Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 20
Magnús Þorgeirsson kaup- m.a&nr í Reykjavík varð fimmtugur 23. janúar s. 1. Mönnum kann að finnast það nokkuð seint að vera að minnast þessa merkisaf- mælis fyrst nú, en sannleik- urinn er sá, að Magnús virðist hafa haldið þessu svo levndu. að FRJÁLS VERZLUN var fyrst að fregna af afmælinu fyrir stutlu síðan. Þá er hann svo ungur í útliti, að enginn skvldi ætla hann fimmtugan, en ekki tjáir að rengja kirkjubækurnar. Hugur Magnúsar snérist snemma að verzlunarstörf- um, og vann hann um margra ára skeið hjá Björgúlfi Stefánssvni skókaupmanni í Reykjavík. Síðar stofn- setti Masnús sitt eiffið fyrirtæki, verzl. Pfaff, sem hann hefur rekið með miklum myndarbrag frá því fyrsta. Enda þótt Magnús Þorgeirsson sé að góðu kunnur innan verzlunarstéttarinnar, þá hefur hann ekki verið síður þekktur meðal íslenzkra íþróttamanna. Hann lagði mikla rækt við fimleika og iðkaði þá af kappi hjá f. R. um margra ára skeið. Þá hlotnaðEt honum sæmdarheitið ,,Fimleikameistari fslands,“ og var hann vel að þeim sigri kominn. Magnús fór einnig utan með íslenzkum fimleikaflokkum og har þar uppi hróður íslands. FRJÁLS VERZLUN árnar Magnúsi allra heilla á merkum tímamótum og biður hann forláts á síðbúnum afmæliskveðjum. Megi íslenzk verzlunarstétt njóta starfskrafta hans sem lengst. Júlíus Björnsson, raj- virkjam. og kaupmaSur, varð sextugur 24. apríl s. 1. Hann er fæddur að Lága- felli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu árið 1892. Hingað til Reykjavíkur fluttist hann tíu ára að aldri ásamt foreldrum sín- um, og hér hefur hann bú- ið síðan, að undanskildum 6 árum, er hann dvaldist á Seyðisfirði. Hann hóf bók- bandsnám hjá Guðmundi Gamalíelssyni árið 1908 og er meistari í þeirri iðn. Að námi loknu fór hann til Seyð- isfjarðar og stofnaði bókband-stofu. Þar komst hann í kynni við rafmagnið, er verið var að reisa háspennu- stöðina þar, þá fyrstu á íslandi. Lagði hann bókbands- iðnina á hilluna og gekk í þjónustu Indriða Helga- sonar rafvirkjameistara. Árið 1919 réðst liann til fyr- irtækisins S. Pétursson og Ingvarssen hér í Revkjavík, er 'hafði með höndum rafvirkjunarstarfsemi, og árið eftir keypti hann fyrirtækið. Næsta ár fckk hann lög- gildingu sem rafvirkjameistari í Reykjavík. Hefur hann samfara rafvirkjunarstarfseminni starfrækt raf- tækjaverzlun í húsi sínu við Austurstræti 12 um fjölda ára skeið, eins og bæjarbúum er kunnugt. Júlíus hefur látið stéttar- og félagsmál mikið til sín taka og er ötull liðsmaður í öllum þeim málum, er hann lætur sig varða. Hann er nú formaður í Félagi ísl. raftækjasala. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla á þessum tímamótum. Framhald á bls. 50. 48 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.