Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 20
ísland. Vöruskiptajöfnuðurinn eftir fyrstu 7 mánuði ársins er óhagstæður um 116,8 millj. kr. Nemur verðmæti innfluttra vara á þessu tímabili 275,8 millj. kr., en út- fluttra 159 millj. kr. Á sama tima í fyrra var viðskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 72,5 millj. kr. Þau lönd, sem mest keyptu af okkur á tímabil- inu jan.—júlí, voru: Holland fyrir 36.3 millj. kr., Bretland fyrir tæpl. 28,5 millj. kr., Bandaríkin fyrir 22,1 millj. kr, ftalía fyrir 14,2 millj. kr. Pólland 11,9 millj. kr. og Grikk- land 10,6 millj. kr. Noregur. Útflutningur landsins til Norður- Ameríku fyrstu 5 mánuði þessa árs var næstum 50% meiri en á sama tíma í fyrra. Á þessu tímabili nam útflutningurinn þangað 112,5 millj. kr., á móti 77,7 millj. kr. s.l. ár. Út- flutningurinn til Suður-Ameríku jókst á sama tíma úr 22.6 millj kr. 1949 í 41,1 millj. kr. 1950. Alls hefur útflutningurinn fyrstu 5 mánuði ársins aukizt um 11% miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 946.3 millj. kr. 1949 í 1.050 millj. kr. á þessu ári. En innflutningurinn hefur einnig aukizt á þessu tímabili, eða úr 1.727 millj. kr. 1949 í 2.150 millj. kr á þessu ári, þar af eru 477 millj. kr. andvirði nýrra skipa, sem flutlust til landsins á fyrstu 5 mánuðum þessa árs, á móti 305 millj. kr. s.l. ár. ! Á alþjóða tolla -og viðskiptamála- ráðstefnunni, sem hefst í Torquay 28. september n. k., munu Norðmenn fara fram á lækkun á innflutnings- tollum á fiski, lýsi og trjávörum hjá ríkisstjórnum 34 landa. Stofnsett hefur verið ný verk- smiðja í Gjövik, sem framleiðir vél- ar til eldspýtnagerðar. Nefnist þetta nýja fyrirtæki Scandinavian Match Machinc Co. Ltd. Er mikil eftirspurn víða erlend- is frá eftir vélum til eldspýtnagerð- ar, og hafa þegar borizt pantanir frá Grikklandi, Irak, Indland og Suður-Ameríku. Fyrsta vélin, sem verksm. fram- leiddi, var seld til Egyptalands, en sú vél framleiddi 25 þús. eldspýtu- stokka á klst. Danmörk. Vöruskiptajöfnuðurinn eftir fyrstu 6 mánuði þessa árs varð óhagstæður um 658,3 millj. kr., en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 552,2 millj. kr. Innflutningurinn á þessu límabili nemur 2.697,8 millj. kr. (s.l. ár 2.164,6 millj. kr.), en út- flutningurinn 2.039,5 millj. kr. (s. 1. ár 1.612,4 millj. kr.) Finnland. Vísitala heildsöluverðs hækkaði úr 1.209 stigum í maí upp í 1.246 stig í júní, eða um 27 stig. Alls hefur vísitala heildsöluverðs hækkað um 108 stig frá áramótum. Framfærsluvísitalan í júní hækk- aði um 65 stig upp í 936 stig, mið- að við 871 stig í maí. Er miðað við vísitöluna 100 í júlí 1939. Tékkóslóvakía. Opinberar skýrslur greina frá því, að utanríkisverzlun landsins fyrstu 7 mánuði ársins sé hagstæð um 591 millj. kr. Innflutningurinn á þessu tímabili nemur 19.920 millj kr., en útflutningurinn 20.511 millj. kr. Á sama tíma 1949 var vöruskiptaverzl- unin óhagstæð um 662 millj. kr. Þá nam verðmæti innfluttra vara 23.866 millj. kr., en útfluttra 23.204 millj. kr. Bretland. Júnímánuður var metmánuður hvað snertir komu bandarískra ferðamanna til Bretlands, eftir því sem opinberar skýrslur greina frá. í mánuðinum komu 19.110 banda- rískir ferðamenn til landsins og er það 26% meira en í júní s.l. ár. Um 33% af þessum fjölda kom með ílugvélum. Auk þess komu 4.297 bandarískir f.erðamenn við í land- inu á leið sinni til annarra landa. Samtals komu 54.714 erlendir ferðamenn til landsins í júní s. 1. og er það um 11% aukning mið- að við sama tíma í fyrra. Um 15% af ferðamannahópnum var í viðskiptaerindum. í þessum tölum eru ekki taldir þeir ferðamenn sem „skreppa“ yfir til Englands frá meginlandinu eða koma annars stað- ar frá úr Bretaveldi, en sá fjöldi er um 17 þús., þannig að heildar- ferðamannatalan verður þá 71,714. Iðnaðarframleiðslan í maí s.l. jókst um 6% miðað við maímánuð 1949. Framleiðsla fólksbifreiða í júní nam 50.028 bifreiðum, og er það mesta magn í einum mánuði síðan í marz s.l. Af þessum fjölda fóru 40.480 bifreiðar lil útflutnings. Tala vörubifreiða, framleiddar í mánuð- inum, var 25.318, þar af voru flutt- ar út 15.638 bifreiðar. 124 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.