Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 16
GEORGE L. HOSSFIELD:
Nokkrar
leiðbeiningar fyrir vélritara
Listin aS vera góSur vélritari hefur veriS takmark,
sem margir hafa keppt aS um dagana. MeSal skrifstofu-
fólks hér í Reykjavík eru margir góSir vélritarar en hjá
mörgum vantar aSeins herzlumun til þess aS geta tal-
izt óaSfinnanlegir. Eru þaS aSallega smáatriSin, sem
þessu fólki sézt yfir, en sem eru um leiS aSalatriSin til
þess aS geta talizt óaSfinnanlegur. ,Frjáls Verzlun“ birt-
ir hér góS ráS og vísbendingar um vélritun, ef þaS mætti
verSa til þess aS leiSbeina skrifstofujólki til frekari
kunrwttu í starfi þess. Höfundur greinarinnar, George
L. Hossfield, er talinn einn af beztu vélriturum heims
og hefur skrifaS margar greinar um þessa sérgrein sína,
sem vakiS hafa verSskuldaSa athygli og veriS mikiS
lesnar.
____________________________________________________
Hljóðfallið.
Mjög mikilvægt atriði fyrir hvern góðan vélritara,
og sem sérstaklega ber að undirstrika, er, að hljóðfall-
ið sé í réttum skorðum, þegar vélritað er. Nú heldur
þú, lesandi góður, að ef til vill eigir þú að spila síð-
asta dansslagarann á ritvélina? Og þó undarlegt sé
— er svaraði jákvætt — en auðvitað aðeins sem undir-
stöðuatriði. Áslátturinn á leturborð ritvélarinnar á að
vera með skýru og reglulegu millibili. Ef þið hafið
heyrt hið jafna tif firðritarans, þá skiljið þið betur
'hvað við er átt. Áríðandi er, að hver vélritari finni
sjálfur þann hraða, sem hann getur haldið með jöfnu
hljóðfalli, og beiti því alltaf, ef þess er nokkur kostur.
Takist það, munið þið verða undrandi yfir þeim góða
árangri, sem þið náið.
Óreglulegur augnablikshraði orsakar oftast villu,
armar leturstafanna slást saman, og allur jafn hraði
kemst úr skorðum. Hljóðfallið bætir þennan ann-
marka.
Augun d handritinu.
Að hafa augun á handritinu eða textanum er ef til
vill mikilvægara en þið haldið í fyrstu. í hvert skipti
sem ykkur verður litið af handritinu yfir á ritvélina
eða annan stað, tapið þið niður hraða, sem þýðir, að
hljóðfallið rofnar, jafnframt sem það orsakar stundum
villu. Úrfellingar og endurtekningar orsakast venju-
lega af þessum ávana. Mér er það hins vegar ljóst, að
það er raunverulega ómögulegt að hafa augun stöðugt
á handritinu, þegar mikið er vélritað. Þó mundi gerast
merkileg umbót hjá mörgum vélritaranum, ef hann
einbeilti sér dyggilega við verkið og hætti öllu ónauð-
synlegu flökti augnanna til og frá handritinu. Afköst
vélritarans munu ósjálfrátt aukast til muna — með
auknum hraða — þegar hann hefur náð tangarhaldi
á þessu mikilvæga atriði.
Sleppið öllum ónauðsynlegum hreyfingum.
Leiður ávani hjá mörgum vélritaranum og býsna al-
varlegur er að temja sér ónauðsvnlegar hrevfingar,
þegar vélritað er. Til þess að útskýra nánar við hvað
er átt, vil ég beina athygli ykkar að þessu atriði, sem
sé að hreyfa úlnliðina og framhandleggina upp og nið-
ur, þegar slegið er á stafina. Það er síður en svo hægt
að hreyfa allan handlegginn eins hart og fingurnar!
Þeir, sem leika á eitthvert hljóðfæri, eins og t. d. fiðlu
eða píanó, skilja auðveldlega mikilvægi fingrahreyf-
inganna. Þjálfun fingrahreyfinganna á að haga á
sama hátt og gert er, þegar leikið er á áðurnefnd hljóð-
færi. Leikni ykkar mun aukast stórlega, ef fingraþjáíf-
unin er rétt.
Hirðing ritvélarinnar.
Ritvélin er samsett og byggð þannig, að hún þolir
nokkuð hnjask, ef nota má það orð. Hún krefst hvað
sem öðru líður tiltekinnar umsjónar, ef hægt á að vera
að inna af hendi góða þjónustu, og um leið spara sem
mest allan viðgerðarkostnað.
Góð regla er að nota fáeinar mínútur á morgni
hverjum til þess að hreinsa í burtu ryk og óhreinindi
úr vélinni, sem safnast hefur saman frá deginum áð-
ur. Hreinsið leturstafina daglega með stífum bursta,
bezt er þó að gera þetta í lok vinnudagsins, á meðan
svertan á stöfunum er vot. Þurrkið einnig allt ryk
undan ritvélinni, því að lofthringrásin í herberginu
flytur með sér rykagnir upp í vélina, sem setjast þar
á ýmsa mikilvæga hluti hennar.
Framhald á bls. 50.
FRJÁLS VERZLUN
44