Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 17
Jens Bjarnason gialdkeri andaðist 27. febr. s. 1. Hann var fæddur 4. sept. 1894 á Breiðabólsstað á Síðu, son- ur hjónanna Bjarna Jens- sonar héraðslæknis og Sig- ríðar Jónsdóttur konu hans, en faðir Bjarna var Jens Sigurðsson, re'ktor, bróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Haustið 1911 innritaðist Jens í Verzlunarskóla ís- lands og lauk burtfarar- prófi þaðan vorið 1913. Árið eftir réðst hann skrif- stofumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands og starfaði hjá því fyrirtæki jafnan síðan eða í 37 ár samfleytt, og gjaldkeri þess var hann frá árinu 1924. Jens var að eðlisfari hlédrægur og hæglátur maður, en hvers manns hugljúfi er honum kynntust. Allir báru traust til hariis, sem af honum höfðu kynni. Hann var dreng- lundaður og góðgjarn, og mannkostamaður mikill. Kvæntur var hann Guðrúnu Helgadóttur, og lifir hún mann sinn. Áttu þau þrjá syni barna. Jón Gíslason kaupma'Sur og póstafgreiSslumaSur í Ólafsvík andaðist 16. marz s. 1. Hann var fæddur að Hjarðarholti í Dölum 18. júlí 1895. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson, prófasts í Hjarðarholti Guttorms- sonar, og Margrét Steins- dóttir, kona hans, prests að Hvammi Steinsen. Eftir að Jón hafði lokið námi við Verzlunarskóla Islands réðst hann sem starfsmaður að Proppéverzlun í Ólafsvík. Er sú verzlun hætti störfum, tók hann við póstafgreiðslunni í Ólafsvík, jafnframt því sem hann gerðist afgreiðslumaður Eimskipafélags- ins og Ríkisskips þar á staðnum. Hann hafði einnig verzlunarrekstur með höndum, svo og ábúð á landi Ólafsvíkurkauptúns. Stjórnarmeðlimur í Sparisjóð Ólafsvíkur var hann og einnig. Jón var að eðlisfari hlédrægur og fáskiptinn, en vegna mannkosta hans hlóðust á hann margs konar trúnaðarstörf. Þau störf leysti liann af hendi með ár- vekni og trúmennsku. Hann var góður drengur í þess orðs beztu merkingu. Kvæntur var hann Láru Bjarnadóttur, sem lifir mann sinn, og eignuðust þau fjögur börn. Kristján GuSmundsson forstjóri andaðist 26. marz s. 1. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var fæddur að Tannanesi við Önundarfjörð 26. júní árið 1900, sonur hjónanna Guð- mundar Sveinssonar bónda og Kristínar Friðriksdóttur konu hans. Kristján lauk prófi frá Verzlunarekóla íslands árið 1921. Hvarf hann að námi loknu heim til ísafjarðar, en þar bjó hann áður en hann hóf nám hér syðra. Setti hann á stofn verzlun á fsafirði, er hann rak um tveggja ára skeið. Árið 1923 stofnsetti hann á ísafirði ásamt öðrum manni fyrstu fiskimjölsverk- smiðju hér á landi fyrir hertan fiskúrgang og starf- rækti hana til ársins 1929, en þá se'ldu þeir félagar hlutafélagi verksmiðjuna. Árið eftir fluttist Kristján FRJTÁLS VERZLUN 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.