Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 18
Fríhelgi verzlunarmanna Eins og undanfarin ár tók Verzlunarmannafélag Heykjavíkur skemmtistaðinn Tívolí á leigu yfir verzl- unarmannahelgina. Að þessu sinni var veður ekki eins hagstætt um helgina eins og undanfarin ár, og hafði það töluverð óhrif á aðsóknina. Hátíðin hófst laugardaginn 5. ógúst kl. 4,30 með stuttri ræðu Magnúsar Valdimarssonar. Síðan sýndi Baldur Georgs töframaður listir sínar og spjallaði við vin sinn Konna. Um kvöldið var skemmtiatriðum haldið áfram, en meðal skemmtikrafta var hinn frægi þýzki töframað- ur Ralf Bialla ásamt konu sinni og dóttur. Sunnudaginn 6. ágúst hófst hátíðin með messu í Dómkirkjunni, sem tileinkuð yar verzlunarstéttinni. Kl. 2,30 lék 12 manna hljómsveit á Austurvelli undir stjórn Baldurs Kristjánssonar. Síðan var hljómsveit- inni ekið suður í Tívolí í opnum bíl og fylgdi mann- fjöldinn eftir. í Tívolí voru fjölbreytt skemmtiatriði allan daginn og eins um kvöldið, m. a. Baldur Georgs, Ralf Bialla, gamanþáttur með Jóni Aðils o. fh, en sá þáttur var sérstaklega skemmtilegur. Einnig lék mús- ik-kabarett Jan Moraveks Zigauna-lög, en hljómsveit- arstjórinn lék sömuleiðis einleik á harmóniku. Úrhellisrigning var á sjálfan verzlunarmannadag- inn og varð því að aflýsa flestum skemmtiatriðum, sem fram áttu að fara um daginn. Um kvöldið gerði aftur á móti bezta veður og fylltist garðurinn af fólki. Fóru öll skemmtiatriði hið bezta fram, og sérstaka kátínu vakti knattspyrnuleikurinn milli stúlkna úr Ár- manni og KR, sem lyktaði með jafntefli. Dansað var öll kvöldin í salarkynnum Vetrarklúbbs- ins og eins á stéttinni fyrir framan skálann. Komust miklu færri en vildu á dansleiki V.R., þar sem salar- kynnin rúma tiltölulega fáa, en margir notuðu tæki- færið og stigu dans á stéttinni. Útvarpið á mánudagskvöldið var helgað verzlunar- séttinni. Fyrst flutti form. V.R., Guðjón Einarsson, ávarp. Síðan fluttu ræður þeir Eggert Kristjánsson, form. Verzlunarráðs íslands og Björn Ólafsson við- skiptamólaráðherra. Vilhjálmur Þ. Gíslason ræddi við eftirtalda verzlunarmenn: Guðmund Guðjónsson kaup- mann, Daníel Gíslason verzlunarm. og Sigurð Einars- son verzlunarm. Gunnar Magnússon las upp þátt um Guðm. Thor- grímsen á Eyrarbakka eftir Jón Pálsson. Næst á eft: ir var leikþáttur, sem í voru Haraldur Á. Sigurðsson, Alfred Andrésson, Inga Þórðardóttir og Auróra Hall- dórsdóttir. Jón Kjartansson og Egill Bjarnason sungu glúntasöngva. Að lokum var svo útvarpað dansmúsik frá Tívolí, en hljómsveit Baldurs Kristjánssonar lék. Eins og sjá má af framangreindu voru skemmtiatrið- in mörg og fjölbreytt, og voru það margir, sem lögðu hönd á plóginn. Sérstaklega á skemmtinefnd þakkir skilið fyrir mjög mikið starf í sambandi við hátíða- höldin. Mjög var áberandi, hve fáir flögguðu á sjálfan verzlunarmannadaginn, og voru teljandi þau flögg sem sáust. Er leitt til þess að vita. hve mikil deyfð og andvaraleysi er ríkjandi hjá mörgum verzlunarmönn- um fyrir þeirra eigin hátíðisdegi. Ennfremur eru mörg önnur félög, sem ekkert eiga skylt með verzlunarstétinni, einkum pólitísku félögin, farin að halda mót og skemmtanir á þessum hátíðis- degi verzlunarmanna. Það voru verzlunarmenn, sem komu því í gegn eftir mikla baráttu að fá fyrsta mánu- dag í ágústmánuði fyrir frídag, og það eru verzlun- armenn, sem hafa unnið þennan dag upp, ef svo mætti segja, og gert hann að þeim hátíðisdegi, sem hann er. Verzlunarmenn munu því ekki geta sætt sig við, að ýms önnur félagssamtök spilli fyrir þátttöku í hátíð- arhöldum V. R. með því að efna til skemmlana og annarra mannamóta þann eina dag, sem helgaður er verzlunarstéttinni. Verzlunarmenn verða því í framtíðinni að samein- ast um að gera þeirra eigin hátíðisdag glæsilegan og sómasamlegan fvrir stéttina. 122 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.