Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 21
Innflutningur landsins frá Banda- ríkjunum féll úr 164,5 millj. $ á síðasta ársfjórðungi 1949, tiiður í 149,4 millj. $ á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Sömu sögu er að segja af innflutningnum frá Kanada, hann féll úr 190,4 miilj. $ niður í 119,9 millj. $ I Ástralía er nú bezti bifreiðamark- aður Breta. Um 40% af bifreiðaút- flutningi þeirra fyrstu 3 mánuði árs- ins fór til Ástralíu. Aiis nam útflutn- ingurinn á þessu tímabili 100.886 fólksbifreiðar að verðmæti næstum 29,9 millj. £, þar af fóru 40.628 bif- reiðar til Ástralíu að verðmæti 12y4 millj. £. Einnig voru fluttar út 33,710 vörubifreiðar að verðmæti 14,3 millj. £, þar af fóru 13.219 bif- reiðar að verðmæti 4.8 millj. £ til Ástralíu, eða 39% af útflutningnum. i Bifreiðaframleiðsla landsins á fyrra árshelmingi 1950 nemur 262.500 fólksbifreiðar og 135.000 vöru- og strætisbifreiðar. Er þetta um 100 þús. bifreiðum fleira en á sama tíma 1949. Stálframleiðsla landsins í júlí s.l. nam næstum 14,4 millj. tonnum og er það mesta magn í einum mánuði í sögu stáliðnaðarins. I sama mán- uði 1949 nam stálframleiðslan 12,7 millj. lonnum. Bandaríkin. Kóreustyrjöldin hefur orðið til þess að eftirspurn eftir bifreiðum hefur aukizt gífurlega. Hefur salan aukizt frá 20 og upp í 50%. Er jafn- vel komið svo í mörgum borgum. að bifreiðasalar eru komnir með langa biðlista, eins og þegar eftir- spurnin var mest eftir síðu=tu styrj- öld. Kapphlaupið um bifreiðarnar er orðið það mikið, að þegar er tal- ið að svartur markaður með bifreið- ar hafi myndazt í mörgum borgum, þar sem bifreiðaverksmiðjurnar geta ekki sinnt eftirspurninni. Stálskortur háir nú einnig banda- ríska bifreiðaiðnaðinum og kemur til með að hafa áhrif til muna á framleiðslugetu iðnaðarins, það sem eftir er af árinu. Ef fjöldi fyrir- tækja fær nú pantanir á brvndrek- um og öðrum hernaðartækjum, eins og Cadillac-verksm. hafa þegar fengið, er víst, að útlitið verður í- skyggilegt hvað snertir framleiðslu fólksbifreiða. Bifreiðaiðnaðurinn notar nú 5. hluta af allri stálframleiðslu lands- ins. Má telja fullvíst, eins og málum er nú háttað, að bifreiðaframleiðend- ur verða að endurskoða framleiðslu- áætlun iðnaðarins, en í henni var gert ráð fvrir að framleiða 6,6 millj. bifreiða á þessu ári. Á árinu 1949 voru 2/3 hlutar af gúmmínotkun Bandaríkjanna hrá- gúmmí, en 1/3 hluti gerfigúmmí. Utflutningur landsins í júní nam samtals 875,9 millj. $, eða 51,4 millj $ meira en í maímánuði. Innflutn- ingurinn í mánuðinum nam saintals 685,6 millj. $, og jókst um 26,7 millj. $ frá því í maí. Fvrirtæki eitt í Bandarikjnnum, Heering Milliken & Co, í South Carolina, hefur um langt skeið feng- izt við tilraunir við að auka hlýleika á ýmsum tegundum vefnaðar, án þess að þyngd vefnaðarins aukist að sama skapi. Ilafa tilraunir þessar þegar borið þann árangur, að tek- izt hefur að framleiða ým.sar teg- undir vefnaðar, sem eru gegnum- dreyptar aluniiníumblöndu. Þrátt fyrir þessa málmmeðhöndlun heldur efnið eiginleikum sínum hvað gljúp- leik.a snertir, þannig að útgufun f i í líkamanum kemst í gegvium það sem í öðrum vefnaði. En í köldum veðr- um kemst líkamshitinn ekki í gegn- um það, og er þar falinn lcyndar- dómur málmblöndunnar. Það varn- ar einnig miklum hita utar. frá að komist í gegn. Málmblöndunaraðferð þessi nefn- ist Milium. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að rayon t. d. blandað með þessari nýju aðferð er næstum 15% blýrra en ef það væri óblandað. Sérfræðingar fullyrða, að aðferð þessi sé mjög þýðingarmikil fyrir alla vefnaðar- framleiðslu í framtíðinni. Belgía. Framleiðsla á hreinsuðu gulli í Belgíska-Kongó nam á s. 1. ári 10.149 kg., en árið áður 9.149 kg. Þess má geta, að gullframleiðslan árið 1940 nam 18.580 kg. Útflutningur landsins á fyrra árs- helmingi þessa árs nemur að verð- mæti 38.930 millj. frönkum, á móti 42.235 millj. frönkum á sama tíma í fyrra. Þessi lækkun á útílutningsverð- mætinu stafar aðallega af verðlækk- un á járni og stáli. Eftirtektarvert er, að útflutningurinn til landa á sterlingsvæðinu og Norðurlanda minnkaði mest á þessu tímabili. t Holland. Fyrstu 6 mánuði þessa árs nem- ur innflutningurinn 3.755 millj. gyllin, en útflutningurinn 2.323 millj. gyllin. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 2.668 millj. gyllin, en útflutningurinn 1.708 millj gyllin. Verið er að reisa nýja stálverk- smiðju í Ijmudien, sem á að geta séð fyrir allt að helming af járn- og stálnotkun landsmanna. Er verk- smiðja þessi reist fyrir Marshallfé og mun kosta um 23,5 millj dollara. Mun verksmiðjan veita um 2 þús. manns atvinnu, þá framleiðslan er komin í gang. Kolaframleiðslan í júlí nam rúm- um 1 millj. tonnum. Auk þessa var töluvert magn flutt inn og megnið af því frá Þýzkalandi eða 325,1 þús. tonn. Frá Bretlandi voru flutt inn 38,3 þús. tonn og frá Belgíu og Frakklandi 37,5 þús. tonn. Hollendingar hafa nú að mestu stöðvað kolakaup í Bretlandi, þar sem þeir telja verð það, sem stjórn- arnefnd þjóðnýttu brezku kolanám- anna krefst, of hátt. Segjast þeir kaupa kolin þar sem þau eru ódýr- ust, en það sé þessa stundina í Þýzkalandi. FRJALS VERZLUN 125

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.