Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 6

Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 6
íslendmgar í Moskvu Rætt við Magnús Þorgeirsson, kaupmann um Rússlandsferð ------------— —^ I byrjun apríl mánaðar var haldin alþjóðleg viðskipta- ráðstefna austur í 3Ioskvu. Á ráðstefnu þessa mættu 471 fulltrúar frá 49 þióðum. I»rír íslendingar þekktu boð um að sækja hana, en það voru þeir Maffnús Porg:eirsson, kaupm. í Reykjavík, Ársæll Siffurðsson og L-úðvík Jós- epsson, alþingismaður. Eftirfarandi viðtal við Magnús gefur lesendum FRJÁLSRAR VERZEENAR nokkra hugmynd um að- draganda og störf þessarar alþjóða efnahagsráðstefnu austan járntjalds. V________________________________________________J Eins og mönnum mun nú eflaust kunnugt, var boðað til alþjóðlegrar efnahagsráðstefnu austur í Moskvu í byrjun apríl mánaðar. Á ráðstefuna hafði aðallega verið boðið kaupsýslumönnum og iðjuhöldum um víða veröld, en ekki var talið æskilegt að þangað kæmu opinberir fulltrúar. Ráðstefnan var fjölsótt, en þó voru margir, sem hafnað höfðu boði um þátttöku. FRJÁLS VERZLUN hafði fregnað, að þrír íslend- ingar hefðu lagt land undir fót og sótt Rússaveldi heim þeirra erinda að sitja áðurnefnda ráðstefnu. Þar sem álitið var, að ýmsum lesendum blaðsins kynni að leika hugur á að fá fréttir að austan frá fyrstu hendi, var reynt að ná tali af einum þremenninganna, sem sóttu viðskiptaráðstefnuna héðan að heiman, Magnúsi Þor- geirssyni, kaupmanni í Reykjavík. . Magnús var nýkominn úr sinni löngu reisu, þegar við hittum hann á hinu vistlega heimili hans hér á dögunum. Áður en við fórum að spyrja hann frétta fyrir alvöru, bauð Magnús up]) á rússneskan vindling, en slíkir gripir eru sjaldséðir hérlendis. Var hann þeginn með þökkum, því forvitni lék á að vita, hvern- ig tóbak þeir reyktu fyrir austan tjald. Við ákváðum nú að bera upp erindið við Magnús, og lofaði hann að greiða úr spurningum okkar eftir beztu getu. Hvenœr lögðuð þér af stað til Moskvu, spyrjum við Magnús? Ég flaug til Kaupmannahafnar um Amsterdam þann 27. marz. Þar var höfð stutt viðstaða, en síðan haldið til Prag. Frá Tékkóslóvakíu var flogið í rússneskri flugvél til Moskvu með viðkomu í Minsk. Þið voruð þrír landarnir, sem sóttuð ráðstefnuna, var ekki svo. Hvernig var boði ykkar til að sitja ráðstefnuna háttað? Jú, en auk mín fóru þeir Lúðvík Jósepsson, alþing- ismaður og Ársæll Sigurðsson. Okkur var boðið aust- ur af nefnd, sem undirbjó þátttöku af fslands hálfu í ráðstefnunni. Var okkur séð fyrir ókeypis ferðum milli Prag og Moskvu og sömu leið til baka. Auk þess var allt uppihald greitt fyrir okkur á meðan við dvöldum í Moskvu, en þar bjuggum við á einu af stærstu og beztu hótelunum. Hverjir stóðu að þessari efnahagsráðstefnu og hvemig var undirbúningnum háttað? Það mun hafa verið fyrir rösku ári síðan, að nokkr- ir kaupsýslumenn, hagfræðingar og verkalýðsleiðtogar frá ýmsum löndum í Vestur-Evrópu komu saman í París til að ræða þau vandamál, sem steðjuðu að verzl- un í Evrópu sökum síminnkandi viðskipta milli austurs og vesturs. Kosin var nefnd til að undirbúa frekari viðræður þjóða á milli, og áttu sæti í henni fulltrúar frá 21 landi. Nefndin hélt fyrsta fund sinn í Kaup- mannahöfn í október s.l., og þar var ákveðið að boða til alþjóðlegrar efnahagsráðstefnu um þau vandamál, sem nú eru efst á baugi sökum hins kalda pólitíska stríðs. Ýmsar borgir komu til greina sem fundarstaður fyrir væntanlega ráðstefnu, en þó varð Moskva fyrir valinu að lokum. Sá sem var aðal hvatamaðurinn að undirbúningnum heitir Robert Chambeiron, og er hann fyrrverandi franskur þingmaður. HvaS stóð ráðstefnan lengi yfir og hvemig fóru fundirnir fram? Efnahagsráðstefnan var sett 3. apríl og henni lauk þann 12. s. m. Upphaflega átti hún ekki að standa 34 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.