Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.08.1950, Blaðsíða 29
frek. Hún var jafn ánægð með eitt glas af þeyttum mjólkursóda eins og eitt j>ar af innfluttum hönzkum. Hinsvegar mátti við því búast að hún tæki hönzkunum ekki síður fegins hendi en sódadrykknum. Ég stóðst áætlun að því er að vinnunni laut, en ekki hvað jjeningana áhrærði. í hverri viku fór ég svolítið yfir strikið. Það get ég sagt ykkur, að fólk í bókum liefur ekki hundsvit á peningum. Þeir, sem bækurnar rita, geta lýst lífsbaráttu öreigans, en þeir kunna ekki að skýra frá kringumstæðum þess manns, sem á föt til að klæðast og fær mat til að nærast á, en á sitt hjart- ans mál ofurselt of tómri' jtyngju. Vissulega hefðum við getað haldið áfram að vinna, ég í leikfangagerðinni og Eva í skrifstofunni. Það hefðu níu af hverjum tíu hjónaleysum gert. En það gat ekki samrýmzt tilfinningum mínum gagnvart Evu. Svona getur það verið. Ég þráði að koma til hennar eins og bjargvættur. Eins og kóngsson. Ég lét mér ekki nægja að gera gott úr hlutunum, — ég vildi gera það bezta. Gagnvart töfrum þekkist engin tilslökun. Það er mín skoðun. Auk þess fannst mér óviturlegt að kasta á glæ átta mánaða vinnp við skáld-öguna. Hún gæti orðið mér jrrejt til meiri mannvirðinga. Kannski hefði hún líka orðið það. Eva kvartaði aldrei, en hún skildi mig ekki. Hún stagaðist á því, að við gætum öll farið suður til Chant- ry og búið þar. En ég er nú ekki þannig gerður. Bara að hólminn í ánni hefði verið til! Ég var farinn að kannast við allt í Chantry, eins og væri það minn fæð- ingarbær, og þar var ekki handtak fyrir mig að gera. Nema ef vera kynni starf í terpentínugerðinni hans Furfews. Og það hefði nú ekki verið amalegt! Smámsaman komst ég svo að raun um, að Forge- mæðurnar voru líka orðnar langt leiddar í jieningasök- um sínum. Þær töluðu aldrei opinskátt um þau mál, svo það var hending að ég heyrði á þeim ymjtrað. En þegar maður heldur áfram að eyða því, sem fyrir hendi er, kemur sú tíð þá allt er uppurið. Þessi sann- leikur kom bara ævinlega flatt upp á þær. Ég vildi vera svona gerður. Nú var kominn miður júlí, og laugardag nokkurn kom Eva heim og saaði að sér hefði verið sagt ujiji skrifstofuvinnunni. Þeir væru að fækka starfsliðinu. Ég hafði nýlokið við að líta yfir fjárhag minn. og þeg- ar hún nú tjáði mér tíðindin, setti að mér óstöðvandi hlátur. Hún var dálítið furðuleg á svipinn í fvrstu, en tók svo til að hlæja líka. ,,Ég botna ekkert í þér, vinur minn,“ sagði hún. „Venjulega líturðu svo alvarlegum augum á lífið, en stundum snýrðu blaðinu alveg við.“ „Það er gamall norðurrískur siður, sem kallast: Hlæðu, fífl, hlæðu,“ svaraði ég. ..Eva, í guðanna bæn- um segðu mér, hvað hægt er að taka til bragðs.“ „Ég gæti líklega útvegað mér aðra stöðu, vinur minn.“ Hún sagði ekki að það færi eftir því, hvað ég tæki mér fyrir hendur. Það hefði hún aldrei fengið af sér. „En ég fyrirlít næstum þessar leiðinlegu skrifstof- ur. Finnst þér að ég ætti að festa mér aðra stöðu. vin- ur minn?“ „Það gerir hvorki til né frá, ástin mín,“ sagði ég og hló enn. „Ekkert skiptir máli, nema við tvö.“ „Þetta var elskulega sagt af þér, vinur,“ mælti hún og var svo að sjá sem henni létti. „Ég er alveg á sama máli. Og þegar við erum gift, skulum við sjá Melissu og Lovísu borgið, er það ekki? Og auðvitað mömmu líka, af því hún getur ekki þolað Bellu frænku.“ „Vitaskuld,“ svaraði ég. „Vitaskuld. Þegar við er- um gift, sjáum við öllu borgið.“ Og síðan gengum við út í húsagarðinn til að skoða forsythiurunnann. En um kvöldið lenti Furfew snekkju sinni neðst á eynni og rdsti þar tjöld sín. Ég gat virt hann fyrir mér við varðeldinn gegnum kíki. Ég get ekki sem bezt lýst því sem frani fór næstu tvo mánuði. Raunveruleiki og draumur renna saman í huga mér. Melissa og Lovísa urðu að hætta námi, svo að við héldum öll kyrru fyrir á heimilinu, og einmitt þess- vegna þjáðist húsið af gestagangi. Sumir gestanna voru kunningjar og sumir rukkarar, en það gilti einu máli, því flestir fengu þeir einhverja hressingu. Ser- ena fékkst aldrei neitt um það, hún kunni vel við sig í félagsskap. Ég minnist þess, að þegar á leið borg- aði ég matvörureikning, sem hirti næstum síðustu leif- arnar af arfinum mínum. Á reikningnum voru meðal annars átta svínslæri og tíu kassar af kóka-kóla. Þetta var orðin gömul skuld. Oft var það við, að við þrengdum okkur inn í gaml- an Fordbíl, sem einn listneminn átti, og ókum niður að baðströndinni. Eva kærði sig lítið um sund, en henni þótti indælt að sólbaka sig í sandinum. Og ég lá ])arna hjá henni svo yfirtaks sæll, að orð voru næstum ó- þörf. Hvílík konufegurð í þessarri litaumgerð: blá- grænum sjónum og gulhvítum sandinum. En hún var raunar engu síður falleg, þegar hún sat í flosaða ruggustólnum í dagstofunni heima, undir græna lamji- anum. En lífsviðhorfið flóknaði æ meir. Samtímis því sem éa; sat hjá Evu í sandinum, var ég á þeysispretti um landareign mína úti í hólmanum, tók skýrslur af ráðs- manni mínum og gerði margra ára áætlanir. Eg var búinn að festa órofa tryggð við staðinn. Allt fram til hins síðasta var liann öruggt athvarf, engri breyting háður. Raunar stóðum við í stímabraki við Eurfew. því liann færði stöðugt áhrifa^væði sitt lengra ujjp eftir eynni, en það kom aldrei til beinna bardaga, — aðeins árekstra milli húskarla okkar. Meðan þessu fór fram, lauk ég við skáldsöguna og byrjaði að endurskoða handritið. Og stundum sjjurði Eva mig, hversvegna við gengjum ekki í það heilaga. hvað sem tautaði, en ég fann að það tjóaði ekki. Mað- ur getur ekki gifzt nema það glóri í einhverja framtíð. Eftir þetta fórum við að kíta. og það var ansi slæmt. FRJÁLSVERZLUN 133

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.