Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 18
hingað til Reykjavíkur og gerðist meðeigandi og fram-
kv.stjóri Pípuverksmiðjunnar h.f., og var það allt til
dauðadags. Hann hóf einna fyrstur manna að nota
vikur sem byggingarefni og hyggði sér íbúðarhús úr
vikurholsteini árið 1937. Á árinu 1948 gerðist hann
brautryðjandi nýrrar iðngreinar hér á landi, sem þá
gaf góðar vonir á heimsmarkaðinum, en það voru sút-
uð fiskroð til margs konar iðnaðar. Sparaði hann
hvorki fé né fyrirhöfn til þess að gera þessa nýju
iðnaðarframleiðslu sem bezt úr garði, en því miður
brugðust markaðshorfur. Breytti hann þá verksmiðj-
unni til framleiðslu á kemiskum efnum.
Kristján var bjartsýnn athafnamaður, sem vildi hefja
framleiðslu- og atvinnumál þjóðarinnar til aukinnar
hagsældar, og hann reið ótrauður á vaðið með ýmsar
nýjungar í þeim efnum. Hann var valmenni hið mesta,
drenglundaður og hjálpfús.
Kvæntur var hann Sigríði Kristinsdóttur, er lifir
mann sinn. Áttu þau einn son harna.
Lorentz II Muller kuup-
maSur andaðist 27. apríl
s.l. Hann var fæddur 7. júlí
1879 í Værdalen í Þrænda-
lögum í Noregi. Árið 1906
fluttist Muller hingað til
Reykjavíkur og hér átti
hann heimili alla tíð síðan.
Fyrst stundaði hann verzl-
unarstörf hjá Brauns-verzl-
un eða þar til hann stofn-
aði sína eigin verzlun við
Austurstræti árið 1911 og
rak allt til dauðadags. Verzlun hans var nýstárleg í
bænum, þegar hún var stofnuð. Þar fengust skíði og
alls konar ferðaflíkur, auk annars falnaðar. Var verzl-
un hans landskunn fyrir góðar vörur og lipur við-
skipti.
Skömmu eftir komu sína hingað hóf Múller að iðka
skíðaferðir, og þótti bæjarbúum það mikil nýlunda í
þá daga. En Múller tókst smám saman að glæða áhuga
ungra manna á þessari hollu og skemmtilegu íþrótt.
Var hann aðalhvatamaður að stofnun Skíðafélags
Reykjavíkur og formaður þess fyrstu 26 árin. Hann var
og einnig forustumaður þess, að skíðaskálinn í Hvera-
dölum var byggður 1935, og þótti það mikið Grettis-
tak á þeim erfiðu tímum. Var bygging skálans mikil
lyftistöng fyrir skíðaíþróttina hér sunnanlands.
Einlægur áhugamaður um skógrækt var Múller
ávallt.
Hann kom frá landi, sem er skógivaxið milli fjalls
og fjöru. Vafalaust hefur honum runnið til rifja við
fyrstu kynni að sjá okkar hrjóstuga land, með bera
hálsa og gróðurlausar auðnir. Hóf hann snemma trjá-
rækt í kringum heimili sitt og sumarbústað og skapaði
þar gott fordæmi, sem margir liafa síðan tekið til eft-
irbreytni. Trjágarður hans setti mikinn svip á um-
hverfið í vesturbænum.
Lorentz Múller var karlmannlegur á velli, virðuleg-
ur í framgöngu og prúðmenni hið mesta. Nafn þessa
mæta manns og mikla íþróttafrömuðar mun lengi verða
á lofti haldið.
Kvæntur var hann landa sínum, Maríe, fædd Bert-
elsen. Lifir hún mann sinn ásamt þremur uppkomnum
börnum.
SigurSur Krisljánsson
bóksali andaðist 4. apríl s.l.
Hann var fæddur 23. sept.
1854 að Skiphyl á Mýrum
Voru foreldrar hans Krist-
ján bóndi Gíslason og Berg-
ljót Jónsdóttir kona hans.
Hingað til Reykjavíkur
fluttist Sigurður árið 1874
og hóf litlu síðar prentnám
hjá Einari Þórðarsyni. —
Vann hann nokkur ár við
þá iðn. Árið 1893 hóf hann
bókaútgáfu, og mun það starf eitt nægja til að halda
'nafni hans lengi á lofti hjá þjóðinni. Varð hann fyrst-
ur manna til að gera Islendingasögurnar að eign al-
mennings með hinni liandhægu og vinsælu útgáfu sinni
á þeim. Hann þekkti þörf og þrá íslenzkrar alþýðu, en
í heimamund hafði hann ástina til fornbókmennta
þjóðarinnar. Ruddi hann þannig þá braut, sem margir
hafa síðan fetað, þjóð vorri til ómetanlegs gagns.
Allir, sem kynntust Sigurði, virtu hann og dáðu fyrir
manndóm og þjóðrækni. Saga þessa sérkennilega
manns er lærdómsríkt ævintýri um það, hvernig blá-
fátækir menn geta rutt sér braut í lífinu með dugnaði
og ráðdeild. Hann hafði óbifandi trú á lestrarfýsn og
þjóðrækni landsmanna og hóf útgáfu íslendingasagn-
anna, með það fyrir augum, að almenningur eignaðist
gullkorn fornbókmennta vorra. Þjóðin skildi sinn vitj-
unartíma og mat útgefandann að verðleikum.
46
ITRJALÍI VJB*ZLUN