Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 15
ísland.
Síðustu fimm mánuði hafa verið
gerðir eða endurnýjaðir viðskipta-
samningar við eftirtalin lönd:
í des. s. 1. var gert samkomulag
um viðskipti og greiðslur milli ís-
lands og Frakklands, og rennur sá
samningur út 30. maí n.k.
Um miðjan janúar var fram-
lengdur til júníloka viðskiptasamn-
ingurinn við Vestur-Þýzkaland, en í
júní er gert ráð fyrir að samið verði
um viðskipti milli landanna fyrir
síðari hluta ársins og árið 1953.
Þann 4. febrúar var undirritaður
hér í Reykjavík viðskiptasamningur
við Finnland og gildir hann til 31.
jan. nœsta árs. Samningurinn gerir
ráð fyrir, að við kaupum vörur af
Finnum fyrir 850 þús. £, en seljum
þeim vörur í staðinn fyrir 750
þús. £.
Fyrsta april var undirrituð bók-
un um framlengingu á samkomu-
lagi um viðskipti milli íslands
og Svíþjóðar. Gildir viðskiptasam-
komulag þetta til eins árs, og bygg-
ist á sama grundvelli og undanfarin
ár.
Vöruskiptajöfnuðurinn í marz var
óhagstæður um 9,1 millj. kr. Nam
innflutningurinn 57,3 millj. kr., en
útflutningurinn 48,2 millj. kr. Fyrstu
þrjá mánuði ársins er vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 55,5
millj. kr., en var á sama tíma í fyrra
hagstæður um 5,2 millj. kr. Nemur
innflutningurinn á umræddu tíma-
bili 207,3 millj. kr., en útflutning-
urinn 151,8 millj. kr.
Seðlaveltan í marzlok nam 182,3
millj. kr., en á sama tíma í fyrra
172,3 millj. kr.
Danmörk.
Danir fengu á s.l. ári brezkan
námusérfræðing til þess að rann-
saka frekari möguleika á kola-
vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt
bráðabirgðaskýrslu sérfræðingsins,
telur hann framhaldandi hagnýt-
ingu kolanámanna hagkvæma, ef
notuð eru nýtízku framleiðslutæki.
Kolavinnsla til heimilisnotkunar
hefur átt sér stað í smáum stíl víðs
vegar um landið, en það er aðeins
við Qutdligssal á eyjunni Disko
fyrir ulan vesturströndina, þar sem
námuvinnslan hefur verið starfrækt
svo að nokkru nemur. Eru um 7
þús. tonn af kolum unnin árlega úr
námu þessari, sem er um 20 metra
fyrir ofan sjávarmál. Engir erfið-
leikar eru á flutningi kolanna til
strandarinnar, en útskipun og flutn-
ingur kolanna til meginlandsins er
mjög miklum erfiðleikum bundin.
Hafnarskilyrði frá hendi náttúrunn-
ar eru ekki til, strendur eyjarinnar
opnar fyrir veðrum og sjávargangi
og ógreiðfærar. Sundið milli eyjar-
innar og lands er mjög varhugavert
til siglinga, þar sem hætt er við
óvæntu ísreki og borgarísjökum úr
Raffinsflóa og úr Norðurhöfum.
Flutningar fara fram á flatbotnuð-
um bátum, og upp- og útskipun er
framkvæmd með handafli. Námu-
vinnslu- og flutningskostnaður er
því tiltölulega hár, og rekstur allur
óhagkvæmur með tilliti til lítils
innanlandsmarkaðar, en með geysi-
roiklu fjármagni má bæta aðstöðuna
þarna á eynni til muna.
Fyrir utan námurnar á Disko
finnast einnig kol við Aternikerd-
luk hinu megin sundsins, en það
er aðeins stutt síðan að farið var
að veita námunum þar verulega
athygli. Við Aternikerdluk eru
námurnar hátt yfir sjávarmál, og
kolin þaðan eru talin betri að gæð-
um en þau frá Qutdligssat, auk þess
sem skilyrði til hafnarmannvirkja
eru hagstæðari á fyrrgreinda staðn-
um.
Á þessu sumri verða sennilega
allar aðstæður kannaðar nánar við
Aternikerdluk og gerðar frekari
boranir til könnunar á magni og
gæðum.
Viðskiptavelta Burmeister & Wain,
hins kunna danska véla- og skipa-
smíðafyrirtækis, nam á árinu 1951
um 205,8 millj. D. kr., og mun
um helmingur þeirrar upphæðar
vera fyrir erlendar pantanir. Eins
og er nema skipa -og vélapantanir
hjá fyrirtækinu um 500 millj. kr..
og er trygg full vinna næstu 2—3
árin.
Noregur.
Vöruskiptajöfnuður landsins var
óhagstæður um 1,4 millljarð kr. á
árinu 1951. Innflutningurinn (fyrir
utan skip) nam 5,4 milljarð kr., en
útflutningurinn 4 milljarð kr., sem
er næstum 50% aukning frá árinu
á undan.
Ný skip voru keypt erlendis frá
á árinu fyrir 892 millj. kr., en úr
landi voru seld gömul skip fyrir
443,3 milj. kr. (119,8 millj. kr.
1950).
FRJÁLSVERZLUN
43