Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 13
við ykkur íslendinga hverjar helztu útflutningsafurð- ir okkar eru. Þið hafið drukkið vínin okkar og borðað ávextina, og ýmsir hafa notfært sér spánska korkið hér uppi á íslandi fyrir fiskinet og til annarra þarfa. Helztu viðskiptalönd okkar Spánverja eru í Suður- og Mið-Ameríku. Viðskipti við Bandaríkin hafa verið hafin aftur, en þó í smáum stíl enn sem komið er. Okkur leikur forvitni á að heyra eitthvað um verzlanir ykkar, vinnutíma afgreiðslufólks o.s. frv. Verzlanir í Madrid eru ekki svo frábrugðnar verzl- unum ykkar hér í Reykjavík. Við höfum mikið af stór- um nýtízku verzlunarhúsum og svo aftur smærri verzl- unum, bæði nýjum og gömlum. Búðir eru nú fullar af vörum og vöruverð yfirleitt lágt. Skömmtun á mat- vælum er engin. Hvað viðvíkur vinnutíma verzlunar- fólks á Spáni, þá er ég hræddur um, að ykkur Islend- ingum myndi finnast hann nokkuð undarlegur. Við Spánverjar kunnum aftur á móti ágætlega við hann. Mestan hluta ársins eru búðir okkar opnar frá kl. 9—2 og isvo aftur frá 5—8. í þrjá tíma um miðjan daginn lokum við búðunum og hættum að höndla. Þetta er okkar „siesta,“ sem við gætum varla án verið, því við erum vanir að taka það rólega, þegar sólin skín sem hæzt og heitast er í veðri. Saltfiskurinn hlýtur einhvemtíma að koma inn í samtal Spánverja og íslendinga. Er ekki eitthvað, sem þér vilduð segja okkur að lokum um saltfiskneyzlu ykkar Spánverja? Við erum alltaf hrifnir af saltfiski, og er mér óhætt §ð segja, að ykkar fiskur líki sérstaklega vel. Verðið hefur að vísu hækkað mikið frá því, sem það var fyrir stríð. Þá var saltfiskur einhver sú ódýrasta og almenn- asta fæða, sem fólk gat veitt sér. Á meðan á stríðinu stóð var þessi fiskur ófáanlegur, og söknuðu hans þá margir. Nú er saltfiskurinn aftur kominn á markað- inn, en er þó ekki lengur sú almenningsfæða, sem hann var áður. Verðið er orðið það hátt, að það er ekki á allra færi að kaupa þennan mat lengur. Salt'- fiskurinn fæst í hverri matvörubúð, og víða má sjá hann niðurskorinn í búðarborðum, þar sem hann er geymdur í vatni tilbúinn til suðu eða steikar fyrir hús- mæður. Við gerum mikið af því að steikja saltfisk- inn, og yfirleitt búum við hina margvíslegustu rétti úr honum. Saltfiskurinn er satt að segja ómissandi fyrir okkur Spánverja. ns. 1 Mailrid tá menn sér „siesta.“ Gijtum manni gengur erjiSast aS skilja. IwaS ógiftur matyur gerir viS alla peninga sína. CEDRIC ADAMS. • Lífið var allt miklu einfaldara í gamla daga, áður en vélaöldin hóf innreið sína í heiminn. Ef rnaður þurfti á þvottavél, strauvél og útvarpi að halda, þá var hægt að fá þetta allt saman með því að giftast. Bara hringja, svo kemur þaS. — SILLI & VALDI. FRJÁLS VERZLUN 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.