ Eftirfarandi tillögur voru bornar upp og samþykkt- ar á aðalfundi Verzlunarráðsins nú í vor: Frá Einari Guðmundssyni: „Fjölmennur aðalfundur V.I. gerir ákveðnar kröfur til þess, að felld verði úr lögum nú þegar skattfríð- indi samvinnufélaganna. Krefst fundurinn þess, að löggjafar þjóðarinnar breyti skattalögunum þannig, að allur félagsrekstur, sem þegnar þjóðfélagsins reka, búi við sama rétt, hvað skatta áhrærir.“ Directory of Iceland 1949. Otg.: Islenzk árbók h.f. Út er komin 26. útgáfa þessarar bókar, sem mun vera önnur í röðinni undir ritstjórn Hilmars Foss. Þetta er sjö hundruð blaðsíðna bók, útgefin á enska tungu, eins og nafnið sýnir. Bókin, sem hefur einkum að geyma varnings- og starfsskrá allskonar fyrir- tækja úr öllum kaupstöðum og flestum kauptúnum Iandsins, birtir ýmsar greinar um íslenzk málefni, l. d. um stjórnskipulag, efnahagsmál og fjármál. Þá er Frá Sveini M. Sveinssyni: „Aðalfundur V.I. 1949 ályktar að skora á stjórnar- völd landsins, að þau geri sem allra fyrst ráðstaf- anir til þess að koma atvinnu- og fjármálalífi lands- ins á heilbrigðan grundvöll, svo hægt sé að ufnema skömmtun í landinu og leyfa frjálsan innflutning á nauðsynjavörum landsmanna.“ Báðar tillögurnar fela í sér mikil alvörumál, sem þing og stjórn verður að taka höndunum til hið fvrsta, ef vel á að farnast. 81 FRJÁLS VFRZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.