Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 8
ásamt fulltrúum úr verzlunarstétt, verkalýðsfélögum og öðrum félagasamtökum í því augnamiði að efla og færa út alþjóðaviðskipti á grundvelli jafnréttis og með tilliti til þarfa óiðnlærðra þjóða fyrir auknum iðnaði og vélakosti. Þá var kjörið þrjátíu manna alþjóð- legt ráð, sem fylgja á eftir þessari áskorun til S. Þ. Ennfremur var því falið að ákveða hvar og hvenær næsta efnahagsráðstefna skyldi haldin. Hvað var svo gert til dœgrastyttingar utan þingfunda? Við skoðuðum ýmsa markverða staði í Moskvu, fórum í óperuna, heimsó’ttum verzlanir o.fl. Þá var fulltrúunum á ráðstefnunni haldin veizla í ráðhúsi borgarinnar, þar sem engu var til sparað hvað veit- ingar snerli. I Moskvu bar talsverl á nýbyggingum, og virðast Rússar nú leggja áherzlu á að byggja stóra skýjakljúfa. Þér segist hafa komið í verzlanir í Moskvu. Hvað getið þér annars sagt okkur um þœr? Verzlanir þær, sem ég kom inn í, voru fullar af vörum. Bar þar langsamlega mest á rússneskum vör- um. Verðlagið er mjög hátt horið saman við vöru- verð hér heima. Annars getur maður í fljótu bragði ekki gert nákvæman samanburð á verðlagi. nema maður kynni sér vinnulaun manna að einhverju leyti. Ei'tt var það, sem mér þótti kynlegt í sambandi við verzlanirnar í Moskvu, sem sennilega þekkist ekki ann- arsstaðar. Matvöruhúðir eru þar opnar alla daga vik- unnar, en aðrar búðir opnar alla daga nema mánu- daga. Virðist því verzlunarfólk yfirleitt ekki hafa frí á sunnudögum. Mér fannst bera einna mest á stórum deildarverzlunum, en aftur á móti virtist vera minna um sérverzlanir. Hvað vilduð þér svo að lokum segja um árangur efnahagsráðstefnunnar? Ég vildi aðeins bæta því við, að mér fannst þesisi efnahagsráðstefna fara vel fram. Þar kom engin póli- tík fram hjá neinum ræðumanna, sem allir virtust hafa brennandi áhuga fyrir auknum viðskiptum á milli þjóða, hvort heldur um væri að ræða kapitalistísk eða kommúnistísk ríki. Ég vona svo, að þessi ráðstefna eigi eftir að leiða ýmislegt gott af sér með tilliti til vax- andi vöruskipta og um leið minnkandi pólitískra erja, sem í dag liggja eins og klafi á viðskiptum milli alltof margra þjóða. Annars á tíminn eftir að skera úr því, hver raunverulegur árangur Moskvuráðstefnunnar verfíur. ns. Úr myndasafni V.R. XXXVI. I .............. Hallgrímur Benediktsson ,,Menn glíma viV margt um dagana.“ Davíð litli var ávallt látin klæðast fötum, er eldri hræður hans tveir höfðu átt og vaxið upp úr. Og auð- vitað fékk hann gömlu leikföngin þeirra líka. Dag einn varð hann þreyttur á þessu. „Mamma,“ sagði hann, „segðu mér nú eilt. Þegar Karl og Harry deyja, verð ég þá að giftast ekkjum þeirra?“ / ást og stríSi er heppnin liœstráSandi. • Faðirinn: — Nú hlýtur þú að skilja mismuninn á því að vera konungur eða forseti? Sonurinn: — Já, konungurinn er sonur pabba síns, en forsetinn ekki. 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.