Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 19

Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 19
i síðasta hefti var lítillega minnzt á nauðsyn þess, að verzlunarlöggj'öfin verði tekin til gagngerðar end- urskoSunar, þar sem hún er um margt ófullkomin og langt á eftir tímanum. Enn verður ymprað á þessu máli í dálkum blaðsins og m.a. bent á hvernig verzlunarlög- gjöfin er sniðgengin á ýmsan hátt. Eins og flestum, sem við verzlun fást, er eflaust kunnugt um, þá hefur faraldur herjað meðal starfs- mannahópa ýmsra fyrirtækja hér í hæ. Faraldur þessi nefnist pöntunarféiag. Strax og starfsmannahópur einhvers fyrirtækis er kominn yfir 15 manns, stingur pöntunarfélagshugmyndinni niður. Rokið er upp til handa og fóta og pöntunarfélag stofnað. Eins og verzlunarlöggjöfinni er nú háttað, er enga vernd að finna fyrir kaupsýslumenn og verzlunarfólk gegn þessum nýja faraldri, ef pöntunarfélögin eru stofnuð á löglegan hátt, en á því er mikill misbrestur. Nær öll þessi pöntunarfélög eru hvergi skrásetl opin- berlega. Þau panta vörurnar í heildsölu á nafni fyrir- tækisins, þar sem meðlimirnir starfa, og dreifa þeim síðan út til þeirra úr húsakynnum, sem hvergi nærri uppfylla þær kröfur, sem borgarlæknir gerir til verzl- unarhúsnæðis almennt. Pöntunarfélög þessi kaupa ekki verzlunarleyfi og greiða þar af leiðandi engan sölu- skatt af umsetningu né aðra skatta til hins opinbera. Á sama tíma hafa kaupmenn og kaujjfélög opnar sölu- búðir víðs vegar um bæinn með fjölda fólks í vinnu, og þeir fyrrnefndu verða að greiða stórar fjárfúlgur í opinber gjöld árlega. Fyrst og fremst er það matvara, sem pöntunarfélög- um starfsmanna er ætlað að dreifa út til meðlima sinna, og er það í ejálfu sér dálítið undarlegt, því að einmitt á þeim vörum er minnst álagning í smásölunni. Þá má og einnig geta þess, fyrst verzlunarlöggjöfin er til umræðu, að töluverð brögð hafa verið á því, að íslenzk iðnfyrirtæki selji framleiðsluvörur sínar á bak við smákaupmenn. Slíkt getur aðeins talizt augna- blikshagnaður fyrir þau fyrirtæki, sem það gera, því að það er fyrst og fremst á dreifingu smákaupmanna, sem hægt er að byggja upp framtíðarmarkað. Hér skal að lokum minnzt á enn eitt dæmi þess, hvernig hægt er að sniðganga verzlunarlöggjöfina, og jafnvel dæmi þess, að það hafi verið gert. Hver sem er getur látið prenta bréfhausa með nafninu N.N. & Co., og náð sér í verzlunarsamband erlendis. Farið síðan í banka hér, keypt bátagjaldeyri og flutt inn frílista- vörur. Þegar varan kemur, greiðir hann toll hjá toll- stjóra og selur síðan vöruna í verzlanir. Eins og nú háttar málum er hægt að gera þetta, án þess að hafa skráselt firmanafn, þótt slíkt sé lögboðið. Og kórónan á þessa starfsemi N.N. & Co. er, að fyrirtækið sleppur alveg við að greiða opinber gjöld til ríkis og bæjar. Af þessum dæmum, er hér hefur verið minnzt á, má glöggt sjá, að endurskoðun verzlunarlöggjafarinn- ar þolir enga bið lengur, ekki aðeins gagnvart verzlun- arstéttinni heldur og gagnvart ríkisvaldinu og bæjar- félaginu. • Allar líkur benda til þess, að meirihluti bæjarstjórn- ar Reykjavíkur ætli að láta undan óiskum nokkurra pólitískra gæðinga og leyfa söluturna víðs vegar um bæinn. Ráðstöfun þess hefur tvívegis áður verið gerð að umræðuefni hér í blaðinu og henni kröftuglega mótmælt fyrir hönd verzlunarstéttarinnar. Smákaup- menn hafa og einnig mótmælt fyrirætlan þessari. En allt kemur fyrir ekki, meirihluti bæjarstjórnar, sem verzlunarstéttin hefur stutt til valda, löðrungar nú sína eigin stuðningsmenn enn einu sinni. Sannast hér hið fornkveðna: „Sjaldan launar kálfur ofeldið.“ Árum saman hafa kaupmenn greitt stórar fjárfúlgur í útsvör til bæjarsjóðs og nú kemur að laununum. Nú á að veita pólitískum gæðingum, sem vinna hjá bænum eða fyr- irtækjum hans á daginn, leyfi til að hafa opna sölu- turna fram að miðnætti, á sama tíma sem kaupmenn eru skyldaðir til að loka verzlunum sínum á fastákveðn- um tíma dag hvern. Vitað er, að þeir, isem þessi sölu- turnaleyfi fá, hafa í hyggju að hafa það starf sem aukastarf fyrir sig og venzlafólk. Framhald á bls. 50 FRJALS VERZLUN 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.