Frjáls verslun - 01.05.1949, Síða 42
a;ða formælandi fram og aftur, litum hvor á annan
og bölvuðum. Þvílíkt og annað eins, sagði hann, þessi
hestur hljóp svo gríðar léttilega alla leiðina og tapaði
svo á flipanum! 0g hann tók að bölva og ragna á
rússnesku. fnnan stundar róaðist ég og lét orð falla
um, að ef til vill gengi okkur betur á morgun. en
það er vanaviðkvæði vonsvikinna hestaveðjara. Morg-
undagurinn var ætíð hinn langþreyði happadagur.
Þetta kvöid dvaldist mér, soltnum og svekktum, í
knæpunni handan við strætið, þar til klukkan var tvö
um nóttina. Þá ranglaði ég út og reikaði til og frá
um borgina, unz klukkan níu um morguninn, en þá
lallaði ég inn í húsið númer eitt við Óperustræti. Þar
var þá enginn félaga minna fyrir, og ég var nötrandi
af kulda og í óskaplegri þörf fyrir kaffisopa.
Um tíuleytið kom Hússinn niður. Ég hafði ráðgert
að halda leyndu ótútlegu ástandi mínu, ef unnt væri,
en mér hefur sjálfsagt ekki tekizt það, og ég vissi
undir eins að Rússanum hafði skilizt, hvernig högum
mínum var háttað. Hann kom inn gegnum hverfidyrn-
ar í opið flasið á mér, j)ví ég var á gangi um gólfið
til þess að halda á mér hita og verjast svefninum.
sem á mig sótti. Jafnskjótt og hann sá mig, kom á
hann sá aumkvunarlegasti sársaukasvipur, sem ég hef
nokkurntíma séð, rétt eins og þetta væri allt hans sök
en ekki mín, rétt eins og mér hefði ekki komið dúr á
auga, vegna afbrota hans, rétt eins og ég væri hungr-
aður, af því að hann hefði haldið mér í svelti.
Hann sagði samt ekkert, heldur dró veðhlaupaskrána
upp úr vasa sínum og fór að rýna í hana Hann dauð-
langaði í sígarettu, en ég átti ekki neinar og ekkert
sígarettutóbak, og ég var alveg úrræðalaus. Loks labh-
aði hann út aftur án þess að segja eitt einasta orð og
kom svo eftir hálftíma til baka með vafinn vindling
milli varanna. Hann fékk mér tóbakshréf, og ég sneri
saman sígarettu og byrjaði að reykja. Reykurinn var
af mér höfgann og dró úr sultinum um stundarsakir.
Ég ímynda mér að hann hafi farið út til að betla, og
það hlýtur að hafa tekið hann ægilega sárt, en hann
86
hefur án efa álitið það óhjákvæmilegt. og ég tók að
reiðast sjálfum mér heiftarlega.
Við töluðum'um hesta allan þennan dag, enda þótl
við vissum að hvorugur okkar átti eyri í eigu sinni,
og þegar veðhlaupunum lauk, höfðum við okkur undir
eins á brott af skeiðvellinum. Ég veit ekki, hvert Rúss-
inn fór, en ég sneri aftur til krárinnar og seltist niður.
Að áliðnu kvöldi kom ungur piltur, sem ég hafði ein-
hverntíma gert svolítinn greiða, auga á mig, tók sér
sæti við borðið hjá mér og sagðist hafa nælt ögn í
spilum. Áður en hann yfirgaf mig, rétti hann mér
}>egjandi hálfan pakka með sígarettum og tuttugu-og-
fimm centa pening, og ég gat keypt mér góðan máls-
verð og reykt nægju mína. Þarna sem ég sat í hjór-
stofunni í iðabjörtu rafmagnsljósinu gat ég líka feng-
ið mér einskonar blund, réttara væri að segja að það
félli á mig mók, svo að klukkan tvö um nóttina var
ég ekki lengur mjög aðframkominn.
Aftur ráfaði ég um göturnar þar til klukkan níu
um morguninn, en þá drattaðist ég inn í veðbankann.
Rússinn var þar fyrir og beið þess, að vita hvernig
mér liði. Hann hafði heldur ekki sofið neitt, og framan
í honum var fjögurra daga gamalt skegg. Hann virt-
ist vera niðurbældur en þó ólgandi af innibirgðri reiði
við tilveruna og fyrirlitningu á sjálfum sér. Ég fékk
honum sígarettupakkann, og við teyguðum reykinn.
Um klukkan tíu hvarf Rússinn á brott. alveg orða-
laust, og þegar hann kom aftur hálfri stundu síðar,
sá ég óðar að einhver skrambinn amaði Jionum. Sjálf-
sagt sárlangaði hann til að bjarga okkur úr öngþveit-
inu og hafði nú dottið ráð í hug, en var samt ekki
nándar nærri ánægður með það. Ég vonaði bara að
hann hefði ekki í hyggju að stela, en hver svo sem
fyrirætlun hans var, gat mér ekki dulizt að hún var
enganveginn skemmlileg. Loks kallaði hann mig til
sín, og þá varð mér samstundis ljóst, í fyrsta sinni
síðan við kynntumst, að þarna var maður, sem áður
hafði verið vel virtur og setið í upphefð Ég réð þetta
strax af j>ví, liversu kurteislega hann óskaði viðtals
við mig undir fjögur augu, úli fyrir veðhankanum. Við
gengum út á Óperustrætið, og þá dró hann umslag
upp úr innri brjóstvasanum á frakkanum. Á ]>ví var
franskt frímerki. En á Rússanum var eymdarsvipur.
Lífsleiði og viðbjóður settu á hann sjúkdómseinkenni.
Ég þarf að tala við }>ig, sagði hann með útlendum
hreim í röddinni. Ég veit ekki hvað á til bragðs að
laka, og þetta er það eina, sem ég hef til að tjalda.
Það fer eftir því, hvað þú vilt. Ég skal gera mitt bezta,
og þá getum við kannski nurlað saman nokkrum skild-
ingum.
Hann horfði ekki í augu mér, meðan hann talaði,
og mér fannst sem á mig settust óhreinindi. Þetta er
allt og sumt, sem ég á, sagði hann. Þetta eru andstyggi-
legar myndir, bætti hann við. Bölvaðar saurlifnaðar-
myndir. Ef þú vilt, skal ég reyna að selja þær fyrir
tíu cent stykkið. Ég hef hérna tvær tylftir.
FRJÁI.S VERZI.IJN