Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 27
Hún var ekki þesskonar slúlka, að maður segi henni drauma. Sjálf lifði hún í draumi. Ég á ekki við að hún hafi verið svo eðallynd eða andlega sinnuð, að hún þættist of góð fyrir þennan heim. Hún hefur hvílt í örm- um mér, og þá var hún heit og lífsþyrst, og maður hefði getað átt með henni börn, af því að hlutirnir eru nú einu sinni þannig. En það var ekki það, sem máli skipti, — alls ekki það. Hún hafði jafnvel ekki mikið hug- myndaflug, og það hafði engin þeirra. Þær bara lifðu, eins og tré. Þær gerðu engar áætlanir, og sáu ekkert fyrir. Klukkutímum saman hef ég reynt að skýra fyrir frú Forge, að hafi maður tíu dollara, eru það ekki réttir og sléttir tíu dollarar í eyðslueyri, heldur er hægt að ávaxta þá í banka. Hún hlýddi einkar hæversk- lega á mál mitt. En í hennar augum voru tíu dollarar eitthvað, sem óhjákvæmilega var fallvaltleikanum háð. Þeim fannst að vísu mikið til um að eiga peninga, en þær voru engu minna hrifnar af því, að þessi eða hinn skyldi hafa svona fallegt nef. 1 þeirra augum voru peningar eins og regndropar, — annaðhvort rigndi eða rigndi ekki, — og þær vissu að þær gátu engin áhrif haft á veðurfarið. Það varð að fara eins og verkast vildi. Ég þykist vita, að einhver ómerkilegur ágreining- ur innan fjölskyldunnar liafi orðið þess valdandi að þær fluttu hingað norður. Þær virtust slundum vera hissa á því sjálfar. Morgoft var ég áheyrandi að um- ræðum um þessa misklíð, en ég gat aldrei gripið, hver mergurinn málsins var, utan það, að hann stóð í sam- bandi við nýja veginn út að terpentínuverksmiðjunni og svo líka Bellu frænku. „Bella frænka var svo smá- smuguleg, — hún þverbraut alla skikkanlega manna- siði,“ var frú Forge vön að segja í sínum venjulega hægláta tón. „Við áttum ekki annarra úrkosta völ, Bannard, — engra úrkosla völ.“ Og þá gripu stelpurn- ar fram í. Ég ímynda mér að þær hafi aflað sér pen- inga fyrir fargjaldinu norður með því að selja eig- anda terpentínugerðarinnar land. en ég þori þó ekk- ert að fullyrða um það. En hvað um það. Þær áttu sér fagra framtíðar- drauma. Lovísa ætlaði að verða mikil leikkona og Melissa frægur listmálari, og Eva — ég veit ekki vel hvað Eva hugðist fyrir, mér er það óljóst enn. En eitt- hvað var það samt. Og allt skyldi þetta henda þær án verulegrar fyrirhafnar, rétt eins og það félli þeim í skaut úr skýjum ofan. Að vísu sóttu Melissa og Lovísa kennslustundir og Eva stundaði skrifstofuvinnu, en maður fann að það var aðeins til bráðabirgða. Þær voru að drepa tímann, unz skýið opnaðist og lífsbrauð- inu manna tæki að rigna. En það get ég sagt þeim til hróss, að þær virtust ekki láta á sig fá, þótt vonir þeirra brygðust. Mig einan tók það sárt. Ég trúði þeim nefnilega í fyrstu. Hvernig gat ég gert að því? Minn eigin draumur var ekki svo fjarstæðu- kenndur. Þær bjuggu úti á eyju, — húsi inn í miðri Brooklyn, — eyju, með suðurrískum svip. Það var gestkvæml í húsinu af listnemum og öðrum slíkum, — urmull af ungum mönnum. Og væru þeir eitt sinn þar innan dyra, voru þeir ofurseldir þessu húsi þaðan í frá. Serena framreiddi kalt svínslæri til kvöldverðar, og manni varð lilið út um gluggann, og þá undraðist maður að það skyldi snjóa, þegar hægt var að búast við að hlý næturgolan andaði inn um opna glugga. Ég veit ekki hvaða leigjendur voru í húsinu á undan mér, en í minni tíð voru ekki aðrir en ég og herra Budd. Hann var feitur og lágvaxinn skrifstofumaður um. fimmtugt, einkar ráðsettur, og hann var þarna kyrr vegna fæðisins, því Serena var afbragðsgóð og íburð- armikil matreiðslukona. Já, ég trúði þessu og trúði á þetta allt. Þetta var eins- konar álagadómur. Þetta voru töfrar. Eg trúði á allt, sem þær sögðu og sá þær allar í anda hverfa aflur suður til Chanlry, — þrjár frægar systur og þrjá ágæta eiginmenn, — eins og í ævintýrum. Við snæddum öll morgunverð samtímis, en þá var herra Budd sá eini, sem laust var um mál. Forge-mæðg- urnar voru aldrei í essinu sínu fyrr en líöa tók á dag. Við morgunverðarboröið voru þær sveipaöar einhverri hulu. Stundum tók hjartað í mér að slá í ákafa, þegar mér var litiö á Evu, af því að hún minnti mig svo á skrautblóm í gróðurhúsi, — lokað, dularfullt blóm, sem maður bíður í ofvæni eftir að opni krónu sína. Hún var svo lengi að vakna. Síðan fóru herra Budd og systurnar út, en ég hélt u]>p til herbergis míns, eftir að búið hafði verið um rúmið. Ég er ekki morgorður um skáldsöguna mína, en ég vann ósleitilega að henni. Ég hafði búið mér til töflu á dálítið pappaspjald. Á því voru 365 reitir, og á hverjum degi litaði ég einn þeirra svartan með bleki. Ég borðaði hádegisverð á veitingahúsum og gekk mér til hressingar á eftir. Sérhver maður þarf á likani- lengri endurnæringu að halda, og hana er hægt að veita sér ókeypis. Síðan tók ég til við skriftir, þangað til þær fóru að tínast heim. Eftir það gat ég ekki skrifao, ekki fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. F.n ég ein- setti mér að hh.sta ekki eftir fótataki Evu. Á gamlárskvöld kvssti ég Evu í fyrsta sinn. Eir.n kumpáni Lovísu hafði lagt á borð með sér brúsa með rauðvíni, og við vorum orðin söngvin og gáskafull. Serena átti frí þetta kvöld, og þessvegna fórum við Eva fram í eldhús, til þess að ná í hrein glös. Við vor- um spilandi af kæti, og þetta virtist vera svo ofboð sjálfsagt og eðlilegt. Mér varð ekki einu sinni b.ugsað til þess aftur fyrr en síðdegis næsta dag, þegar við fór- um öll saman í kvikmyndahús. Þá rann þetta allt í einu upp fyrir mér, og ég varð á samri stund altek- inn af skjálfta, rétt eins og kuldahrollur færi gegn- um mig. Hún tók eftir þessu og sagöi: „Hvað er að þér, vinur minn?“ og smeygði lófa sínum í greip mína. Svona byrjaði það. Og á þeirri nóttu reisti ég bú á jörðinni við ána. Ég er enginn beinasni og alls ekki FRJÁLSVERZLUN 131

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.