Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.05.1949, Qupperneq 44
dúAínur Karl kom í kaupstað, og í búðinni sá hann glös með gulu innihaldi. „Hvað er nú þetta, kaupmaður minn?“ spyr hann og bendir á glösin. — „Þetta er nú sinnep,“ svarar kaupmaðurinn, „og er herramannsmatur.“ — „Það er þá bezt að ég fái eitt glas og gæði okkur hjónunum á því,“ segir karl og fer heim við svo búið. Löngu seinna kemur hann aftur í kaupstaðinn, og spyr þá kaupmaður, hvernig þeim hjónum hafi Hkað sinnepið. „0, blessaður minn, þetta er herramanns- matur, á því er engin vafi, og einstaklega drjúgur — og andskoti sterkur.“ • Fljótfenginn auður er gjarn aS týnast, e/i fé, sem aflaS er smám saman meS ærinni fyrirhöfn, mun vaxtast og margfaldast. — GOETHE. • Bondi nokkur kom í kaupstað með ullina sína og notaði tækifærið til að skoða nýkomnar vörur í sölubúð kaupmannsins. Þeirra á meðal voru jtrímusar, og leizt bóndanum einkar vel á þetta suðu- tæki. Keypti hann einn prímusinn, og sýndi búðar- maðurinn honum, hvernig kveikja skyldi á tækinu en gleymdi að sýna honum, hvernig bæri að slökkva á ])ví. Þegar bóndinn kom heim til sín, var það hans ''Kapra frú. Hve lengi getiö þór sta&i& gegn bví aö kaupa þessa ómótstæöllegu ryksugu?" „Frjáls Verzlun46 Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarsson. Ritstjóri: Baldur Pálmason. Ritncfnd: Vilhjálmur Þ. Gíslason, form., Þor- steinn Bemharðsson, Baldur Pálmason, Njáll Símonarson og Gunnar Magnússon. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1. hæð, Reykjavík. Sími 5293. lOKGAKPRCNT fyrsta verk að hita sér kaffi á prímusnum, en er hann ætlaði að slökkva logann, stóð hann uppi ráða- laus. Þá tók hann fulla vatnsfötu og skvetti á bloss- ann, en ekki slokknaði á prímusnum að heldur. Þar næst fór hann með tækið út á lilað og hugði að vind- urinn mundi slökkva á því, en ekki bar það árangur að heldur. Nú sá bóndi ekki annað ráð vænna en taka stein og kasta konum af elefli í tækið. Varð nú sprenging, og rifnaði prímusinn sundur með liáum livelli, en bónda varð svo bilt við, að hann datt á rassinn í hlaðvarpanum. • Fáir menn eru bœSi auSugir og örlátir; þó eru fœrri bœSi auSugir og lítillátir. — MANNING KARDÍNÁLI. • Vestur-íslendingur nokkur var hér í kynnisför skömmu fyrir stríðið. Hann liafði gaman af að skoða hér margar stofnanir og kynnast ýmsum framkvæmd- um frá því er hann fór til Bandaríkjanna, skömmu fyr- ir aldamótin. Einn daginn var honum sýnd niðursuðu- verksmiðja S.I.F., og þótti honum fremur Jítið til hennar koma í samanburði við hliðstæð fyrirtæki vestra. „Well, ég skal segja ykkur, kæru landa,“ sagði hann brosandi og alldrýgindalegur, „í Chicagó eru stærstu niðursuðuverksmiðjur í heimi, og í hverri þeirra er ein vélasamstæða, sem tekur við hráefninu og skilar því aftur fullunnu og sundurgreindu í ýmsar fæðutegundir. T. d. er algengt að reka 1000 svín inn í annan enda vélarinnar, og eftir — well — svo sem eina klukkustund koma út um hinn endann blikkdósir með allskonar innihaldi, s. s. kæfu, sultu, lifur, kjöti og well meira að segja fiskbollum, hrognum og sard- ínum. — Well, við slík fyrirtæki getið þið, kæru landar, aldrei orðið samkeppnisfærir.“ Sá er ríkastur, sem lífsgleSin er ódýrust. — THOREAU. FRJÁLS VERZI.UN 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.