Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 8
Fiðurhelt léreft frá 0.30 Dagtreyjusirz frá 0.35 Misl. og hv. gardínuefni frá 0.18 Borðvaxdúkur, al. frá 0.35 Dömuklæði frá 1.25 Hv. og misl. flonell frá 0.22 Dregill frá 0.15 Millumpils frá 1.10 Misl. silki í svuntu 3.38 Svart silki í svuntu 6.08 Misl. silki 22" hr. al. frá 0.75 Misl. flauel 21" br. al. frá 0.74 Misl. og hv. skinnkragar frá 0.50 Svarlar úrkeðjur 0.40—1.50 Regnhlífar 1.50—12.00 Vergarn, í svuntu 0.84 Saumavélar á tréfæti frá 27.00 Samkeppni er ómöguleg. Allir velkomnir að koma og skoða vörurnar. Ekki fara margir tómhentir út, sem koma inn. EGILL JACOBSEN. SKIN OG SKÚRIR. Egill Jacobsen, kaupmaður, gerði mikið af því að kynna vörur þær, er hann hafði á boðstólum, fyrir viðskiptavinunum með blaðaauglýsingum. Verzlun hans varð brátt landskunn, og naut Jacobsen trausts og virðingar sem góður og gegn kaupsýslumaður. Hingað til lands fluttist hann frá Danmörku árið 1902. Vann hann fyrst um skeið við Brydes verzlun, en Guðrún systir hans var kvænt Herluf Bryde, syni J. P. T. Bryde. Þá vann hann einnig um tíma við verzl. Th. Thorsteinsson. Árið 1906 hóf svo Egill Jacobsen eigin verzl- unarrekstur eins og áður greinir. Var verzlunin fyrst til húsa í Ingólfshvoli, en flutti síðar í Ausl- urstræti og var þar um skeið, eða þar til það hús- p.æði eyðilagðist í brunanum mikla 1915. Þá flutti verzlunin aftur í Ingólfshvol, þar sem hún var óslitið fram til ársins 1921, er hið tignarlega verzlunarhús í Austurstræti 9, sem Egill Jacobsen hafði látið byggja, var tekið í notkun. Var verzlunin þar á tveimur hæð- um og ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu á þeim fmSami fiH.L.JAC; MOON'ú Hluti af afgreiðslusal verzlunarinnar í hinum nýju húsakynnum. 112 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.